Færsluflokkur: Dægurmál

Pæling í lok febrúar

Já ég er hérna ennþá. cool 

Jæja nú fer að styttast í vorkomuna enda held ég að að sé bara í fínu lagi.   Veturinn hefur verið hálf leiðinlegur.   Sveiflur í veðurfarinu hafa verið með eindæmum.  Samt hafa höfuðborgarbúar sloppið vel hvað varðar mjög mikla ófærð. 

Hellisheiðin hefur verið óvenjulega oft lokuð í vetur en ég held að skýringin á því, að hluta, sé vegna þess að vegurinn yfir heiðina er nánast ekkert upphækkaður.   Það liggur við að segja að hann sé niðurgrafinn á köflum.   Enda má aldrei blása, þá er heiðin nánast lokuð um leið. 

Hækka veginn um 1-2 metra sem fyrst.    cool 

 

Hin ástæðan fyrir væntingum fyrir góðu vori er sú að nú ætla ég í víking á bítlaslóðir í fyrsta sinn.   Erindið er að sjá æskustöðvar þeirra félaga í Liverpool.   Fyrir bítlaáhugamann eins og mig verður þetta mikil upplifun og kannski tilefni til skrifa um þá hérna á þessu ágæta bloggi sem ég hef verið alltof latur að nota.  Bítlaferð til London bíður betri tíma.    foot-in-mouth

 


Nú er útlitið hvítt!

Það er orðið langt síðan ég skrifaði síðast. En nú er tilefni til að skrifa um veðrið. Er það ekki alltaf umræðuefni á Íslandi hvort sem er? Í morgun var alhvítt úti en samt 3 stiga hiti. Aumingja fuglarnir; þeir voru hálf ruglaðir enda á ekki að vera svona veður í byrjun maí. Við verðum sjálfsagt búin að geyma þessu eftir þrja daga þegar sólin og hitinn í jörðu verður búin að bræða þennan snjó í burtu.

Það má því segja að útlitið sé núna hvítt! Smile 

01052011 snjór MM

 


Endurskinsmerkin

Hvar eru glitmerkin? Endurskinsmerkin!    

Ég hef undanfarið hamrað á krökkunum mínum að nota endurskinsmerkin.   Þetta hefst allt með nöldrinu.   Smile

Því miður er alltof mikið um að krakkar noti ekki merkin. Woundering  Ég hef ekið fram á krakka sem sjást mjög illa.  Það bætir ekki úr skák að það virðist vera í tísku að klæðast dökkum fötum. Ninja   

Ef krakki er án endurskins þá sér ökumaður hann ekki fyrr en hann er komin í ca.  25 metra fjarlægð. (Kannski sést hann alltof seint) 

En ef krakkinn notar endurskinsmerki þá sést hann mun fyrr eða í ca. 125 metra fjarlægð.  Svo munar miklu að hafa merkið neðarlega t.d. á ökklanum.  

En því miður eru þessi merki alltof dýr. Ég er á þeirri skoðun að þau eigi að vera ókeypis fyrir alla.  Tryggingafélög ættu að gefa öllum sínum viðskiptavinum merki.       ´

Gerum merkin kúl.


Ný tækifæri á lóninu við Kárahnjúka?

Ég skellti mér um daginn í smá ferð inn að Kárahnjúkum og skoðaði mannvirkin þar og hið nýja lón sem þar er að myndast.  Þegar ég sá þetta stóra stöðuvatn þá varð mér hugsað til frænda míns Hrafns á Hallormsstað.    

Í bókinni "Hrafn á Hallormsstað og lífið í krinum hann" eftir Ármann Halldórsson talar Hrafn eða Krummi eins og hann var alltaf kallaður af vinum, um LSD og ferðamannaiðnað á virkjunarsvæðinu.

LSD Lang Stærsti Draumurinn var það oft kallað þegar verið var að ræða um stórvirkjun í Fljótsdal árið 1970 en þá stóð til að virkja Eyjabakka með því að gera stíflu þvert yfir Norðurdal milli Eyjabakka utan til og Snæfellsness en á Eyjabökkum er einstakt gróðurlendi. Sem betur fer var fallið frá þeirri hugmynd. Held að tæknin (tæknileysið) hafi komið í veg fyrir þessa hugmynd.  Ef af hefði orðið þá hefði myndast stórt stöðuvatn álíka stórt og Þingvallavatn sem hefði náð inn að Eyjabakkajökli.  Eyjabakkar eru að mínu mati mun mikilvægari fyrir bæði gæs og hreindýr en þar sem Kárahnjúkalónið er í dag.

Krummi eins og Hrafn var alltaf kallaður sá fyrir sér mikla möguleika í ferðamannageiranum þarna með tilkomu stöðuvatnsins (Eyjabakkalón).

Hann sá fyrir sér "......skýjaborgir um atvinnuveg þarna innfrá að mannvirkinu loknu, þ.e. ferðamannaþjónustu á heimsmælikvarða".   Hann sá fyrir sér sundlaug við Hafursfell.  Hann vildi sjá ferjuskip á Eyjabakkalóni sem siglir inn að jökli að sumarlagi svo eitthvað sé nefnt. Hrafn var mikill náttúruunnandi og var öllum stundum inná heiðum Norðan jökuls.

Þegar ég kom að nýja stöðuvatninu á dögunum, norðan við Kárahnjúka þá sá ég á stundinni að þarna var komið tækifærið sem Krummi var að tala um.  

Það er ekkert svart og hvítt í náttúruvernd.   Ég hef stutt þessa virkjun og tel hana mikilvæga fyrir Austfirðinga sem og aðra landsmenn.  Það á að notfæra sér þessa virkjun og vegi í tengslum við ferðamannaiðnaðinn. En auðvitað hefur miklu verið fórnað og ég veit að margir eru sárir út í þessar framkvæmdir Woundering en ég tel réttlætanlegt að nýta öll tækifæri sem eru til staðar og þetta er ein leið til þess.

Á nýja lóninu innan við Kárahnjúka hefur myndast ný eyja. Sjá myndir

Legg til að nýja lónið verði látið heita í höfuðið á Hrafni Smile

Nú er bara að sjá hvort ekki verði keypt ferja á lónið og byggt svona eitt stykki hótel? SmileHrafnsey?Hrafnsey2?


Að vera á móti en samt sammála

Það er hálf undarleg afstaða hjá Samfylkingunni að sitja hjá þegar Ragnar Bjarnason söngvar var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur. 

Ég spyr: Er núna allt í einu hægt að vera sammála öllu með því að sitja hjá?

Eða er hægt að vera á móti með því að sitja hjá?

Er hægt að vera alveg sama um allt með því að sitja hjá?

Gat Samfylkingin ekki bara samþykkt Ragnar sem borgarlistamann, þennan flotta listamann sem hefur staðist alla tísku tónlistar og síðan mótmælt vinnubrögðum meirihlutans?  Frekar velja þeir að að reyna að túlka hjásetu sem samþykkt.


mbl.is Samfylking sat hjá við útnefningu borgarlistamanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju konur

Í dag er kvennréttindadagurinn. Óska öllum konum til hamingju með daginn. 

Það eru aðeins 92 ár síðan konur fengu kosningarétt og það voru aðeins konur sem voru orðnar 40 ára og eldri sem fengu kosningarétt en það var 19. júní árið 1915 sem danski konungurinn staðfesti kosningarrétt kvenna. Með því urðu íslenskar konur þær fyrstu í heimi til að fá almennan kosningarrétt og kjörgengi.

Því miður er enn langt í land hvað varðar jafnrétti kynja í heiminum í dag.

Áfram konur  


17. júní

Gleðilega hátíð. 

Fastur liður hjá Kópavogsbæ á 17. júní er að brassbönd Skólahljómsveitar Kópavogs ekur um bæinn á pallbíl og spilar fyrir bæjarbúa. Þetta er skemmtilegur siður og kemur öllum í gott skap. Mjög margir rjúka út að glugga eða út á hlað til að njóta tónlistarinnar.  Reyndar fannst mér þeir keyra full hratt um hverfið þetta árið. Smile

 


Getur verið hættulegt að vera tillitssamur í umferðinni?

Á brúnni við Bústaðaveg á móts við Kringlumýrarbraut eru alltof tíðir árekstrar. Þrátt fyrir að þarna séu mislæg gatnamót þyrfti að bæta við beygjuljósum til að fyrirbyggja þær hættur sem orsaka langflesta árekstra á þessum stað. 

Þeir sem aka austur Bústaðaveginn og ætla að beygja til vinstri í áttina að Kringlunni þekkja þetta vandamál. Oft hef ég séð góðviljaða bílstjóra á vinstri akrein sem eru á leið til Kópavogs ætla að gefa þeim sem bíða, eftir að komast yfir vegin, tækifæri að skjótast þvert yfir Bústaðaveginn í áttina að Kringlunni.  Þetta gerist oft á álagstímum.

Þá gleymist eða þá að menn athuga ekki að á hægri akrein koma bílar á fullri ferð á leiðinni vestur Bústaðaveginn í átt að miðborginni. Þeir lenda á þeim sem aka þvert yfir í veg fyrir þá, en sáu þá ekki koma vegna þess að bílarnir á vinstri akrein (þeir sem eru á leið í Kópavoginn) hindra sýn.  

Með tiltölulega litlum tilkostnaði eða breytingum væri hægt að minnka verulega þessa hættu sem þarna skapast daglega, ekki síst á álagstímum. Tryggingafélögin mættu fjárfesta í umferðarljósum á þetta götuhorn til forvarnarstarfs.

Sjálfur íhuga ég stundum hvort ég eigi að velja aðra leið, þó ég þyrfti starfsins vegna að fara þarna um daglega. Woundering Sérstaklega á álagstímum.

 Svo á það að vera sjálfsagður hlutur að gefa öðrum vegfarendum tækifæri að komast leiðar sinnar en þarna getur það hefnt sín.  


Sauðburður og tófan

Sá áðan í fréttum að tófa hefur lagst á nýfædd lömb.  Þar var sagt að nú þegar sé búið að skjóta 8 tófur á svæðinu en drápin á lömbum stoppa ekki.  Það er því greinilegt hér er dýrbítur á ferð sem veldur þessum óskunda.  Sært eða gamalt dýr.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband