Færsluflokkur: Mannréttindi

BBC fattar þetta ekki enda hentar það ekki breskum né Jóhönnu og Steingrími

Held BBC skilji ekki þennan rétt sem við höfum til að kjósa enda hentar það ekki breskum né Jóhönnu og Steingrími að þessi kosning fari fram.

Fyrir mér er þetta kristaltært.

Hvað ef þessi lög verða samþykkt?   Þá þurfum við og börnin okkar að borga eins og lögin voru samþykkt á þinginu fyrir jól.  Það má alls ekki gerast.    Við höfum ekki getu til né efni á að borga eins og skilyrðin voru sett upp. 

Það verður að fella þessi lög og segja Nei!

BBC-menn virðast ekki skilja þetta frekar en Steingrímur J og Jóhanna forsætisráðherra. 


mbl.is Skrítin þjóðaratkvæðagreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ein besta fréttin í dag

Var að lesa um frétt á mbl.is þar sem segir frá hóp Íslendinga sem er þessa daga staddur í Palestínu í þeim tilgangi að gefa einstaklingum gervilimi sem misst hafa fæturna af völdum átaka á svæðinu undanfarin ár.   

Hópurinn gaf í dag ungum palestínskum manni gervifætur sem misst hafði báða fætur sína. Fyrst fyrir fjórum annan fótinn og í vetur seinni fótinn af völdum skriðdreka.  

Ég held að það sé ólýsanleg tilfinning að geta skyndilega gengið aftur.   Umræddur maður átti ekkert von á því að geta fengið hjálp á næstunni en kom óvænt á staðinn þar sem Íslenski hópurinn var staddur og var kominn með gervifætur og farinn að ganga eftir tveggja tíma undirbúning.  

Alltaf gaman að lesa um svona gleðilega frétt.    


mbl.is Fótalaus en kom gangandi heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband