Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Ekki benda á mig!
31.1.2009 | 21:40
Ætli þetta verði þannig í kosningum í vor að frammararnir vilji sverja af sér þessa ca. 83 daga ef illa fer?
Kannski meta þeir það svo að það sé betra að vera ekki um borð í skipinu ef illa fer, en þess í stað hanga á lunningunni og stökkva í sjóinn fyrstir og segja; Ekki benda á mig.
Bara smá vangaveltur um að vera með eða ekki með.
![]() |
Framsókn ver nýja stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú er úti veður gott
31.1.2009 | 12:35
Nú er lag að skella sér út t.d. á skíði eða í göngu. Ekki það að ég elski snjóinn neitt en verður maður ekki bara að gera gott úr þessu og njóta eins og kusan kemur á borðið.
Ætla að setja undir mig Telemarkskíðin og rölta smá. óje.
Segir þetta ekki allt sem segja þarf?
31.1.2009 | 12:30
Það að skoskir sjómenn vonist til að Ísland gangi í ESB sem allra fyrst segir allt sem segja þarf að mínu mati. Ætli hrægammarnir í Evrópu bíði ekki eftir að komast á miðin hér við land og veiða upp kvótann okkar? Það verður alla veganna ekki samþykkt að við fáum inngöngu í ESB og um leið verði skipting veiðiheimilda óbreyttar. En hins vegar getur sérfræðiþekking Íslendinga á sjávarútvegi hugsanlega bætt fiskveiðistefnu ESB.
Það er alltaf að koma betur í ljós hví ESB menn ljá máls á því að við gætum hugsanlega komist inn um bakdyrnar hjá ESB. Eftir miklu er að slægjast í auðlyndir í sjónum og orku hér við land, en við getum átt okkur sjálf að öðru leyti.
..og hver er skiptimyntin okkar? Fiskur, orka og gígkantískar skuldir, eða með öðrum orðum; Hvað hvíla miklar skuldir á bílnum?
Innganga í ESB afskrifar ekki skuldirnar eins og sumir virðast halda.
![]() |
Skoskir sjómenn vilja að Ísland gangi í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggheimur yfir strikið?
25.1.2009 | 14:57
Þessa daganna hefur mér fundist fólk fara hamförum á blogginu og sumir hverjir eru virkilega dónalegir. Furðulegt að sjá fullorðið fólk í siðmenntuðu þjóðfélagi detta niður á það plan sem jaðrar við að sé villimennska.
Mér finnst þetta sérstaklega áberandi hjá þeim sem koma inn í bloggið sem gestir og þora ekki að gera grein fyrir sér. Þeir eru ónærgætnir í orðavali og oft verulega dónalegir. Halda að þeir komist upp með að svívirða allt og alla, bara af því að þeir eru ekki með bloggsíðu.
Vil bara segja: Bloggsíðan mín er ekki vettvangur til að skrifa óhróður og skítkast út í allt og alla.
Menn mega vera ósammála mér í skoðunum en það verður að gæta þess hvað menn láta út úr sér. Sjálfur á ég börn og er sífellt að brýna fyrir þeim að orð geta skaðað.
Gangur lífsins
23.1.2009 | 17:00

Jólin nálgast
19.12.2008 | 01:19
Jæja, þá nálgast jólin. já já ennþá tími fyrir ykkur að klára jólainnkaup og allt það. Annars eru ótrúlega margir búnir að skreyta nú þegar jólatréð.
Í þetta sinn ætla ég og krakkarnir austur á land og njóta jólanna með foreldrum mínum að þessu sinni. Ætla að lána húsið á meðan, svo blómin verða í góðum höndum. Ætla að njóta þess að halda áfram að gera ekki neitt nema að vera ekki fyrir neinum. Reyna að lesa góða bók, vera duglegur að hreyfa mig og gera eitthvað gott. Jú og reyna að sinna einhverju andlegu líka.
Stefni að því að byrja að vinna að nýju eftir áramótin eftir langt frí ef allt gengur upp.
Vonandi komið þið til með að eiga góða stund um vinum og vandamönnum, hvar sem þið verðið stödd um hátíðarnar.
Þó það séu enn fimm dagar til jóla þegar þetta er skrifað þá óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og þakka ykkur fyrir stundirnar hér á blogginu.
Næstu skref á blogginu verða bara að koma í ljós síðar.
Gleðileg jól
Nóg komið
11.12.2008 | 00:05

Minningar
10.12.2008 | 09:32
Enn held ég áfram að spuklera út í loftið.
Ég held að við getum ekki breytt minningum en við gætum breytt þýðingunni sem það liðna hefur boðið okkur.
Myndlist
9.12.2008 | 15:44
Það sem mér finnst svo heillandi við myndlist er að hún lifir í núinu og hún lifir áfram eins og góð bók. Hver og einn upplifir hana á sinn hátt eins og lífið sjálft.
Lífið er mikils virði
8.12.2008 | 21:35
Af hverju sjá sumir ekki hversu mikils virði lífið er fyrr en þeir lenda í áfalli eða verða fyrir einhverju?
Nú get ég alla veganna spurt svona. Kannski er ég að verða eins og "krúttkynslóðin".
Vil taka afstöðu áður en það er of seint.