Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Vantar lítið upp á

Í fréttinni kemur fram að Clinton hefur nú tryggt sér stuðning 1.780 fulltrúa á landsfundi Demókrataflokksins, en Obama 1.970, og vantar Obama lítið upp á til að hafa tryggt sér þá 2.026 sem þarf til sigurs.

Mér finnst hálf skondið að sjá fréttina svona uppsetta. Whistling  Úr því að maðurinn er með 1.970 fulltrúa á bak við sig núna, þá hlýtur honum að vanta 56.    Mér finnst 56 bara þó mikið úr því að Clinton ætlar að ekki að játa ósigur fyrir Barack. Grin

 


mbl.is Clinton berst til síðasta atkvæðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vikan og tilveran

Jæja þá er þessi vinnuvika liðin og helgin framundan.   Það hefur verið mikið að gera hjá mér í vinnunni.   Svo var stór stund hjá Guðbjörgu Arney dóttur minni en hún er stödd í Danmörku í skólaferðalagi. Vikuferð.  Mikið rosalega var daman spennt rétt áður en hún lagði af stað.  úff held að ég hafi verið farin að taka þátt í spenningnum með henni.  Smile En það gengur vel hjá henni en smá heimþrá rétt svona þegar hún er að fara að sofa en þetta er heilmikið ævintýri og krakkarnir í bekknum hennar alltaf að verða meiri og meiri vinir enda er sagt að þau fari út sem krakkar og komi heim sem heimsborgarar.   Smile   

Aðalfundur Rauða kross Íslands er á morgun og ég verð auðvitað þar (til að þvælast fyrir),  tölvumál og önnur tæknimál.   Enda var mikið að gera í dag við undirbúning og þess háttar enda er sumt sem þarf að gera strax svo allt gangi upp.  

Við feðgarnir erum heima og það er voðalega rólegt og fínt hjá okkur.  Ekki það að Guðbjörg sé einhver ólátabelgur þegar hún er heima.  Bara eitthvað svo rólegra þegar það vantar einhvern á heimilið.  Grin  Tala nú ekki um þegar ég er ekki heima, þá hafa þau það rosalega gott eða þannig.  Whistling  Tja........ rífast af og til en er það ekki háttur systkina? En geta svo ekki án hvors annars verið þess á milli?   Smile 

Vinnufélagar mínir hafa verið rosalega dugleg að hjóla í vinnunna þessa vikuna en ég reyni að sýna viðlit og tek allar beygjur á tveimur hjólum  á bílnum mínum;  alla veganna segi ég þeim það þegar þau eru að stríða mér á hjólaleysinu og leti.   Ekki skrítið að þau striði mér enda var ég manna roggnastur að plana hjólakaup í vor en keyri bara Passat ennþá. FootinMouth   Svona er þetta bara. Blush  Þykist vera voða snjall þegar ég segi þeim að það sé nú betra að hjóla í heilt ár en nokkra daga á ári.  Whistling


Will Ferrell sem Bush

Snilldarmyndband með leikaranum Will Ferrell sem Bush í umhverfismálum.


Vil ekki fjölpóst

Nei nei!  W00t   Þórunn er fylgjandi því að sett verði lög sem tryggja almenningi rétt á að hafna fjölpósti!   Cool 

Það yrði nú frábært ef hún kæmi þessu litla máli í gegn en mér hefur fundist hingað til að hún hafi verið ofurliði borin í umhverfismálum, eins og t.d.  málin í kringum fyrirhugað álveri í Helguvík.  Whistling  En hvað um það.  Ég vil ekki sjá neinn ruslpóst í mínum póstkassa.  Angry  Nógu mikið samt.  Vil helst banna hann með öllu eða það ætti að fá leyfi til að setja svo póst í póstlúgurnar.  Whistling

Ég vil senda öll þessi Devil fríblöð og auglýsingapésa til baka þaðan sem þetta kom (helst í ábyrgðarpósti).  Senda að auki reikning, því það kostar að aka þessu rusli í gámanna.    Devil Grin


mbl.is Hægt verði að hafna fjölpósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greinilega ekki sama hver er!

 Þetta er nú bara fyndið. 

Mynd af leikkonunni Lindsay Lohan, sem lögreglan tók af henni þegar hún var tekin fyrir ölvun við akstur í Los Angeles í fyrra, var birt í heilsíðuauglýsingu í bandarísku dagblaði fyrir helgina.  Police   já já Víti til varnaðarPolice  nema hvað það voru samtök veitingamann og áfengissala sem kostuðu auglýsinguna.   En þau berjast gegn lögleiðingu nýrrar tækni sem ætlað er að koma í veg fyrir að ölvað fólki geti startað bílum. (líklega verða farþegar að standa úti á meðan allsgáður ökumaður startar bílnum!!)     Samtökin vilja meina að þetta geti komið í veg fyrir að fólk geti neytt áfengis í hófi, t.d. með mat.    

Ég segi bara: Hvað er að þessum mönnum?  Shocking

Í auglýsingunni er texti sem segir að þessi tækni væri góð fyrir Lohan, en slæm fyrir flesta aðra.

Lohan hefur sennilega aldrei keypt mat né vín hjá þessum mönnum og því sé þetta gott fyrir hana en aðrir sem ráfa inná veitingastaði og sötra rautt eða bjór mega keyra heim eftir matinn.     

Þetta er nú meiri tvískinnungshátturinn. Smile


mbl.is Lögreglumynd af Lohan notuð í auglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband