Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Áramótakveðjur

Hér er ég á fullu að steikja rjúpur og alles.   Skooo mig. Cool     

Sendi ykkur öllum innilegar áramótakveðjur,  bloggvinum, vinnufélögum og vinum mínum svo og þeim sem hafa nennt að lesa þessi fálátlegu orð hér á þessu ári sem er að líða.  Líka áramótakveðjur austur á Reyðarfjörð, Danmörk,  Húsavík, Akureyri, Hollands og Nýja Sjálands.   Wizard

Þetta hljómar svo áramótalegt í ríkisútvarpinu.  Whistling

Gleðilegt ár öll sömul. 


Litli handrukkarinn

Guðbjörg sendi mér þetta myndbrot.   Alveg frábært.  Á ekki við skrif mín hér á undan. Talandi að byrja að drekka snemma.   Whistling

 

http://youtube.com/watch?v=MClLhxqVMxQ


Kvíði, vín og unglingar

Nú hugsar einhver,  hvaða bull er þetta!      

Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir að unglingar byrja að drekka?  Auðvitað eru margar leiðir til en með því að byggja upp góða sjálfsímynd hjá viðkomandi er ein leið til að koma í veg fyrir drykkju.   

Það væri hægt að einbeita sér að þeim krökkum sem eru haldin kvíða eða hafa litið sjálfstraust.

En ég held einmitt að svoleiðis einstaklingur sé líklegri til að leiðast út í drykkju þar sem hann vill t.d. ekki vera minni en hinir sem eru byrjaðir að smakka vín og leiðist þar að leiðandi út í drykkju til að passa inn í hópinn. 

Því held ég að skólinn sé einmitt kjörinn vettvangur til að byggja upp góðan grunn og aðstoða við að finna út hvaða unglingar eru t.d. með kvíðaeinkenni eða eru útundan og hjálpa þeim að fá rétta aðstoð.    Þegar upp er staðið þá njóta allir góðs af.   

 


Jólakveðja

 

Óska öllum gleðilegra jóla

http://www.youtube.com/watch?v=u4uvua9cDXM


Flott hjá þér Erla Ósk

Til hamingju með niðurstöðuna.   Bara frábært ef starfsreglum verður breytt þarna vestur frá.
mbl.is Erla Ósk fagnar niðurstöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plane race

Góðir

 Race


Hverju verður fórnað?

Það væri gaman að sjá tölur t.d. frá tryggingafélögum um hlutfall ökutækja á nagladekkjum sem hafa lent í óhöppum miðað við ökutæki á ónegldum dekkjum?    

Sænsk rannsókn dregur stórlega í efa að nagaldekkin séu eins mikill mengunarvaldur og haldið er fram.  


mbl.is Samfélagslegur kostnaður nagladekkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil umferð þarna uppi!

Fær flugáhöfnin ekki blóm? Whistling  
mbl.is Metumferð á íslensku flugstjórnarsvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynjastaðall - Staðall til að uppræta kynbundið launamisrétti

Var að skoða heimasíðu Staðlaráðs Íslands og þar sá ég frétt  um staðal til að uppræta kynbundið launamisréttiWhistling Á heimasíðunni segir að í lok síðasta árs tóku Ný-Sjálendingar forystu í staðlaheiminum. Þeir urðu þar með fyrstir til að gefa út staðal sem miðar að því að tryggja starfsmönnum sanngjörn laun og sambærileg tækifæri í starfi - óháð kyni.

Er þarna ekki komið innlegg í umræðuna um kynbundið launamisrétti?

Hvet alla sem hafa áhuga á þessu að fara inná heimasíðu Staðlaráðs og kynna sér þetta nánar.

http://www.stadlar.is/stadlamal---frettir/nr/379/


Internetið - Ný könnun í gangi hjá mér

Endilega takið þátt í þessari könnun hjá mér sem ég er búin að setja upp.   Ég er að kanna hversu mörgum síðum hver notandi flettir á dag.      

ps.  

Þar sem einhverjir eru að misskilja þessa könnun, þá vil ég taka fram að ég er eingöngu að meina notkun vegna einkanota en ekki í vinnutengt.  Annars hefði ég þurft að hafa þetta 50- 100- 200 bls. á dag.  Whistling


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband