Um hvíldarstaði bílstjóra

Var að lesa frétt um undanþágutillögur samgönguráðherra um hvíldarstaði bílstjóra.   Gott að skæruverkföll og verkleg-mótmæli skuli vera það eina sem virkar hér á landi,  eða þannig.  Whistling

 Hnaut um eina setningu í tillögunni:   ".....  Þá er einnig farið fram á að almennur aksturstími fram að vinnuhvíld verði 5 klukkustundir á akstursleiðinni milli Reykjavíkur og Freysness á Austurlandi, en ekki er um aðra fýsilega hvíldarstaði fyrir bílstjóra að ræða á þeirri leið."      Ekki vissi ég að það væri ekki fýsilegt að gista t.d. í Vík eða á Kirkjubæjarklaustri, nú eða á Hvolsvelli en það er kannski komin í bílstjóranna spenningur að komast heim t.d. þegar þeir nálgast Reykjavík?   Smile  Það er gott að gista í Vík.    Whistling  Smile Menn eru kannski svo hressir þegar þeir leggja af stað suðurleiðina, austur á land að þeir geta alveg keyrt í einum spretti austur í Freysnes?   

Nei, bara segi svona.  Smile   Auðvitað er gott að fá svona reglur lagaðar svo þær hennta okkur hér á Fróni.  


mbl.is Sótt um undanþágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

snilld, Freysnes er náttla aðal pleysið ! :)

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 15.4.2008 kl. 17:25

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....og enn kommenta ég á gæsafærslu...... 

Ég hef bara eitt að segja! Vitaskuld vilja allar gæsir vera hér....

En svo ég skipti mér nú af öðru.....

....af hverju ertu með svona stuttan tíma í athugasemdir?

Kveðja frá Stjórnseminnar Ráðdeild ;) 

Hrönn Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 18:47

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þóra:  Freysnes?    

Tilkynning til Stjórnseminnar Ráðdeild:      Hér með lengi ég athugasemdatímann fyrir rólegheita lesendur.     Gæti líka komið sérvel fyrir þá sem eru leeeeeeeeeeeeengi að fatta slappa brandara frá mér!!  

Marinó Már Marinósson, 16.4.2008 kl. 11:34

4 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Freysnes, þar gerast hlutirnir, Siggi á Hnappavöllum er alltaf þar :)

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 16.4.2008 kl. 15:33

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk

Sérðu hvað ég er ósvífin og kann ekki að skammast mín? Þykist ekki einu sinni fatta þegar gefið eitthvað svona er gefið í skyn.....

Ég meina - kannski hefur maður annað að gera en liggja í bloggi......

Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 23:26

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hrönn   Þetta er ekki nein ósvífni hjá þér, bara rétt ábending.      Um að gera að lesa blogg og skrifa.   Ég les þitt oft og hef gaman af.   Ég les reyndar meira en ég skrifa enda eins gott að vera ekki að skrifa oft mikið nema hafa ástæðu til.        En hugsanlega fer ég nú að taka stóra pásu hér, hver veit?

Marinó Már Marinósson, 17.4.2008 kl. 00:33

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vertu bara velkomin

Hrönn Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband