Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
John Lennon, Eric Clapton, Keith Richards
7.4.2008 | 18:54
Draumabandið sem spilaði bara eitt lag saman, "Yer Blues".
Tekið sennilega upp 11. desember 1968 fyrir the Rolling Stones Rock n Roll Circus?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fuglalíf í miðbænum
4.4.2008 | 23:01
Ég þurfti að skreppa niður Laugaveginn nú í kvöld en umferðin var óvenjulega mikil og gekk seint. Það kom í ljós af hverju svo var. Neðst á Laugaveginum var ungur smyrill að gæða sér á dauðum fugli á gangstéttinni og það var ekkert sem haggaði honum enda stoppuðu allir til að horfa á aðfarirnar og það í niðamyrki.
Ég hef oft og mörgum sinnum séð bæði smyril og fálka veiða og matast og undrast alltaf hversu gæfir þessir fuglar eru við "matarborðið". Það var engin undantekning á í kvöld. Fólk var alveg ofan í honum en fuglinn hélt áfram að éta eins og ekkert væri.
Ég man alltaf eftir frásögn sem afi minn á Reyðarfirði sagði mér þegar ég var ungur. Afi var einu sinni að vinna við húsbyggingu og sér þá hvar rjúpa kemur svífandi að húsinu og stingur sér inn um kjallaraglugga og rétt á eftir henni kemur fálki. Fálkinn sest í gluggasylluna og starir á rjúpuna sem hnipraði sig saman undir tjörupappa sem var inn í herberginu. Afi sagðist hafa gengið að fálkanum og gripið utan um hann en fálkinn tók varla eftir því, svo fast starði hann á rjúpuna. Svo þegar honum var sleppt stuttu síðar þá ætlaði hann aftur að setjast í gluggann en áttaði sig og flaug í burtu.
Jeppadella
3.4.2008 | 23:56
Hef stundum látið hugann reika og spáð í jeppakaup. En auðvitað er það bara tóm tjara nú á dögum, þar að auki búandi í Kópavogi, þar sem aldrei festir snjó. Ferðast í mesta lagi í vinnunna á bíl.
Þannig að ég lét bara breyta litla nýja bílnum mínum og ek nú á hálfjeppa-hálf-sparibauk.
Get kannski sýnt þessum trukkatöffurum að ég sit jafn hátt uppi og þeir.
Fyndið en kannski ekki?
3.4.2008 | 21:47
Þótt það sé að komið vor þá get ég ekki stillt mig og sett hér inn skondna mynd sem ég fann á netinu.
En ég er næstum viss um að flest öll börn sem flugu með þessari vél, hafi því miður farið að hágráta þegar þau gengu út úr henni og sáu hvernig komið var fyrir sveinka.
Hlýtur að hafa eyðilagt spennandi flug hjá þeim svona rétt fyrir jólin.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Byggjum brú yfir Sundahöfn
1.4.2008 | 16:01
Ólíklegt að Sundabraut fari í útboð í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að hafa valkost
1.4.2008 | 14:46
Rakst á heimasíðu með lista um það sem hefur mest áhrif á líf okkar. Major Life Changes
Auðvitað kostar þetta allt.
http://www.higherawareness.com/lists/major-life-changes.html
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)