Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Er þetta gos á sama stað og sigketillinn sem fannst árið 1999?

Árið 1999 var frétt hérna á mbl.is um að sigketill hafi fundist á Fimmvörðuhálsi.

 

Sigketill finnst á Fimmvörðuhálsi

"Sigketill hefur fundist á Fimmvörðuhálsi en talið er líklegt að jarðhiti hafi myndast þar við umbrotin í Kötlu í sumar og að þau hafi náð yfir stærra svæði en í fyrstu var talið.Ketillinn er 200 til 300 metrar í þvermál og 10-20 metra djúpur. Hann er einum kílómetra vestan við gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls, sem liggur á milli Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökuls, og norðan til í hálsinum. Kemur vatn undan honum og rennur í Hvanná og þaðan í Krossá. 

Enginn kannast við jarðhita þar og sigketillinn sést ekki á eldri loftmyndum, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands." Mbl.is 14.10.1999

Munið ekki eftir fréttum á sínum tíma af auðu blettunum sem sáust á Fimmvörðuhálsi þegar snjór lá yfir öllu?

Gaman væri að vita hvort eldgosið í dag sé á sama stað?


mbl.is Mældu færslu kvikunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband