Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Er í lagi að þiggja fé?

Jóhönna Sigurðardóttir segir að það sé óþægilegt fyrir Samfylkinguna að hafa tekið á móti háum styrkjum til flokksins. En sagði það þó ekkert óþægilegra fyrir Samfylkinguna en aðra flokka.

En hvað ef þessir peningar hafa komið frá fyrirtækjum sem voru kannski blóðmjólkuð af eigendum sínum fyrir hrun og hafa jafnvel skilið fyrirtækin eftir í sárum?

Er í lagi að þiggja pening úr hendi þjófs og segja að það sé í lagi, svo lengi sem maður stelur þeim ekki sjálfur?


mbl.is Óþægilegt fyrir Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páfagarður "fyrirgefur" John Lennon

"Blað, sem gefið er út í Páfagarði, hefur fyrirgefið John Lennon ummæli, sem hann lét falla fyrir rúmum fjórum áratugum, um að Bítlarnir væru vinsælli en Jesús. Í grein blaðsins er farið lofsamlegum orðum um Bítlana og sagt að Lennon hafi bara verið ungur maður að monta sig".  

Þó fyrr hefði verið.  Er það ekki hluti af kristni að fyrirgefa?  Ég hafði oft og mörgum sinnum hugsað út í þetta.  Af hverju er svona mikil heift í trúarbrögðum?  Er ekki fyrirgefning jafn nauðsynleg og kærleikur?

Þar fyrir utan þá voru í gær 40 ár frá því að Hvíta albúmið kom út og er að mínu mati meiriháttar verk hjá Bítlunum.  


mbl.is Páfagarður „fyrirgefur" Lennon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband