Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Ferðalag

Alltaf þegar ég fer í ferðalag þá skil ég við eins og ég vil koma að aftur.  Það auðveldar svo margt.   Heart

 


Að vera með fæturna á jörðinni

 

Það er sko í lagi að horfa á stjörnunar en mundu bara að hafa fæturna á jörðinni.     Whistling   

 


Stjórnmál

Það versta við stjórnmál er að þeir sem kunna í raun að stjórna eru uppteknir í öðru, t.d.  á sjónum,  klippa hár,  sinna sjúklingum og við kennslu.

 

 


Val

Að hafa val

Er lífið ekki eins og seglskip í vindi? Öll siglum við á ská á móti vindinum eða undan vindi.   Fáir sigla beint á móti.  (Nema þeir sem kaupa sér rándýra mótorbáta) Smile

Svo er þetta með að hafa tvær leiðir að velja og kannski báðar slæmar.   Manni langar alltaf að velja þá leið sem aldrei hefur verið valin áður.  

Mín speki dagsins.  Whistling 


Dagbókin segir

Dagbókin segir í dag:

Bros frá þér getur fært einhverjum hamingju, jafnvel þótt 
viðkomandi líki ekki við þig.

Ef þér finnst heimurinn hafa snúist gegn þér, líttu þá tilbaka 

Mundu alltaf eftir hrósinu sem þú færð.   Það kostar ekkert að gefa hrós.


Mohandas K. Gandhi:

Forgiveness is choosing to love. It is the first skill of self-giving love.
 


Fullveldisdagurinn 1. desember

Í dag er 1. desember og Fullveldisdagur okkar Íslendinga.   Þegar ég var krakki þá var alltaf gefið frí í skólanum á þessum degi en við spáðum ekkert sérstaklega af hverju verið var að gefa okkur frí.  En það er ekki að marka enda ég yfirmáta latur í skólanum. Blush Það var svo þegar amma sýndi mér skírnarvottorðið hennar frá kónginum, að ég áttaði mig á allt í einu hve stutt var síðan Danir höfðu stjórnað hér.  Það þurfti auðvitað að vera eitthvað nærtækt til að vekja áhugann. Smile Hvað er eitt fullveldi á milli vina?   LoL

Árið 1918 þegar þjóðin varð fullvalda hafði gengið á ýmsu þetta ár þegar sambandslögin tóku gildi og við höfðum áfram danskan konung.    Þetta ár gaus Katla og eyddi bæjum á Suðurlandi. Veturinn 1917-1918 var sá kaldasti í manna minnum og hefur gengið undir nafninu frostaveturinn mikli. Það var meira en Katla sem gaus á þessu ári.  Spánska veikin herjaði um landið þennan vetur. Var það skæð inflúensa sem lagði mörg hundruð manns í gröfina, aðallega í Reykjavík og nágrenni.   Það má segja að fullveldinu hafi verið fagnað hljóðlega í skugga þeirra hamfara er fylgdu spánsku veikinni árið 1918.  Kannski ekkert skrítið að þjóðin hafi valið 17. júní sem þjóðhátíðardag?

Sem betur fer er ástandið núna ekkert í líkingu við það sem þjóðin þurfti að upplifa þá.  En vonandi sjáum við til sólar fljótt og endurmetum verðgildi okkar að nýju.  


Göngutúr í myrkrinu

Smá blogg fyrir kvöldið. Skellti mér út í rigningarúðann seint í kvöld eftir að hafa horft á borgarfundinn í Háskólabíó í kvöld. Mikið er nú gott að labba í hressandi haustveðrinu, já og nóvember að klárast en samt eins og það sé september.  InLove

Þó að það sé snjólaust þá er varla hægt að tala um myrkur hér á höfuðborgarsvæðinu.  Ljósin sjá til þess.  FootinMouth

Hrafninn fékk að sjálfsögðu skammtinn sinn en hann hefur notið góðs af matarafgöngum undanfarið.    

 


Páfagarður "fyrirgefur" John Lennon

"Blað, sem gefið er út í Páfagarði, hefur fyrirgefið John Lennon ummæli, sem hann lét falla fyrir rúmum fjórum áratugum, um að Bítlarnir væru vinsælli en Jesús. Í grein blaðsins er farið lofsamlegum orðum um Bítlana og sagt að Lennon hafi bara verið ungur maður að monta sig".  

Þó fyrr hefði verið.  Er það ekki hluti af kristni að fyrirgefa?  Ég hafði oft og mörgum sinnum hugsað út í þetta.  Af hverju er svona mikil heift í trúarbrögðum?  Er ekki fyrirgefning jafn nauðsynleg og kærleikur?

Þar fyrir utan þá voru í gær 40 ár frá því að Hvíta albúmið kom út og er að mínu mati meiriháttar verk hjá Bítlunum.  


mbl.is Páfagarður „fyrirgefur" Lennon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafverk Bítlanna

Paul McCartney segir að kominn sé tími til að tilraunaupptaka sem Bítlarnir gerðu árið 1967 fái að hljóma fyrir allra eyrum. Verkið heitir „Carnival of Light“ (Ljósahátíð) og tekur 14 mínútur í flutningi.

Þetta mun hafa verið 5. janúar 1967 sem þeir fluttu þetta í EMI stúdíoinu í London en þeir voru að vinna í laginu "Penny Lane" bæði 4. og 6. jan.  Þannig að þeir hafa tekið smá pásu frá plötugerð sinni til að flytja þetta rafverk.  

Þess má geta að þetta mun hafa verið í fyrsta sinn sem Bítlarnir hafi tekið upp svona tónlist ef hægt er að tala um tónlist en þarna er nær eingöngu tilraunaverk fyrir þá sjálfa og ekki hafi átt nota á neina plötu.   Verkið er í raun eftir Paul.  John notaði svipaða tilraun í Revolution 9 sem var gefin út í lok árs 1968.   Þarna er um að ræða alls konar rafhljóð, trommur, hljómar úr orgeli, vatnshljóð og svo framkalla þeir Paul og John alls konar hljóð.    Orðin "Are you alright?" og "Barcelona!"  hljóma oft í þessu verki.   Það verður gaman að hlusta á þetta ef það verður gefið út.  Eitthvað fyrir aðdáendur þeirra.   Sem betur fer er enn til fullt af óútgefnu efni frá Bítlunum.   


mbl.is Óþekkt tilraunaverk Bítlanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurlegt hlutskipti

Verð nú að segja að mér finnst þetta hálf dapurlegt hlutskipti okkar í þessari deilu.   En líklega varð að semja um þetta en þetta er algjört ippon bretum í vil.   

Fyrir mér er þetta eins og skulda mafíósum og fá lán hjá þeim til að borga þeim til baka með afarkostum.  Að Ingibjörg Sólrún og Geir skuli vera ánægð með þetta,  vitandi ekki einu sinni hve ávísunin er há sem við þurfum að borga, segir bara sitt.   úffffffff


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband