Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Vorið nálgast með komu farfugla

Sá inn á heimasíðunni fuglar.is að það voru að koma álftir til landsins í gær og einnig er skúmurinn mættur á Breiðamerkursand.   Þannig að það er skemmtilegur tími fyrir fuglaáhugafólk framundan.    

Móðgaður út í krumma

Ég er hálf fúll út í krumma. Pouty Tók mig til og fór út með matarafganga til að færa honum.   Reyndar gerði ég það í skjóli myrkurs svo allir íbúar svæðisins yrðu ekki varir við þetta.     Var alveg sannfærður um að  hrafninn myndi sko nota sitt langa nef til að finna kræsingarnar.   Cool

Svo kom næsti dagur og ég út í glugga. W00t Viti menn krummi kom og flaug yfir án þess að líta niður, hvað þá til hliðar og ég sem hélt að þeir myndi sko renna beint á lyktina.  Devil

Eins og ég var nú búinn að hæla þessum fuglum í gegnum tíðina.   Kannski ætti ég að læða svona einum hákarlabita með svo þeir fái almennilega lykt?   Whistling

En ég ætla sko ekki að gefast upp.   Næst fæ ég mér bara flagg til að sýna þeim hvar þeir geti matast næst.  Whistling

Alltaf er nú samt gaman að horfa á krumma leika listir í loftinu.  


Mun finnast olía undir Borgarfirði eystra?

Merkileg frétt sem ég las í Austurglugganum   og  Svæðisútvarpinu á Austurlandi í dag. 

Þar kemur fram sú tilgáta að hugsanlega nái flekinn sem geymir olíu á Drekasvæðinu inn undir Borgarfjörð eystra!

Olgeir Sigmarssonar hefur stundað rannóknir á fjallinu Hvítserk í Borgarfirði eystra sem sýna að þar er að finna zirkon-kristalla sem eru mörg hundruð milljón ára gamlir og því mun eldri en annað berg sem myndar Ísland.

Ekki bara það að þetta styðji þá kenningu að þarna sé huganlega olía undir þurru landi heldur er Hvítserkur þá líka elsta fjallið á Íslandi ef þetta reynist rétt. 

Ef rétt reynist þá er ekki eftir neinu að bíða.   Stefnum á rannsóknir strax á morgun.  


Hvað þýðir að segja okkur þetta fyrst núna?

Eitt skil ég ekki.   Af hverju er verið að segja okkur fyrst núna að svifryk hafi farið yfir heilsuverndarmörk á sunnudaginn vegna mengunar frá meginlandi Evrópu? 

Að vísu er loft í Reykjavík í dag hreint, sem er gott.   Væri ekki nær að senda út viðvörun um leið og hennar verður vart svo það væri hægt að halda börnunum inni?  Bara spyr, eða þannig.   Whistling  


mbl.is Svifryk yfir heilsuverndarmörkum á sunnudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það ætti að friða helsingja

Nú þegar veiðitímabilið á grágæs og heiðargæs er að hefjast þá finnst mér að veiðimenn ættu að forðast að skjóta helsingja. Það má að vísu ekki veiða þá fyrr en 25. september.   Blesgæs er alfriðuð og það ætti líka að alfriða helsingjann.   Ástæðan fyrir þessari skoðun minni er sú að stór hluti stofnsins er geldfugl og mikil afföll unga á hverju ári.       Stofninn er um 35.000 sem er ekki stór stofn.

Barnacle goose (Branta leucopsis).
[Credits : Linnea Samila]

mynd sótt af http://www.britannica.com/


mbl.is Gæsaveiðitímabilið að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að rekja slóð eða fela

Ja hérna.   Það væri nú eftir öðru. Slóðameistarar á ferð.  Nú væri gott að hafa Crocodile Dundie með í för.   

Hérna er myndband sem náðist af ísbirninum í gær, þar sem hann var að fela förin eftir sig við Hveravelli, þegar hann frétti að verið væri að leita af sér.  LoL

 

 


mbl.is Leit að hálendisbirni heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru fleiri dýr á lífi?

Nú er spurningin hvort ekki fleiri dýr einhversstaðar á vappi þarna fyrir norðan?  

Leitt hvernig þetta fór í dag og eitthvað hefur þetta kostað.   En ég segi bara: Eins gott að ekki varð stórslys áður en dýrið fannst.    En hvernig komu dýrin til landsins og hve lengi ætli þau séu búin að vera hér á landi? Hvenær var ísinn síðast hér við land?

Hvað ætli Árni Finns og félagar segi við þessu núna?   Whistling


mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er heyið verkað?

Var að horfa á  og lesa fréttina um bændur í Eyjafirði sem  hafa tekið upp nýstárlegar, en jafnframt gamaldags, aðferðir við að verka hey.  (Hefði alltaf átt að gerast bóndi því ég hef svo gaman af öllu þessu tengt).  Whistling  FootinMouth  

Annað hvort er ég svona utan við mig varðandi þessa frétt eða það hefur gleymst að taka fram tilganginn með fréttinni; ég sá aldrei nákvæmlega hver breytingin var í fréttinni varðandi verkunina?  

Jú... þeir saxa heyið og keyra því í hauga en hvernig geyma þeir það ef rúlluplastið heyrir brátt sögunni til?   Vissulega frábært að menn leiti leiða til að gera reksturinn hagkvæmari.


mbl.is Nýjungagjarnir bændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsti þjóðgarður Evrópu stofnaður

„Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs styrkir byggð allt í kringum þjóðgarðinn...." segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra þegar stofnun Vatnajökulsþjóðgarðar fór fram við formlega athöfn í Skaftafelli í dag. Errm  Gott mál, en ég spyr: er landið allt umhverfis þjóðgarðinn?  

Á svo að láta landann og aðra ferðamenn vaða yfir þjóðgarðinn á skítugum skónum?  Whistling Smile

Ég sé reyndar ekki alveg hvað þessi þjóðgarður gerir mikið gagn?   FootinMouth  Það er búið að virkja fyrir austan og byggðin sunnan jökla breytist ekkert úr þessu. 

Er þá ekki næsta skref að gera Ísland að einum stórum þjóðgarði og fá svo undanþágu til að búa hér?  Wink


mbl.is „Stór áfangi í náttúruvernd"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ef?

Það er alltaf gott að vera gáfaður eftir á.  En það er líka gott að vera skynsamur.  Hvað ef þeir hefðu misst sjónar af bangsa?  

Ekki veit ég hvað þokan var mikil þar sem ísbjörnin var en ég hefði ekki viljað mæta honum ef ég hefði verið þarna í fjallgöngu. Það er sko á hreinu.

Kannski hefði mátt doka smá og meta hvort skynsamlegast væri að reyna að svæfa hann með agni eða byssu.   Alltaf sorglegt að þurfa að drepa dýr sem eru í útrýmingarhættu.

En ég skil þessa menn sem felldu dýrið í gær.   Var ekki hálfur bærinn mættur á svæðið til að horfa á?   Það segir mér svo hugur að ísbjörninn hafi verið langsoltinn, nema það hafi drepið hesta þarna í nágrenninu?  Það mun koma í ljós við krufningu.

Mér skilst að fólk hafi verið búið að vera á þessum slóðum við að veiða silung í vatni ekki langt frá þeim stað þar sem dýrið var drepið í gær.   

En það er gott til þess að vita að nú sé ljóst að dýraverndunarsamtök séu tilbúin að kosta til nokkrum milljónum til að flytja Ísbjörn til norður Grænlands eða Svalbarða ef svona gerist aftur.  Sem er bara fínt.    En þá verða að vera til græjur til að svæfa dýrin um leið og vart verður við þau.

En ég hefði ekki tekið sjensinn á að láta dýrið fara úr augsýn ef ég hefði stjórnað aðgerðum.    Þeir voru ekki með nein deyfilyf á staðnum og því ekki margt í stöðunni.   Ef svona dýr gengur á land hér á landi þá má og á að skjóta hann en ef það er á ís við landið þá er það friðað.  Ísbirnir hafa alltaf verið álitnir hættulegir mönnum og það hefur ekkert breyst.  Íslendingar kunna ekki að umgangast þessi dýr og því eru þau hættuleg okkur.


mbl.is „Harma ísbjarnardrápið"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband