Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Fuglasöngur þagnar aftur í Fossvogsdal

Enn og aftur var vaðið af stað of snemma í Fossvogsdalinn til að slá gras. Crying   Ég segi þetta af því að enn liggja fuglar á hreiðrum og því leitt að sjá slátturvélarnar vaða yfir svæðið í gær þar sem mófuglar verpa.

Í fyrra var sami háttur hafður á og það má segja að fuglasöngurinn hafi þagnað í dalnum eftir það.

Sama gerist núna í ár, sýnist mér.    

Ætla að senda Kópavogsbæ línu og biðja menn þar á bæ að hafa þetta í huga framvegis. 

Hjóladagar hjólalíf

Jæja,  nú er hjóladögum að ljúka.   Þið vitið, Hjólað í vinnunna.    Ég hef verið frekar duglegur og hjólað alla daganna nema einn dag en þá þurfti ég að nota flugvél til að komast í og úr vinnu.  Whistling  En það telst víst ekki með.  

Ég vissi að yfirmaður minn var á nálum (svona í gríni) þegar þetta átak var í gangi.  Segjum að 50 þúsund manns rjúki til og fari að hjóla út í umferðinni óþjálfað í hjólreiðum.   Slysalaust.  

Í morgun þegar ég var að hjóla í vinnunna þá þurfti ég, sem oft áður, að beygja við blindhorn sem er svo sem ekki frásögu færandi, enda hafði oft farið þar um og oftast tekið beygjuna á ferðinni.  En í morgun ákvað ég að nánast stoppa og kíkja áður en ég skellti mér í beygjuna.  Og hvað gerðist?  Það kom hjólreiðakona á fullri ferð á móti mér.   Við rétt sluppum við hvort annað.   Hefði orðið laglegur skellur ef ég hefði brunað eins og hina daganna. Frown En endaði vel.  Hjúkket  aldrei of varlega farið.   Tounge   Nú er það hjálmur, hjólabuxur og spegill til að kíkja fyrir horn.    LoL


Get Back með George Harrison

Flestir sem hafa heyrt lagið Get Back vita að það er eftir Paul McCartney og sumir halda að það hafi verið skot á Yoko Ono.     

Hérna er þetta lag í flutningi George Harrison.  Harrison hefur trúlega flutt þetta lag þegar hann var að gera plötuna All Things Must Pass eða um árið 1974?  Svolítið öðruvísi útsetning en gaman af þessu samt. 

 


Þetta er ein besta fréttin í dag

Var að lesa um frétt á mbl.is þar sem segir frá hóp Íslendinga sem er þessa daga staddur í Palestínu í þeim tilgangi að gefa einstaklingum gervilimi sem misst hafa fæturna af völdum átaka á svæðinu undanfarin ár.   

Hópurinn gaf í dag ungum palestínskum manni gervifætur sem misst hafði báða fætur sína. Fyrst fyrir fjórum annan fótinn og í vetur seinni fótinn af völdum skriðdreka.  

Ég held að það sé ólýsanleg tilfinning að geta skyndilega gengið aftur.   Umræddur maður átti ekkert von á því að geta fengið hjálp á næstunni en kom óvænt á staðinn þar sem Íslenski hópurinn var staddur og var kominn með gervifætur og farinn að ganga eftir tveggja tíma undirbúning.  

Alltaf gaman að lesa um svona gleðilega frétt.    


mbl.is Fótalaus en kom gangandi heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvaglegt próf!

Ja hérna.   Allt er nú hægt að mæla.   Nú er það plastflöskurnar.   Nýjasta rannsóknin sýnir að þeir sem drekka úr flöskum úr pólýkarbónatplasti hafa mun hærri styrk af Bisfenól-A (BPA) í þvagi en þeir sem ekki drekka úr slíkum flöskum.   Það sem ég segi.  Lítil Kók og "pilli í brán" eru alltaf bestir.  

Er þá glerið ekki grænna en plast?


mbl.is Plastefni mælist í þvagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er bara pirraður út í engan

Þessir bretar og með fúlan forsætisráðherra í fararbroddi.     Grin

Danir eru afslappaðastir Evrópubúa samkvæmt nýrri könnun sem greint var frá í morgun. Bretar eru hins vegar uppstökkastir og reiðast oftast. 

Ítalir svekkja sig hins vegar helst á lélegum lífsgæðum sínum en lélegur matur og þjónusta á veitingastöðum pirrar Frakka mest.Svíar og Norðmenn taka það hins vegar sérlega nærri sér hæðist aðrir að heimalöndum þeirra.

Hvað hefðu Íslendingar sagt ef þeir hefðu verið með?    Smile 


mbl.is Bretar styggastir Evrópubúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband