Segir þetta ekki allt sem segja þarf?

Það að skoskir sjómenn vonist til að Ísland gangi í ESB sem allra fyrst segir allt sem segja þarf að mínu mati.      Ætli hrægammarnir í Evrópu bíði ekki eftir að komast á miðin hér við land og veiða upp kvótann okkar?  Angry  Það verður alla veganna ekki samþykkt að við fáum inngöngu í ESB og um leið verði skipting veiðiheimilda óbreyttar.   En hins vegar getur sérfræðiþekking Íslendinga á sjávarútvegi hugsanlega bætt fiskveiðistefnu ESB.

Það er alltaf að koma betur í ljós hví ESB menn ljá máls á því að við gætum hugsanlega komist inn um bakdyrnar hjá ESB.    Eftir miklu er að slægjast í auðlyndir í sjónum og orku hér við land, en við getum átt okkur sjálf að öðru leyti.  

 ..og hver er skiptimyntin okkar?  Fiskur, orka og gígkantískar skuldir, eða með öðrum orðum; Hvað hvíla miklar skuldir á bílnum?  Smile  Blush    

Innganga í ESB afskrifar ekki skuldirnar eins og sumir virðast halda.  Pinch   


mbl.is Skoskir sjómenn vilja að Ísland gangi í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ekki það að mér sé neitt illa við Skota.    Var bara að meina almennt ESB.  

Marinó Már Marinósson, 31.1.2009 kl. 14:04

2 identicon

hér er búið að afhenda nokkrum einstaklingum öll fiskimiðin í kringum landið,þeir svo braska með óveiddan fisk,skuldsetja greinina nokkra mannsaldra fram í timann,endurnýjun útilokuð,reyndar minnst ég á það við einn hinna ungu þingmanna sjálfstæðismanna fyrir nokkru,hann sagði þetta algeran þvætting mér væri einsog öllum óhætt að kaupa hlutabréf í t.d Granda,ég benti honum á að þar með væri ég ekki byrjaður í útgerð,ég hefði nefnilega litla trú á að ég yrði gerður að skipstjóra hjá Granda,svona var nú fáfræði þingmanns sem sat í meirihluta á hinu háa alþingi.ég er búinn að vera sjómaður alla ævi og eftir að kvótinn var gerður að söluvöru og leyfð veðsetning á óveiddum fiski hefur alltaf orðið ótriggara fyrir hinn almenna sjómann að stunda þessa vinnu,því þú veist ekki hvenær útgerðarmaðurinn ætlar í sumarfrí,kaupa nýjan bíl eða taka húsið í gegn,þá þarf að selja kvótann til að fjármagna dæmið og þú situr eftir atvinnulaus-láttu mig vita það ég hef kynnst þessu margoft.svo segðu mér Marinó hver er munurinn á sægreifa sem heitir Jón,John eða Jose?

árni aðals (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 14:17

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"If Iceland applies shortly and the negotiations are rapid, Croatia and Iceland could join the EU in parallel. On Iceland, I hope I will be busier. It is one of the oldest democracies in the world and its strategic and economic positions would be an asset to the EU."

 - Olli Rehn, yfirstjórnandi stækkunarmála (útþenslustefnu) ESB

Lausleg þýðing: asset = eign. Hann er m.ö.o. að segja að stjórnunar- og efnahagsleg staða Íslands yrði eign ESB, og að hann vonist til að hafa nóg að gera við það verkefni. Yikes!

 

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2009 kl. 14:21

4 identicon

Bofs, ég held reyndar að Olli Rehn hafi ekki verið að nota orðið 'asset' í merkingunni eign, þar sem hann sagði: 'asset to', en ekki 'asset of', heldur er hann líklega að segja að 'stjórnunar- og efnahagsleg staða Íslands yrði kostur innan ESB', eða eitthvað á þá leið.

Annars er ég ekki evrópusinni, en mig langaði bara að benda fólki á þetta skemmtilega myndband varðandi þetta: http://www.youtube.com/watch?v=4Cl_7uM2n0M

Rafn (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 15:04

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Árni    Sem betur fer eru fleiri en "sægreifar" sem stunda sjóinn, eins og t.d. trillusjómenn.    

Marinó Már Marinósson, 31.1.2009 kl. 18:21

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Í fyrsta lagi er til eitthvað sem kallað er kvótahopp og engan veginn hefur verið komið í veg fyrir innan Evrópusambandsins. Í annan stað er reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar, sem sögð er eiga að tryggja Íslendingum allan kvóta við Ísland ef til inngöngu í sambandið kæmi byggt á veiðireynslu, aðeins tímabundin ráðstöfun út frá byggðasjónarmiðum sem allt er opið á að verði breytt þegar aðstæður þykja réttar. Í þriðja lagi skiptir þó mestu að yfirstjórn, og þá um leið yfirráð, yfir sjávarútvegsmálum okkar Íslendinga (eins og flestum öðrum málum okkar) færðust til Evrópusambandsins við inngöngu í það og það verður einfaldlega aldrei hægt að samþykkja.

Hjörtur J. Guðmundsson, 31.1.2009 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband