Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Æfingasvæði fyrir bílstjóra

Því miður þá liggur við að maður lesi á hverjum degi fréttir af slysum í umferðinni.   Eitt sem er áberandi yfir sumartímann eru óhöppin sem verða við akstur á malarvegi.    Þegar fólk flykkist í sumarfrí velur það sér oft leiðir sem ekki eru malbikaðir vegir.   Að aka á þannig vegum er ekki það sama og á bundnu slitlagi. Vegir eru oft mjóir og stundum hefur skolast undan malbikinu í vegkantinum.  Víða í USA eru vörubílstjórar sem sérhæfa sig í akstri með stóra tengivagna á malarvegum.   

Mér finnst vera kominn tími á virkilega góða akstursbraut fyrir óvana bílstjóra.   Ég vil sjá braut þar sem hægt er að líkja eftir öllum aðstæðum sem skapast í umferðinni hvort sem það er á malbikaðri braut, malarbraut og framkalla vetraraðstæður.  Samhliða svæðinu mætti byggja aðstöðu fyrir aðrar akstursíþróttir.    Um leið ættu að vera einir 10 bílar til afnota á svæðinu með tilheyrandi öryggisbúnaði.   Ég efa það ekki að bifreiðaframleiðendur myndu vilja bjóða bíla í svona dæmi.

skidmonster

Vatn á vegum 

 

 

 

 

 

Til að svona megi verða að veruleika þá verður ríkið að koma að þessu í byrjun og ætti Vegagerðin að vera þar í forystu og byggja upp svæðið.  Vegagerðin gæti nýtt sér svona svæði til að fá fram aðstæður sem gæti nýst við rannsóknir í vegagerð.  Ökukennarar myndu örugglega notfæra sér aðstæður og fullt af bílstjórum sem vildu fá að prófa akstur við erfiðar aðstæður. 

 

Það er aldrei of varlega farið og aðstæður geta breyst skyndilega. 

vetur

þokaVetraraðstæður

Lélegt skyggni


Vitlaust að halda LG í fjársvelti

Að hafa bara eina nothæfa þyrlu í björgunarmálum er óþolandi ástand.  Það verður að bæta úr þessu og dómsmálaráðherra ætti ekki að vera í vandræðum að laga þetta hjá Landhelgisgæslunni.

Það á líka að nota tækifærið og hafa eina þyrlu staðsetta á Akureyri svo þessi þjónusta  standi öllum til boða.    

Það er sorglegt að það skuli alltaf þurfa hörmulegt slys til að ráðamenn vakni og sýni þessum málum áhuga.    Héldu menn virkilega að það myndi ekki kosta neitt að halda úti þyrluflota?   

Þetta er svona svipað og maður velji sér ódýran tölvuprentara en gerir ekki ráð fyrir að prenthylkin eru oft dýrasti hlutinn í rekstrinum.  Kannski léleg líking en samt....  Whistling   Voða gaman að eiga 3-4 þyrlur ef maður þarf ekkert að gera við þær. 


mbl.is „Farið að hrikta í“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem ég segi

Þessi Bush er ótrúlegur.   En vonandi var hann bara að gefa þeim gult spjald fyrir að brjóta á Írönum en ekki gult umferðaljós þar sem ísrælar eiga að vera tilbúnir að fara af stað.  Whistling   Police   
mbl.is Bush gefur gult ljós á árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæm hugmynd

Þetta er það vitlausasta sem ég hef lengi heyrt. LoL Erum við ekki að tala um löggæslu eða er bara verið að bjóða út gæslu?     Á að bjóða út gæslu 2-6 tíma á dag?   Eigum við að hringja í þessa verktaka og tilkynna ef við sjáum eitthvað "gruggugt"? Whistling Hvað svo.  Eiga þeir síðan að mæta á staðinn til að kalla út lögreglu?    Eða verða þetta svona gæjar sem eiga að keyra um sérvalin svæði,  svona hálfgerðir "rúntarar".   Sennilega eigum við ekkert að hringja í þá,  þeir eiga bara að þefa uppi allt sem ekki er í lagi.   

 Nei!  Mér finnst þetta fyrirfram dauðadæmt.  Þetta mun bara gefa falskt öryggi og virkar eins og atvinnuskapandi fyrir öryggisfyrirtæki  sem nú eru starfandi og vinna sína vinnu sjálfsagt vel.  Við myndum hvort eð er tilkynna allt í 112 ef eitthvað fer öðruvísi en það á að vera og viljum enga milliliði.    Þarna er bara verið að sóa peningum að mínu mati.  

Ég vil bara hafa menntaða lögreglu við þessi störf eins og í Reykjavík.   Police 


mbl.is Hverfagæsla boðin út í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak

Það pirrar mig oft að sjá bifreiðar loka gangstéttum.   Þetta er mjög áberandi á gangstéttum hér þar sem ég bý, t.d. í Ástúni.   Ætli Gunnar bæjarstjóri (hinn mikli) Grin láti ekki útbúa svona miða fyrir Kópavogsbæ til að líma á bíla sem er lagt ólöglega?   Ekki nema hann láti útbúa fleiri bílastæði, í stað göngustíga? Whistling Það er hvort er er svo dýrt að moka snjó af göngustigum. Whistling Devil

 En þetta er gott framtak og verður gaman að sjá hvernig viðbrögðin verða.


mbl.is Gangstéttir eru ekki ætlaðar fyrir bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjall dómari?

Hvað ef nemandinn hefði skrifað önnur tvö orð?   Mér finnst þessi dómari klókur, enda gott að einblína ekki of á það neikvæða. Grin   Um að gera að draga fram það jákvæða í öllum.    

En stráksi klaufi að gleyma punktinum, úr því að hann vandaði sig svona mikið að setja tvö orð á blað.  Devil

Skildi hann hafa setið allan tímann inni í stofunni á meðan aðrir voru að klára sínar ritgerðir?  neeeee Whistling  Grin


mbl.is Fékk einkunn fyrir tveggja blótsyrða ritgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru fleiri dýr á lífi?

Nú er spurningin hvort ekki fleiri dýr einhversstaðar á vappi þarna fyrir norðan?  

Leitt hvernig þetta fór í dag og eitthvað hefur þetta kostað.   En ég segi bara: Eins gott að ekki varð stórslys áður en dýrið fannst.    En hvernig komu dýrin til landsins og hve lengi ætli þau séu búin að vera hér á landi? Hvenær var ísinn síðast hér við land?

Hvað ætli Árni Finns og félagar segi við þessu núna?   Whistling


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt mesta klúður

Ég veit ekki hvað menn voru að hugsa þegar fjölbýlishúsinu við Lundarbraut 1 var troðið niður þar sem það sendur í dag?

Það má kannski líka spyrja sig hvað Vegagerðarmenn voru að spá í þegar þeir færðu Nýbýlaveginn norðar en hann var áður og þar að leiðandi ofan í íbúðahverfið?  En kannski er þetta eins og með eggið og hænuna. Hvort kom á undan? Vegagerðin eða byggingaverktakarnir?  

Svo finnst mér eins og að Nýbýlavegurinn hafi verið hækkaður upp óþarflega mikið, miðað við gamla veginn.  Virkar eins og byggðin norðan megin við Nýbýlaveginn sé ofan í lægð eftir þessar framkvæmdir.

Til að komast af Nýbýlaveginnum inná Kringlumýrarbrautina, á móts við Skeljabraut, þarf núna að aka yfir malbikaðan hól sem þarna er kominn og þar að leiðandi niður brekku til að halda áfram í vesturbæ Kópavogs, en kannski eiga þeir eftir að breyta þessu!

En fyrirtækin sem eru sunnan við Nýbýlaveginn mega una glöð við sitt. Mér sýnist að nú séu allt í einu komin stór bílastæði þar.  

En hvað um það, mér finnst þetta eitt stórt klúður eins og þetta lítur út í dag.   Vonandi læra bæjaryfirvöld af þessum mistökum og láti ekki framkvæmdaaðila valtra yfir allt og alla, bara af því að þeir eru að byggja upp hverfin. 


mbl.is Kópavogur bregst við óánægju íbúa við Lundarbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsti þjóðgarður Evrópu stofnaður

„Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs styrkir byggð allt í kringum þjóðgarðinn...." segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra þegar stofnun Vatnajökulsþjóðgarðar fór fram við formlega athöfn í Skaftafelli í dag. Errm  Gott mál, en ég spyr: er landið allt umhverfis þjóðgarðinn?  

Á svo að láta landann og aðra ferðamenn vaða yfir þjóðgarðinn á skítugum skónum?  Whistling Smile

Ég sé reyndar ekki alveg hvað þessi þjóðgarður gerir mikið gagn?   FootinMouth  Það er búið að virkja fyrir austan og byggðin sunnan jökla breytist ekkert úr þessu. 

Er þá ekki næsta skref að gera Ísland að einum stórum þjóðgarði og fá svo undanþágu til að búa hér?  Wink


mbl.is „Stór áfangi í náttúruvernd"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært hjá Jóhönnu Sigurðar

Ég tek ofan af fyrir Jóhönnu félags- og tryggingamálaráðherra en hún setti í gær að tillögu stjórnar Íbúðalánasjóðs reglur til að aðstoða þolendur náttúruhamfara með frestun eða skuldbreytingu á lánum sjóðsins.
Mér finnst hún bera af ef ég á að gefa ráðherrum prik.    Hún er sú eina sem virkilega hefur brugðist við ef einhver hópur hefur þurft virkilega á hjálp  að halda.  Lætur verkin tala.       Vonandi geta þolendur skjálftasvæðanna nýtt sér þessar reglur.   
mbl.is Aðstoð við þolendur náttúruhamfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband