Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Ætluðu Bandaríkin að kaupa Ísland árið 1870?

Það er sagt að bestu kaup veraldar fyrr og síðar hafi átt sér stað þegar Bandaríkjamenn keyptu Alaska af Rússum árið 1867 fyrir aðeins 7,2 milljón dollara.  Á þeim tíma voru þessi kaup álitin hin mestu ruglkaup enda Alaska bara auðn sem enginn hafði áhuga á.

Ég man eftir því að hafa lesið grein í Lesbók Morgunblaðsins um þetta mál þegar ég var ungur. Ég var þá staddur í bókaherbergi afa míns og var að fletta gömlum blöðum sem hann átti og rak augun í grein eftir íslenskan mann sem var að skrifa um kaup Bandaríkjamanna á Alaska.  Svo fór ég að rifja upp að í þessari sömu grein (að mig minnir) hafi komið fram að Benjamín nokkur (man ekki seinna nafnið) hefði samið skýrslu þar sem fram kom hugmynd um að Bandaríkin myndu kaupa bæði Ísland og Grænland af Dönum en sem betur fer náði það ekki fram að ganga.   Þar var sagt að kaupin á Alaska hafi verið of stór biti, enda 7 milljón dollarar miklir peningar í þá daga, svo hugmyndin um kaup á öðru einskynsmannslandi var snarlega mokað út af skrifborðinu.

Þegar ég var í Seattle 1984 þá heyrði  ég þá kenningu að Alaska hefði bara verið keypt til að gera Bretum lífið leitt en Bretar stýrðu Kanada á þessum tíma og voru nýbúnir að tapa stríðinu í Bandaríkjunum og það hafi pirrað suma í USA að vita af Bretunum þarna rétt norðan við landamærin.  Whistling

Ekki í fyrsta sinn sem litlu mátti muna að Ísland eignaðist nýjan húsbónda því það er vitað að Bretar veltu fyrir sér að hernema landið í byrjun 19 aldar þegar þeir voru í Napoleonsstríðinu við Frakka af því að Danir stóðu með Frökkum.  

En í dag er staðan önnur og má kannski velta því fyrir sér hver staðan væri í heiminum í dag ef kaupin á Alaska hefðu ekki orðið að veruleika.   Kannski hefur Alaska reddað landinu út úr olíukreppunni (fyrri) þegar olíuleiðslan var lögð þvert yfir fylkið til að anna eftirspurn Bandaríkjamanna!  Var ekki í fréttum núna um daginn að Bush vildi ólmur fara í nýjar olíulindir þarna norðurfrá og leggja aðra leiðslu þvert yfir Alaska svo þeir verði ekki eins háðir olíunni í Miðausturlöndum? 

Það má kannski segja að Rússar hafi gert heiminum ómeðvitaðan greiða með því að selja Alaska!  Hvað hefði gerst ef Rússarnir hefðu ekki selt?  Ég held að þá væri t.d. hasarinn í Arabaríkjunum enn meiri og olíuverð mun hærra. Þetta er jú forðabúr Bandaríkjanna í vissum skilningi. Wink

Það skal tekið fram, að þetta eru bara vangaveltur hjá mér og ekki nákvæm frásögn. Það væri gaman að grafa upp þessa grein til að segja nánar frá eða hafa link inn á, ef hún er til á netinu. 


Byggingavinna í hjáverkum

Hef áður sagt frá smíðavinnunni sem ég er í hjá bróður mínum.   Í dag var stór dagur hjá okkur, því við brutum niður vegginn sem skildi að nýbygginguna og íbúðina.   Heilmikið puð en við nutum aðstoðar frá mági okkar enda sá fílefldur. Smile  Svo nú erum við farnir að sjá fyrir endan á þessu.   Næst er að klára að mála. tengja rafmangið og leggja parketið. Jú svo er smávinna eftir í bárujárninu en sú vinna er nánast búin líka. 

Ég hef reyndar ekkert komið nálægt málningunni eða rafmagninu. 

Svo það hefur verið nóg að gera,  en maður má nú ekki gleyma uppeldinu á börnunum mínum tveimur en þau hafa verið ótrúlega þolinmóð á þessum þvælingi hjá mér.  En mikið er nú gott að geta hjálpað öðrum.   

Þar sem ég er svona upptekinn út í bæ þá þyrfti ég eiginlega að kaupa mér svona eina ryksugu sem er eins og gæludýr: Whistling  Hún hreinsar húsið á meðan ég er vinnunni og fer í hleðsludallinn sinn þegar hún er svöng; nei ég meina þegar hún er að verða rafhlöðulaus.  Vandamálið er að hún kostar mange penge (að mér skilst) eða í kringum 50 þúsund krónur. Whistling  En hvað er það ef hún stendur sig vel. LoL  Hún er líka klók sem köttur því hún lærir víst hvar mestu óhreinindin voru síðast þegar hún fór yfir svæðið og hvar er óþarfi að hreinsa.  Erum við ekki eins?  Erum ekkert að hreinsa aftur og aftur þar sem er aldrei skítur.   Svo held ég líka að hún sé finn félagi fyrir köttinn.  Þannig að........... Grin 


GúrbangúlíjMalíkgúlíjevítsjBerdímúkhammedov

Nú skil ég af hverju það eru nánast aldrei sagðar fréttir frá Túrkmenistan.  Smile  Það er ekki nokkur leið fyrir fréttamenn að segja t.d. nafnið á forsetanum þeirra:    Gúrbangúlíj Malíkgúlíjevítsj Berdímúkhammedov.     Whistling

Prófið bara að láta vefþuluna segja nafnið.   Vefþulan.  


mbl.is Tímatalinu breytt í Túrkmenistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur Rós í Abbey Road Studios

Sigur Rós í Abbey Road að taka upp fimmtu plötuna.    Það er greinilega heilög stund hjá þeim sem fá að snerta hljóðfærin sem notuð voru af Bítlunum á sínum tíma. Orri Páll trommari sagði að þetta væri áhrifarík stund fyrir þá í Sigur Rós.

Gaman að sjá hvað Bítlarnir eru áhrifamiklir hjá ungum tónlistarmönnum enn í dag.    Enda bestir.  Smile 


mbl.is Sigur Rós í Abbey Road
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar

Til allra sem ég þekki, bæði vinir og vandamenn sem og allir bloggvinir.

GLEÐILEGT SUMAR OG TAKK FYRIR VETURINN InLove  ...............sem er bara búin að vera ágætur, þó það hafi verið smá snjór í vetur. En hvað er smá snjór miðað við fannfergi.  Whistling


Hver á stærstu flautuna?

Eitthvað hefur túrinn kostað út á Álftanes.    Whistling    Hvað hefur Abbas svo sem gert þeim?  Kannski verður þetta það eina sem hann talar um úr Íslandsferð sinni; hundfúlir trukkabílstjórar með mikla flautuþörf.    Smile


mbl.is Ósáttir við myndatöku lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott mamma

Það mættu fleiri taka sér þessa mömmu á Akranesi til fyrirmyndar.   Lögreglan lét foreldra ökumanns vita að kvartað hefði verið ítrekað undan hraðakstri ökumannsins en hann neitaði skargiftum í viðræðum við lögreglu.  Mamma hans gerði sér lítið fyrir og tók bílinn af kappanum.   Flott hjá lögreglunni að láta foreldranna vita. 

Því miður alltof mikið af spyrnugaurum í umferðinni. 


mbl.is Tók bílinn af syninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvíldarstaði bílstjóra

Var að lesa frétt um undanþágutillögur samgönguráðherra um hvíldarstaði bílstjóra.   Gott að skæruverkföll og verkleg-mótmæli skuli vera það eina sem virkar hér á landi,  eða þannig.  Whistling

 Hnaut um eina setningu í tillögunni:   ".....  Þá er einnig farið fram á að almennur aksturstími fram að vinnuhvíld verði 5 klukkustundir á akstursleiðinni milli Reykjavíkur og Freysness á Austurlandi, en ekki er um aðra fýsilega hvíldarstaði fyrir bílstjóra að ræða á þeirri leið."      Ekki vissi ég að það væri ekki fýsilegt að gista t.d. í Vík eða á Kirkjubæjarklaustri, nú eða á Hvolsvelli en það er kannski komin í bílstjóranna spenningur að komast heim t.d. þegar þeir nálgast Reykjavík?   Smile  Það er gott að gista í Vík.    Whistling  Smile Menn eru kannski svo hressir þegar þeir leggja af stað suðurleiðina, austur á land að þeir geta alveg keyrt í einum spretti austur í Freysnes?   

Nei, bara segi svona.  Smile   Auðvitað er gott að fá svona reglur lagaðar svo þær hennta okkur hér á Fróni.  


mbl.is Sótt um undanþágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimilisstörfin bæta geðheilsuna

 "Að taka rækilega til hendinni við heimilisstörfin bætir ekki bara umhverfi fólks það bætir einnig geðheilsuna".    Samkvæmt breskri könnun þarf ekki nema 20 mínútur á viku.    

Ekki veit ég hvernig komið væri fyrir mér ef ég tæki ekki til af og til.  Reyndar sér dóttirin um að halda öllu í röð og reglu á heimilinu enda pabbinn latur með eindæmum.   Whistling

Kannski ætti ég að taka mig á svo ég fari ekki alveg yfir um.   Vera duglegri þegar mesta skammdegið lúrir yfir manni.   Þó það sé ekki nema 5 mínútur á dag.    Tounge


mbl.is Heimilisstörfin bæta geðheilsuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oddaflug

Jæja, nú finnst mér vorið vera komið.  Sá fyrstu gæsirnar á þessu ári koma í oddaflugi inn yfir Reykjavík núna í kvöld  um kl. 21.   Þarna var um  stóran gæsahóp að ræða.  Hafa örugglega verið yfir hundrað gæsir.  Þar sem þær komu fljúgandi úr suðri yfir höfuðborgarsvæðið, þá geri ég ráð fyrir að þær hafi komið upp að landinu við Reykjanes. Hafa trúlega eitthvað borið af leið vegna vindátta.  Þær flugu hátt yfir og sveigðu svo upp í Mosfellsdalinn. Það má reikna með að þær hafi verið búnar að vera á stanslausu flugi í ca 30- 40 tíma, frá því að þær lögðu af stað frá Bretlandseyjum.   

Algengast er að farfuglar komi fyrst upp að landinu á svæðinu frá Lóni og suður í Vík en vindáttir bera þá oft af leið.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband