Færsluflokkur: Lífstíll
Segwaybíll já takk
9.4.2009 | 12:23
Þarna er græjan mætt sem maður þyrfti að eiga.
Hef prófað Segway og sú græja er snilld.
Hinn fullkomni borgarbíll? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ljósmyndir frá Gunnari B. komnar inn
5.4.2009 | 10:39
Bætti inn myndasíðu frá Gunnari B Ólafs ljósmyndara á Reyðarfirði inn á hlekkinn Reyðarfjörður hér fyrir neðan.
Enn fremur hópur Gönguferðir.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stöðumælasektir
22.3.2009 | 16:56
Stöðumælasektir!
Ætli hann hafi aldrei verið með klink í vasanum? Eða var það kannski lenska að fá allt að láni? Spyr sá sem ekki veit.
Newcastle með kröfu í bú Baugs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Koffín og börn
22.3.2009 | 11:33
Skuggaleg niðurstaða ef þetta er rétt. Gestaprófessor við Háskólann í Reykjavík, dr. Jack James, segir ýmsar samlíkingar vera milli markaðssetningar koffíniðnaðarins á drykkjum sínum og þekktrar hegðunar tóbaksfyrirtækja.
Markhópurinn sé greinilega börnin okkar og unglingar, þar sem það hefur orðið algjör sprenging í framleiðslu koffíndrykkja fyrir ungt fólk, hvort sem það er gos eða orkudrykkir og jafnvel koffínpillur.
Það sé beinlínis gefið í skyn í auglýsingum að þú getir orðið einhvers konar ofurmanneskja með því að neyta þeirra.
Jæja, best að fá sér smá vatnssopa.
Koffín fyrir krakka? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjólað og hjólað
27.2.2009 | 22:24
Jæja, ég hef verið voða duglegur að hjóla eftir að ég eignaðist nýja hjólið. Keypti mér meira segja hjólabuxur og setti nagladekk undir hjólið svo ég kæmist eitthvað í hálkunni.
Það hefur verið hálf fyndið á læðast í vinnuna í þröngum buxum. Enda tvisvar búið að flauta á mig þegar ég hef verið að læðast yfir gatnamótin svona snemma dags.
Í morgun var snjókoma þegar ég arkaði af stað. Ég hugsaði með mér hvort þetta væri nú ekki full langt gengið? Bíllinn heima í hlaði og ég með vinnufötin í bakpokanum og kappklæddur fyrir vetrarferð. En þegar ég kom í vinnuna, þá var ég voða ánægður með dugnaðinn og meira segja ákveðinn í að hjóla aftur heim að vinnudegi loknum. Enda lít ég fyrir að vera algjört nörd með hjólagleraugun.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýja hjólið mitt
12.2.2009 | 18:13
Haldið þið ekki að ég hafi keypt mér reiðhjól í dag. Trek 6500 og að sjálfsögðu voru nagladekk sett undir gripinn. Nú skal haldið af stað á hjólastíganna.
Við förum ekkert að minnast á hvað hjólið kostaði.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Smá fjallganga í kuldanum
5.2.2009 | 20:24
Skellti mér í fjallgöngu í dag. Geggjað veður en hrikalega var nú kalt. Svitinn fraus í augnhárunum og skegginu. Búin að fara á stafagöngunámskeið og nýtti mér auðvitað þá tækni í dag.
Hrikalega var ég nú montinn af þessu öllu enda þolið að koma til baka hjá mér. Nú er bara að bæta við og byggja upp í rólegheitum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nú er úti veður gott
31.1.2009 | 12:35
Nú er lag að skella sér út t.d. á skíði eða í göngu. Ekki það að ég elski snjóinn neitt en verður maður ekki bara að gera gott úr þessu og njóta eins og kusan kemur á borðið.
Ætla að setja undir mig Telemarkskíðin og rölta smá. óje.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gangur lífsins
23.1.2009 | 17:00
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hlauparar fljótir að skrá sig
10.1.2009 | 13:56
Þeir hafa hlaupið til. Kannski er þetta fyrsti leggurinn í hlaupinu?
Hlauparar fljótir að skrá sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)