Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fimm ára reglan röng

Ég er sammála Árna Sigfússyni bæjarstjóra í Reykjanesbæ um að margir stjórnendur hjá ríkinu þurfi að hugsa sér til hreyfings ef farið verður auglýsa störf yfirmanna hjá ríkinu á fimm ára fresti.  Hver vill vinna undir svoleiðis tilskipunum og reglu?   Kannski endar þetta með því að það verði að auglýsa öll störf yfirmanna hjá ríkinu alltaf þegar ný ríkisstjórn tekur við?   Nei takk.   Núna held ég að dómsmálaráðherra hafi gert mistök í leiknum við Jóhann R. Benediktsson.   Það verður gaman að sjá þessu framfylgt í náinni framtíð.    
mbl.is Jóhann er toppmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki eftir bókinni?

"Kjararáð ákvað í lok ágúst að hækka laun forseta Íslands, alþingismanna, ráðherra, hæstaréttardómara og héraðsdómara um 20.300 kr."  

Nú finnst mér að þetta ætti að snúast við.  Það ætti að ákveða þessi laun fyrst og svo ætti að taka mið af þeim í samningaviðræðum launþega.  Þá yrði alla veganna Ingibjörg Sólrún ánægð fyrir hönd kvenna. 


mbl.is Laun æðstu embættismanna hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slöpp frétt

Ég horfði á myndbandið sem fylgdi fréttinni þar sem utanvegaakstur mótorhjóla var gagnrýndur.  Ég tek undir það að utanvegaakstur á alls ekki rétt á sér. 

En hvar var verið að aka utanvegar í þessu myndbandi?   Þetta voru allt slóðir sem búið var að bera sand ofan í eða greinilega fjölfarnir vegir af bílum eins og t.d. Fjallabak.    

Það á að sýna réttar myndir ef á að nota sem áróður í svona frétt, annars virkar þetta sem neikvæð umræða gagnvart fólki sem vill ferðast á hjólum um landið án þess, að skemma það. 


mbl.is Fordæma akstur utan vega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður ekki vísað úr landi að svo stöddu

Bjarni Harðar alþingismaður segir á vef sínum að hann hafi fengið staðfest að Filippseyingurinn Mark Cumara fái að vera hér heima á meðan verið sé að vinna í hans málum en til stóð að senda hann úr landi þar sem dvalarleyfi hans var útrunnið.  Samt er ekki öruggt að maðurinn fái landvistarleyfi þó svo að þetta sé í rétta átt gangvart honum.     

Annað mál er þegar menn eru farnir að ráðast á lögregluna og nota vopn eins og hefur verið sagt frá í fréttum að undanförnu.   Það á að senda svoleiðis menn beint heim.


mbl.is Þarf ekki að fara úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjóðum flóttafólkið velkomið

Ég segi: Hjartanlega velkomin til Íslands.  Það var að sjá að Palestínuflóttafólkið væri spennt og ánægt við komuna til landsins í gærkvöldi, eftir 26 tíma ferðalag frá Al Waleed eyðimerkurbúðunum sem eru staðsett á landamærum Iraks og Sýrlands en  þar dvaldi fólkið við mjög erfiðar aðstæður, bæði í hita og við frostmark á nóttunni sem og að forðast snáka og önnur hættuleg skorkvikindi.

Ég er ekki í nokkrum vafa um að íbúar Akranes munu taka vel á móti fólkinu. Enda hefur flóttafólkið þurft að þjást í mjög langan tíma.

Ég held að það geti engin ímyndað sér hvað móðir hugsar, sem er skyndilega komin á framandi slóðir með ung börn sín, enda vön óörygginu sem fylgt hefur skálmöldinni sem ríkt víða í Miðausturlöndum undanfarin ár.    Vona að þau venjist fljótt íslenskum aðstæðum og börnunum verði vel tekið.   

Stuðningsfjölskyldurnar á Akranesi sem og aðrir sem komið hafa að undirbúningnum, hafa lagt fram ómælda vinnu svo þetta fólk nái að aðlagast að íslensku þjóðfélagi sem fyrst.
 
mbl.is Flóttafólkið brosti við heimkomuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendur úr landi eftir sex ár

Ég er ekki alveg að fatta þetta en Mark Cumara, 23 ára Þorlákshafnarbúi, hefur verið úrskurðaður af landi brott um miðjan september vegna þess að hann hefur ekki sótt um landvistarleyfi. Móðir hans og uppeldisfaðir eru bæði íslenskir ríkisborgarar og hafa búið á Íslandi síðasta áratug. Systir hans, amma hans og afi á Íslandi eru líka íslenskir ríkisborgarar. Sjálfur hefur hann búið í Þorlákshöfn hjá foreldrum sínum í fimm ár.  

Hann kemur hingað til lands þegar hann var 17 ára en foreldrar hans hafa búið hér í 10 ár og eru íslenskir ríkisborgarar.  Ennfremur eru afi og amma líka íslenskir ríkisborgarar. Hann eða foreldrar hans hafa greinilega ekki gætt sín á að sækja um tilskilin leyfi og nú á að vísa honum úr landi. Sjálfsagt bera foreldrar ábyrgð á því að börn hafi dvalarleyfi þar til þau eru lögráða og eftir það beri þau ábyrgðina sjálf en þarna er orðinn svo langur tími liðinn frá því að hann kom til landsins. Sjálfsagt er þetta athugunarleysi eða trassaskapur í fjölskyldunni.   Það hlýtur að vera hægt að leysa þetta mál með smá vilja?    Þetta er nú bara mín skoðun.   


mbl.is Kom 17 ára – sendur úr landi 23 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þýðir að segja okkur þetta fyrst núna?

Eitt skil ég ekki.   Af hverju er verið að segja okkur fyrst núna að svifryk hafi farið yfir heilsuverndarmörk á sunnudaginn vegna mengunar frá meginlandi Evrópu? 

Að vísu er loft í Reykjavík í dag hreint, sem er gott.   Væri ekki nær að senda út viðvörun um leið og hennar verður vart svo það væri hægt að halda börnunum inni?  Bara spyr, eða þannig.   Whistling  


mbl.is Svifryk yfir heilsuverndarmörkum á sunnudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Félagsskipti

Það ætti að hafa reglur í pólitíkinni eins og í fótboltanum þegar menn hafa félagsskipti á miðju keppnistímabili.  Smile 

Nei ég bara segi svona.   Whistling


mbl.is Ólafur F. til liðs við Frjálslynda flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjörsamlega límdur við hann

Þetta kallar maður að vera límdur við eitthvað.  En baráttumaður andvígur þriðju flugbrautinni við Heathrow flugvöll límdi sjálfan sig við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í móttöku í Downing Street í gær.   Hefur örugglega notað Grettislím. Whistling  Þetta  er alveg ferlega skondið.

Þarna er komið nýtt baráttutæki við yfirvöld.   Kannski geta krakkarnir límt sig við virkjanir og orkuver hér á landi?   Grin  Ætli forsætisráðherra Íslands þurfi að fara að hugsa sig um í hvaða hönd hann ætlar að taka í þegar verið er að heilsa honum á förum vegi?  Smile   


mbl.is Límdi sig við forsætisráðherrann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léleg rök hjá vinum Bjarkar

Mér finnst vinir Bjarkar skjóta langt yfir markið.   Má Bubbi ekki hafa skoðun á þessu og segja það sem honum finnst?  Hann hefur oft og mörgum sinnum sagt sína skoðun á hvernig farið er með náttúru landsins og hann hefur líka skoðun á virkjunarframkvæmdum.     Ég vil meina að Bubbi hafi verið með þeim duglegri að verja þá sem minna mega sín.    Hann er kjaftfor en hvað með það. Smile   
mbl.is Bubbi liggur undir ámælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband