Færsluflokkur: Lífstíll

Lífið er mikils virði

Af hverju sjá sumir ekki hversu mikils virði lífið er fyrr en þeir lenda í áfalli eða verða fyrir einhverju?  

Nú get ég alla veganna spurt svona. Smile  Kannski er ég að verða eins og "krúttkynslóðin". Whistling   Vil taka afstöðu áður en það er of seint.  


Ferðalag

Alltaf þegar ég fer í ferðalag þá skil ég við eins og ég vil koma að aftur.  Það auðveldar svo margt.   Heart

 


Að vera með fæturna á jörðinni

 

Það er sko í lagi að horfa á stjörnunar en mundu bara að hafa fæturna á jörðinni.     Whistling   

 


Val

Að hafa val

Er lífið ekki eins og seglskip í vindi? Öll siglum við á ská á móti vindinum eða undan vindi.   Fáir sigla beint á móti.  (Nema þeir sem kaupa sér rándýra mótorbáta) Smile

Svo er þetta með að hafa tvær leiðir að velja og kannski báðar slæmar.   Manni langar alltaf að velja þá leið sem aldrei hefur verið valin áður.  

Mín speki dagsins.  Whistling 


Dagbókin segir

Dagbókin segir í dag:

Bros frá þér getur fært einhverjum hamingju, jafnvel þótt 
viðkomandi líki ekki við þig.

Ef þér finnst heimurinn hafa snúist gegn þér, líttu þá tilbaka 

Mundu alltaf eftir hrósinu sem þú færð.   Það kostar ekkert að gefa hrós.


Mohandas K. Gandhi:

Forgiveness is choosing to love. It is the first skill of self-giving love.
 


Kreppujeppar

Fór í búð í dag sem er svo sem ekkert merkilegt.   Jú, það voru allir að kaupa jólavörur, nema ég.  Ég var bara að kaupa sokka og vettlinga fyrir drenginn sem er að fara í skólaferðalag í næstu viku.

  En það sem mér þótti merkilegt var að ég sá fyrir utan búðina nokkra kreppujeppa sem allir voru auglýstir til sölu.   Það kreppir víða að því miður.  


Göngutúr

Við feðgin fórum í góðan göngutúr í dag.  Veðrið lék við okkur eins og flest alla landsmenn.     Krafturinn er að koma hjá mér og ég er farinn að halda ansi góðum hraða þó ég segi frá sjálfur.    Mér reiknaðist svo út að ég hafi brennt af mér 290 kaloríum en það segir mér svo sem ekki mikið.   En gott að svitna smá.     Get ekki beðið eftir því að fara að hjóla enda er planið að kaupa gott hjól og vígbúast nagladekkjum.  

Ólafur Stefánsson

Var að hlusta á viðtalið við Ólaf Stefánsson handboltamann og heimspeking í þættinum Sunnudagskvöld með Evu Maríu áðan.   Þetta var hreint út sagt frábært viðtal.  Þessi maður er bara einstakur karakter og fær mann virkilega til að hugsa.   Það ætti að ráða hann á stundinni hingað heim til að stappa jákvæðum hugsunum í þjóðarsálina.  Smile  Tala nú ekki um hugmyndir hans um skólamál.  

Það er allt hægt. 


Veljum íslenskt

Hafi einhvern tíma verið nauðsynlegt að velja íslenskt, þá á það svo sannarlega við í dag.    Ég hvet alla sem lesa þetta blogg að velja nær eingöngu íslenskar vörur, hvort sem þær eru af náttúru hendi eða unnar vörur.   Allt skiptir máli ef það er hægt að velja á milli.   Veljum íslenskt grænmeti, mjólkurvörur ofl.   Þannig hjálpum við hvort öðru upp úr þessum öldudal.     Verum meira saman og sinnum börnunum.  Svo kostar ekkert að brosa.  

Meira hvað maður er hátíðlegur.    Smile


Konur v Karlar

Mátti til með að setja inn þessa teiknimynd sem fjallar á spaugilegan hátt hvernig karlar og konur framkvæma hlutina á sinn hátt.  Bara brosa og hafa gaman af.     Smile

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband