Fimm ára reglan röng

Ég er sammála Árna Sigfússyni bæjarstjóra í Reykjanesbæ um að margir stjórnendur hjá ríkinu þurfi að hugsa sér til hreyfings ef farið verður auglýsa störf yfirmanna hjá ríkinu á fimm ára fresti.  Hver vill vinna undir svoleiðis tilskipunum og reglu?   Kannski endar þetta með því að það verði að auglýsa öll störf yfirmanna hjá ríkinu alltaf þegar ný ríkisstjórn tekur við?   Nei takk.   Núna held ég að dómsmálaráðherra hafi gert mistök í leiknum við Jóhann R. Benediktsson.   Það verður gaman að sjá þessu framfylgt í náinni framtíð.    
mbl.is Jóhann er toppmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mistök? Dómsmálaráðherra fór eftir lögum. Jóhann veit hvernig lögin eru og átti að sækja um aftur í staðinn fyrir að væla eins og lítill grís.

Hannes Valur (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 14:27

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hannes Valur ?   Það er rétt hjá þér, hann er að fara eftir lögum en ætlar hann að auglýsa öll embætti laus til umsóknar á fimm ára fresti hér eftir?  Að mínu mati er ráðherra í raun að gefa frat í núverandi lögreglustjóra með því að auglýsa embættið með þessum hætti.  Löglegt en siðlaust.  

Marinó Már Marinósson, 25.9.2008 kl. 14:57

3 identicon

Ég ætla ekki að verja hann eða sjálfstæðisflokkinn útí rauðann dauðann eins og margir hægri menn gera. Ég er hægri maður en ekki Sjálfstæðismaður. Ég er fullkomnlega sammála þér að þetta var að hluta til siðlaust sem hann gerði, en svo veit maður ekki hvort og hvenær ráðuneytið (eða önnur ráðuneyti) hefur augýst önnur störf (ég hef ekki kynnt mér það) sem hafa farið lítið fyrir sér (vegna þess að viðkomandi embættismaður sótti aftur um og hélt starfinu). Það er ýmislegt sem þarf að athuga og skoða áður en Björn er stimplaður einræðisherra að mínu mati.

Málið er bara að flestir sem tjá sig um pólitík eru lítið inni í málunum og tjá sig á persónulegum forsendum frekar en fræðilegum eða þekkingarlegum...

Hannes Valur (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 15:05

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sammála.    Ég ætla alls ekki að fara að persónugera Björn og alls ekki stimpla hann sem einræðisherra.  Mér hefur hann einmitt verið búin að ígrunda málin vel áður en hann ákveður eitthvað en ég er bara ekki sammála honum núna.  Það er bara fínt að fólk tjái sig um málefni er varða alla, hvort sem það er af persónulegum, fræðilegum eða þekkingarlegum forsendum.  Á meðan menn óvirða engan, þá er í fínu lagi að hafa skoðanir á hlutunum.  Björn Bj.  hefur yfirleitt svarað allri gagnrýni á málefnalegan hátt. Hann hefur bara ekki sannfært mig um að þetta sé rétt í stöðunni. 

Ef á að fara að auglýsa laus störf núna, burtséð hvort einhver sitji í embættinu, þá eigi bara að hafa fyrirvara á svona aðgerðum og láta jafnt yfir alla ganga. 

Auðvitað á þetta tiltekna mál eftir að jafna sig eins og öll önnur mál. 

Marinó Már Marinósson, 25.9.2008 kl. 15:33

5 Smámynd: corvus corax

Það er ýmislegt sem þarf að athuga og skoða áður en Björn er stimplaður einræðisherra að mati Hannesar Vals. Hið skondna er að allur stjórnsýsluferill Björns Bjarnasonar er með slíkum endemum og öll þjóðin löngu búin að athuga og skoða þá gerræðislegu gerninga svo mikið að hann ber nafnbótina einræðisherra (ég mundi segja gerræðisherra) með rentu. Aðra eins eiginhagsmuna-, ættingja-, vina- og flokksfélagaþjónkun sem BB hefur gert sig sekan um er ekki hægt að heimfæra á nokkurn annan stjórnmálamann nema ef vera skyldi Ceaucescu gerræðis- og einræðisherra Oddsson.

corvus corax, 25.9.2008 kl. 15:56

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég tek ekki undir svona fullyrðingu og finnst lágmark að þú skrifir undir nafni.  Það er voða auðvelt að úthúða mönnum ef menn þora að geta á sér heimildir.  

Marinó Már Marinósson, 25.9.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband