Fćrsluflokkur: Tónlist

There will NEVER be a Beatles reunion

"There will NEVER be a Beatles reunion, because two of the members of the band have since passed... And NO ONE could, or should try to replace them... End of.... x"   segir Julian Lennon á Facebook síđu sinni. Punktur
mbl.is Bítlar á ÓL?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Frábćrir góđgerđartónleikar hjá Jethro Tull

 Skellti mér á góđgerđartónleika í gćrkvöldi hjá Jethro Tull í Háskólabíó.   Allur ágóđi af tónleikunum og aukatónleikum rann til fjölskyldna Vildarbarna og Fjölskylduhjálpar Íslands.  

Ég var mjög spenntur fyrir ţessum tónleikum og ţađ má svo sannarlega segja ađ ţeir hafi ekki valdiđ mér vonbrigđum.   Ţeir byrjuđu međ ţví ađ Andersson sjálfur kom fram og kynnti Ragnheiđi Gröndal og hljómsveit.   Ţađ var bara forsmekkurinn af ţví sem koma skildi.   Frábćr söngkona Ragnheiđur.  

Síđan kom sjálfur Ian Andresson ásamt hljómsveit og skemmti áhorfendum í tvo tíma.   Ţađ sem kallinn er hress.  Hann hljóp um sviđiđ eins og unglingur og blés ekki úr nös og bara rétt sextíu og tveggja.  Ađ vísu var hann ekki í ballettbuxunum en svartar gallabuxur dugđu. hehe.   En hann er ótrúlega flottur spilari, bćđi á gítar og flautuna.   Ţađ er hreint unun ađ sjá ţessa fullkomnu blöndu spilamennsku, gleđi og sviđsframkomu.   Röddin er enn í fínu lagi ţó svo ađ hann nái kannski ekki efstu tónum en hann lagđi alltaf lagiđ svo ţađ hentađi honum og fyrir áhorfendur var ţetta bara augnakonfekt ţar sem hann tyllti sér á tćr og lyfti sér upp í efstu tónunum.  

Ian er klókur tónlistarmađur sem heldur sér á jörđinni.  Er vel ađ sér í málum ţar sem hann kemur.  Hann sagđist hafa kynnt sér íslenska tónlist og finnst margt í gangi hér.   Einhversstađar las ég ađ honum ţóknađist betur ţađ sem stelpurnar vćru ađ gera í tónlistinni en strákarnir.  Held reyndar ađ ţađ sé mikiđ til í ţví.  Hvađ um ţađ en hann valdi ađ bjóđa ţremur stelpum ađ spila međ sér.   Ragnheiđur Gröndal hitađi upp.  Síđan kom ungur fiđluleikari Unnur Birna, fram međ félögum og lék í nokkrum lögum ţeirra.   Dísa söng tvö frumsamin lög og annađ í félagi viđ Andrersson.   Meiriháttar flott.   

 tull_003.jpg

Ég fann á netinu ađ gítarleikarinn, Florian Opahle , sem er ţýskur, sé ađ leysa Martin Barre af vegna veikinda. Ţessi ungi gítarleikari var ótrúlega góđur. Allt sólóiđ hrikalega smart.  Ţeir Florian og Ian eru búnir ađ vinna saman síđan 2003.   Sama má segja um hina í bandinu; Dave Goodier bassaleikari ( búinn ađ spila međ Ian síđan 2002), John O Hara, hljómborđsleikari (byrjađi ađ spila međ Ian 2003) en ég fann ekkert um Mark Mondesir sem er gestatrommari í bandinu.  Allir spiluđu ţeir óađfinnanlega.  

Ţessir tónleikar voru ađ mínu viti skemmtilegir og persónulegir.  Runnu af stađ rólega og alltaf gaman ađ hlusta á Andersson spjalla inn á milli laga og gera grín af sér og félögum sínum í léttum dúr.   Ég er ekki viss um ađ allir sem voru í salnum hafi áttađ sig á hvílík gođsögn ţarna var ađ spila en börnunum mínum ţótti ţessir tónleikar skemmtilegir.  

Ef ég ćtti ađ setja út á eitthvađ ţá er ţađ helst ađ Háskólabíó verđur seint taliđ til tónlistarhúsa.   Einn ókosturinn er ađ ţađ er ekki pláss fyrir hljóđmeistarann út í sal og hann varđ ţví ađ vera til hliđar á sviđinu.  Fyrir vikiđ heyrir hann ekki tónlistina eins og áhorfendur.  Mér fannst heyrast of mikiđ í bassatrommunni en of lítiđ í bassaleikaranum.  Ég var búinn ađ hlakka til ađ hlusta á hann ţví bassaspiliđ í flestum Jethro Tull lögum er djassađur og frekar flókinn.  

En ţessir tónleikar voru hreint út sagt frábćrir og góđ skemmtun.  

Nćst vil ég sjá Ian Andersson međ Sinfóníusveit Íslands.   Cool

 


Fallegt

Frábćrt lag og myndin ekki síđri  svona fyrir svefninn

Uppruni: www.youtube.com
Shot by: http://jonrawlinson.com The music is "Please don't go" by Barcelona. PLEASE BUY THIS SONG ON iTUNES: http://bit.ly/1zAVu Barcelona's website: http://www.myspace.com/barcelona Follow me on Twitter ...

 


Get Back međ George Harrison

Flestir sem hafa heyrt lagiđ Get Back vita ađ ţađ er eftir Paul McCartney og sumir halda ađ ţađ hafi veriđ skot á Yoko Ono.     

Hérna er ţetta lag í flutningi George Harrison.  Harrison hefur trúlega flutt ţetta lag ţegar hann var ađ gera plötuna All Things Must Pass eđa um áriđ 1974?  Svolítiđ öđruvísi útsetning en gaman af ţessu samt. 

 


Trompetleikarinn í Penny Lane

Hérna sjáiđ ţiđ David Mason, trompetleikarinn í Bítlalaginu Penny Lane,  segja frá hvernig Paul McCartney fékk hann til ađ spila á Piccolo Trompetinn í laginu.   En Paul heyrđi hann spila í  tónverkinu Brandenborgarkonsertinn eftir Bach međ Enska dómkórnum.   Paul samdi laglínuna undir áhrifum frá ţessu verki.

Sólóiđ spilađi David síđan fyrir Bítlanna 17. janúar 1967 í Abbey Road hljóđverinu.  

Ţiđ leiđréttiđ mig bara ef ţetta er ekki alveg rétt hjá mér.  Smile 

 

 


Paul og Ringo

 

Nýjasta frá Paul Mc og Ringo.  Á styrktartónleikum David Lynch Foundation - 4.04.09

Óttalega er nú Hringur kallinn slappur hehe 

 

 


Eivör Páls frábćr

Merkilegt nokk, en ég fć bara aldrei nóg af Eivör frá Fćreyjum. InLove  Sá hana í Kastljósi í gćrkvöldi og hún var bara hreint út sagt frábćr. 

Eivör Pálsdóttir er ţessa daganna stödd á landinu en hún ćtlar ađ halda tónleikaröđ hér á nćstu dögum.   Hvet alla til ađ sjá hana.   


Ringo og Paul saman á sviđi á ný

Ţeir Paul McCartney og Ringo Starr, ćtla ađ koma saman fram á tónleikum í New York 4. apríl.  

Samkvćmt fréttinni munu ţeir Paul og Ringo taka saman ađ minnsta kosti eitt lag.   

Ţađ er nú varla hćgt ađ spila minna en eitt lag.  Whistling   Kannski hálft?  Smile

Eftir ţví sem ég veit best, ţá spiluđu ţeir síđast saman á minningartónleikum um George Harrison ţann 29. nóvember áriđ 2002. Sjá hér ađ neđan.  

 


mbl.is Ringo og Paul saman á sviđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Meira af John Lennon

Hérna er merkilegt viđtal sem fjórtán ára strákur ađ nafni Jerry Levitan tók viđ John Lennon en Jerry komst inn á hótelherbergi Johns er hann var staddur í Toronto í Kanada áriđ 1969.  Ađ sjálfsögđu var rćtt um friđarbođskap og á hann líka vel viđ í dag.  Ţess má geta ađ ţetta myndband var nýlega sett á netiđ.  

Til gamans má geta ţess ađ í ćvisögu Erics Clapton kemur fram hans hliđ á tónleikum međ Lennon í Toronto (trúlega á sama tíma og ţetta viđtal á sér stađ?) en honum var ekki skemmt ţegar Lennon yfirgaf bandiđ strax eftir tónleikanna og skildi ţá farlausa eftir í borginni.   Hvet alla til ađ lesa bók Claptons. 

 

 


Rafverk Bítlanna

Paul McCartney segir ađ kominn sé tími til ađ tilraunaupptaka sem Bítlarnir gerđu áriđ 1967 fái ađ hljóma fyrir allra eyrum. Verkiđ heitir „Carnival of Light“ (Ljósahátíđ) og tekur 14 mínútur í flutningi.

Ţetta mun hafa veriđ 5. janúar 1967 sem ţeir fluttu ţetta í EMI stúdíoinu í London en ţeir voru ađ vinna í laginu "Penny Lane" bćđi 4. og 6. jan.  Ţannig ađ ţeir hafa tekiđ smá pásu frá plötugerđ sinni til ađ flytja ţetta rafverk.  

Ţess má geta ađ ţetta mun hafa veriđ í fyrsta sinn sem Bítlarnir hafi tekiđ upp svona tónlist ef hćgt er ađ tala um tónlist en ţarna er nćr eingöngu tilraunaverk fyrir ţá sjálfa og ekki hafi átt nota á neina plötu.   Verkiđ er í raun eftir Paul.  John notađi svipađa tilraun í Revolution 9 sem var gefin út í lok árs 1968.   Ţarna er um ađ rćđa alls konar rafhljóđ, trommur, hljómar úr orgeli, vatnshljóđ og svo framkalla ţeir Paul og John alls konar hljóđ.    Orđin "Are you alright?" og "Barcelona!"  hljóma oft í ţessu verki.   Ţađ verđur gaman ađ hlusta á ţetta ef ţađ verđur gefiđ út.  Eitthvađ fyrir ađdáendur ţeirra.   Sem betur fer er enn til fullt af óútgefnu efni frá Bítlunum.   


mbl.is Óţekkt tilraunaverk Bítlanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband