Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Slapp í gegnum síu Moggans

Ég er ekki viss um að nýji ritstjórinn á Morgunblaðinu hafi verið mjög kátur í dag þegar hann uppgötvaði að umrædd mynd hafi ratað á útsíðu Moggans í dag.  Devil   Blaðinu barst nefnilega mynd Þar sem kría sat á kollinum á álft einni.  Ég hafði meira segja aldrei séð svona áður. Whistling  Smile   Kannski var þetta fyrsta ákvörðun ritstjórans unga varðandi mynd á forsíðu blaðsins?   Whistling


mbl.is Plastálftir vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætluðu Bandaríkin að kaupa Ísland árið 1870?

Það er sagt að bestu kaup veraldar fyrr og síðar hafi átt sér stað þegar Bandaríkjamenn keyptu Alaska af Rússum árið 1867 fyrir aðeins 7,2 milljón dollara.  Á þeim tíma voru þessi kaup álitin hin mestu ruglkaup enda Alaska bara auðn sem enginn hafði áhuga á.

Ég man eftir því að hafa lesið grein í Lesbók Morgunblaðsins um þetta mál þegar ég var ungur. Ég var þá staddur í bókaherbergi afa míns og var að fletta gömlum blöðum sem hann átti og rak augun í grein eftir íslenskan mann sem var að skrifa um kaup Bandaríkjamanna á Alaska.  Svo fór ég að rifja upp að í þessari sömu grein (að mig minnir) hafi komið fram að Benjamín nokkur (man ekki seinna nafnið) hefði samið skýrslu þar sem fram kom hugmynd um að Bandaríkin myndu kaupa bæði Ísland og Grænland af Dönum en sem betur fer náði það ekki fram að ganga.   Þar var sagt að kaupin á Alaska hafi verið of stór biti, enda 7 milljón dollarar miklir peningar í þá daga, svo hugmyndin um kaup á öðru einskynsmannslandi var snarlega mokað út af skrifborðinu.

Þegar ég var í Seattle 1984 þá heyrði  ég þá kenningu að Alaska hefði bara verið keypt til að gera Bretum lífið leitt en Bretar stýrðu Kanada á þessum tíma og voru nýbúnir að tapa stríðinu í Bandaríkjunum og það hafi pirrað suma í USA að vita af Bretunum þarna rétt norðan við landamærin.  Whistling

Ekki í fyrsta sinn sem litlu mátti muna að Ísland eignaðist nýjan húsbónda því það er vitað að Bretar veltu fyrir sér að hernema landið í byrjun 19 aldar þegar þeir voru í Napoleonsstríðinu við Frakka af því að Danir stóðu með Frökkum.  

En í dag er staðan önnur og má kannski velta því fyrir sér hver staðan væri í heiminum í dag ef kaupin á Alaska hefðu ekki orðið að veruleika.   Kannski hefur Alaska reddað landinu út úr olíukreppunni (fyrri) þegar olíuleiðslan var lögð þvert yfir fylkið til að anna eftirspurn Bandaríkjamanna!  Var ekki í fréttum núna um daginn að Bush vildi ólmur fara í nýjar olíulindir þarna norðurfrá og leggja aðra leiðslu þvert yfir Alaska svo þeir verði ekki eins háðir olíunni í Miðausturlöndum? 

Það má kannski segja að Rússar hafi gert heiminum ómeðvitaðan greiða með því að selja Alaska!  Hvað hefði gerst ef Rússarnir hefðu ekki selt?  Ég held að þá væri t.d. hasarinn í Arabaríkjunum enn meiri og olíuverð mun hærra. Þetta er jú forðabúr Bandaríkjanna í vissum skilningi. Wink

Það skal tekið fram, að þetta eru bara vangaveltur hjá mér og ekki nákvæm frásögn. Það væri gaman að grafa upp þessa grein til að segja nánar frá eða hafa link inn á, ef hún er til á netinu. 


Heimilisstörfin bæta geðheilsuna

 "Að taka rækilega til hendinni við heimilisstörfin bætir ekki bara umhverfi fólks það bætir einnig geðheilsuna".    Samkvæmt breskri könnun þarf ekki nema 20 mínútur á viku.    

Ekki veit ég hvernig komið væri fyrir mér ef ég tæki ekki til af og til.  Reyndar sér dóttirin um að halda öllu í röð og reglu á heimilinu enda pabbinn latur með eindæmum.   Whistling

Kannski ætti ég að taka mig á svo ég fari ekki alveg yfir um.   Vera duglegri þegar mesta skammdegið lúrir yfir manni.   Þó það sé ekki nema 5 mínútur á dag.    Tounge


mbl.is Heimilisstörfin bæta geðheilsuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oddaflug

Jæja, nú finnst mér vorið vera komið.  Sá fyrstu gæsirnar á þessu ári koma í oddaflugi inn yfir Reykjavík núna í kvöld  um kl. 21.   Þarna var um  stóran gæsahóp að ræða.  Hafa örugglega verið yfir hundrað gæsir.  Þar sem þær komu fljúgandi úr suðri yfir höfuðborgarsvæðið, þá geri ég ráð fyrir að þær hafi komið upp að landinu við Reykjanes. Hafa trúlega eitthvað borið af leið vegna vindátta.  Þær flugu hátt yfir og sveigðu svo upp í Mosfellsdalinn. Það má reikna með að þær hafi verið búnar að vera á stanslausu flugi í ca 30- 40 tíma, frá því að þær lögðu af stað frá Bretlandseyjum.   

Algengast er að farfuglar komi fyrst upp að landinu á svæðinu frá Lóni og suður í Vík en vindáttir bera þá oft af leið.


Fuglalíf í miðbænum

Ég þurfti að skreppa niður Laugaveginn nú í kvöld en umferðin var óvenjulega mikil og gekk seint. Það kom í ljós af hverju svo var.   Neðst á Laugaveginum var ungur smyrill að gæða sér á dauðum fugli á gangstéttinni og það var ekkert sem haggaði honum enda stoppuðu allir til að horfa á aðfarirnar og það í niðamyrki.

Ég hef oft og mörgum sinnum séð bæði smyril og fálka veiða og matast og undrast alltaf hversu gæfir þessir fuglar eru við "matarborðið".    Það var engin undantekning á í kvöld.  Fólk var alveg ofan í honum en fuglinn hélt áfram að éta eins og ekkert væri.   

 Ég man alltaf eftir frásögn sem afi minn á Reyðarfirði sagði mér þegar ég var ungur. Afi var einu sinni að vinna við húsbyggingu og sér þá hvar rjúpa kemur svífandi að húsinu og stingur sér inn um kjallaraglugga og rétt á eftir henni kemur fálki.   Fálkinn sest í gluggasylluna og starir á rjúpuna sem hnipraði sig saman undir tjörupappa sem var inn í herberginu.  Afi sagðist hafa gengið að fálkanum og gripið utan um hann en fálkinn tók varla eftir því, svo fast starði hann á rjúpuna.   Svo þegar honum var sleppt stuttu síðar þá ætlaði hann aftur að setjast í gluggann en áttaði sig og flaug í burtu.


Stöðugleikastýring

Hver kannast ekki við vandamál að halda sjónauka stöðugum þegar horft er fríhendis úr honum.  Whistling

Rakst á þessa síðu.  www.skyandtelescope.com/howto/diy  

Bino-Frame-pivoting

Flott fyrir mig.  Grin


Hlaupársdagur

Ap, jún, sept, nóv þrjátíu hver,
einn til hinir kjósa sér.
Febrúar tvenna fjórtán ber
frekar einn þá hlaupár er.

Afi minn, Einar Guðmundsson frá Skáleyjum í Breiðafirði, átti afmæli á þessum degi, en hann var fæddur 29. febrúar árið 1888.   

Það er fín grein hjá bloggvini mínum honum Ágústi H. Bjarnasyni um þennan merkilega dag.

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/

Einnig fann ég aðra síðu um þennan dag:

http://skorungurinn.blogspot.com/2008/02/hlauprsdagur.html


Heimaslóðir

Rakst á þessa mynd á netinu og varð að deila henni með ykkur.

 Veit ekki hvort augl. hér til hægri truflar en hvað um það. Angry Sjáið hvað lofthjúpurinn er lítill!   

 

Njótið og skoðið. 

 

Ekki snerta.  susssssh  Tounge

 

 

 

 

 

earth

 


Smá fróðleikur um fugla

Það virðast allir vera að skrifa um sirkusinn í stjórnmálum þessa daganna. Pinch

Þá er bara að skrifa um eitthvað annað eins og t.d. fugla.  Whistling

Ég hef alltaf haft gaman að fuglum.  

Ef þið hafið áhuga að sjá hvar Starrinn á náttstað hér á höfuðborgarsvæðinu þá get ég sagt ykkur hvar hann heldur til þegar fer að skyggja.     Best er að fara niður í Fossvogsdalinn fyrir neðan Landspítala háskólasjúkrahús. Það er hægt að aka af Bústaðaveginum niður Eyrarland og til vinstri inn Fossvogsveg og leggja bílnum fyrir ofan skógræktina þar.   

Best er að vera komin fyrir ljósaskiptin og til að sjá þegar fuglinn kemur í flokkum inn á svæðið.  Mjög gaman að sjá þetta.  Einnig gaman að hlusta á fuglinn þarna seint á kvöldin.

Bendi hér á skemmtilega heimasíðu. Félag fuglaáhugamanna Hornafirði. http://www.fuglar.is/

Þar er hægt að lesa um far- eða flækingsfugla sem sést hafa hér á landi í vetur.

Þess má geta að heiðlóa hefur sést undanfarið í Sandgerði og á milli 50-60 grágæsir hafa sést við Höfn í Hornafirði svo eitthvað sé nefnt.


67 ár frá Petsamoför afa með Esju

Í dag eru 67 ár liðin frá því að strandferðaskipið Esja fór til Petsamo í Norður-Finnlandi til að sækja 258 Íslendina sem höfðu orðið fastir í Danmörku i upphafi seinni heimstyrjaldarinnar. Í dag er Petsamo rússnesk borg. Ég held að þetta sé eina borgin í Finnlandi sem bandamenn gerðu loftárás í stríðinu.

Ástæðan fyrir því að ég er skrifa um þessa ferð Esju er sú að afi minn, Einar Guðmundsson frá Skáleyjum f. 29.2.1888 d. 24.1.1975, var í áhöfn hennar á þessum árum.  

Þetta þótti hin mesta glæfraför á þeim tíma þó svo að bæði bresk og þýsk hernaðaryfirvöld hefðu gefið henni fararleyfi.   Ferðin hófst í Reykjavík  föstudaginn 20. september 1940 og lauk með heimkomu þriðjudaginn 15. október 1940.  

Mikið gekk á á leiðinni heim.  Esjan var hertekin af þýskum herflugvélum sem skipuðu áhöfn til að sigla skipinu til Þrándheims í Noregi.  Þar þurfti skipið að vera í fjóra daga áður en það fékk að halda áfram.  Þegar Esjan var lögð  aftur af stað þá hertóku Bretar skipið og skipuðu áhöfninni að sigla því niður til Skotlands. Þeir hafa trúlega haldið að um borð væru þýskir njósnarar eftir að skipið hafði verið hertekið af Þjóðuverjum  En að lokum eftir að hafa legið í höfn í Skotlandi fékk það heimild til að halda áfram og kom til Reykjavíkur 15. október 1940 við mikinn fögnuð ættingja og í raun allra Íslendinga sem höfðu fylgst með ferðinni milli vonar og ótta.  Ferðin tók alls 25 daga.  

Þegar ég var lítill þá þótti mér alltaf mjög gaman að fara til afa og ömmu niður í Ásbyrgi og fá að skoða heiðurspeninginn sem afi fékk frá ríkisstjórninni fyrir þessa ferð. 

Það þótti í raun stórmerkilegt að Íslendingum skildi takast að semja við báða stríðsaðila um að leyfa íslendingum á erlendri grundu að fara heim á þessum tíma.    

Velta má fyrir sér nokkrum atriðum:

Af hverju varð að byrja heimferðina í Norður-Finnlandi en ekki t.d. í Stokkhólmi?

Svo er gaman að velta því fyrir sér afhverju skipið var hertekið af báðum aðilum. 

Er hugsanlegt að Bretar hafi ætlað sér að láta Þjóðverja sökkva skipinu þegar það sigldi meðfram ströndum Noregs og ætlað sér að notfæra sér það í áróðursskyni?

Kannski má líka segja að á sama tíma hafi Þjóðverjar ekki þorað að ráðast á það af sömu sökum?

Af hverju var Esja látin liggja í höfn í Skotlandi án þess að nokkur væri yfirheyrður?

Ég las einhversstaðar að það hafi verið einkennilegur svipur á hernámsaðilum í Reykjavík morguninn þegar Esja birtist skyndilega í Reykjavík.

Hún fékk ekki að leggjast strax að bryggju þar sem yfirheyra átti alla farþega áður en þeir fengju að fara í land og það var ekki fyrr en að ríkisstjórnin skarst í leikinn að Esju var hleypt að bryggju. 

Upplýsingar sóttar hér og þar og frásagnir að austan og vangaveltur mínar.

 

   Mynd frá Petsamo 1940

Smá fróðleikur um aðra björgun í Petsamo í ágúst 1940:

American Refugee Ship in Port

After a rough voyage the U.S. refugee ship "American Legion," which left Petsamo, in Finland on August 16, arrived safely in New York harbour on August 28. Among her 900 passengers she carried the Crown Princess of Norway and her three children, and a number of American diplomatists, including' Mrs. Borden Harriman, U.S. Minister to Norway. Germany had done her best to make propaganda out of this rescue mission, denouncing the voyage as "wanton" and as "criminal folly," and predicting certain destruction of the ship. While in the danger zone life belts were worn the whole time except during eating and sleeping, the number of look-outs was doubled, and constant lifeboat drills were held. On the last 500 miles two American destroyers provided an escort in honour of Princess Martha, and to indicate that the exiled Royal family are still recognized as the rulers of Norway.
http://www.war44.com/forum/1940-short-news/261-september-1940-news-reports.html

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband