Mun finnast olía undir Borgarfirði eystra?

Merkileg frétt sem ég las í Austurglugganum   og  Svæðisútvarpinu á Austurlandi í dag. 

Þar kemur fram sú tilgáta að hugsanlega nái flekinn sem geymir olíu á Drekasvæðinu inn undir Borgarfjörð eystra!

Olgeir Sigmarssonar hefur stundað rannóknir á fjallinu Hvítserk í Borgarfirði eystra sem sýna að þar er að finna zirkon-kristalla sem eru mörg hundruð milljón ára gamlir og því mun eldri en annað berg sem myndar Ísland.

Ekki bara það að þetta styðji þá kenningu að þarna sé huganlega olía undir þurru landi heldur er Hvítserkur þá líka elsta fjallið á Íslandi ef þetta reynist rétt. 

Ef rétt reynist þá er ekki eftir neinu að bíða.   Stefnum á rannsóknir strax á morgun.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 20.11.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

.....ég á alveg eftir að skoða Borgarfjörð eystri áður en olía finnst þar.....

Hrönn Sigurðardóttir, 21.11.2008 kl. 00:10

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Borgarfjörður eystri er yndislegur staður og fólkið þar alveg yndislegt.   Nú er bara að mæta á næstu Bræðslutónleika að ári.        

Marinó Már Marinósson, 21.11.2008 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband