Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Frekar latur að blogga

Voða er ég latur að blogga þessa daganna.  Blush En það kemur allt. 

Hreyfi mig bara meira í staðinn.  Geng í dalnum og suður með sjó. Cool


Rjúpnaveiðar- of margir samfelldir veiðidagar!

Jæja nú fer að líða að rjúpnaveiðum.  Smile  Margir farnir að skipuleggja veiðidaganna.  Ótrúlegt hvað margir eru skipulagðir þegar kemur að veiði eða íþróttum.   Grin 

Gott að vita til þess að maður getur tekið sér frí frá fimmtudegi til sunnudags og stundað rjúpnaveiðina samfellt þessa fjóra daga í einu. Tounge  En þvi miður þá verður það til þess að atvinnuveiðimenn geta stundað áfram sína veiðihörku þar sem fjórir dagar í einu gefa mun betri árangur á veiði en t.d. tveir dagar. Bandit  

Hví ákvað ráðherra að hafa svona marga veiðidaga samfellt,  úr því að verið er reyna að stýra veiðinni og vernda stofninn? 

Hef grun um að hagsmunasamtök hér á höfuðborgarsvæðinu hafi haft áhrif á ákvörðunartöku ráðherra.  Woundering

Ég held að það hefði verið mun betra að hafa sóknardaganna fleiri og  hafa þá tvo og tvo.

Dæmi: Veiði á laugardögum og sunnudögum.  Þriðjudögum og Miðvikudögum.  

Með því að hafa tvo og tvo daga í veiði þá hefði fengist betri árangur með friðun á rjúpunni og atvinnuveiðimennska heyrt sögunni til.

Meiri sátt um friðun, samhliða því að veiða í jólamatinn fyrir okkur hin sem fara til fjalla ánægjunar vegna en ekki til að selja bráðina.

 


IPhone síminn sem margir bíða eftir

Fyrir tækjaóða eins og mig. 

Sá að þessi sími mun kosta í Svíþjóð um 3600 kr. sænskar.

eða 269 pund

Það verður gaman að sjá verðið á honum hér heima.  

Iphone er reyndar ekki með 3G en hver hefur svo sem efni að vera með 3G áskrift sem virkar bara á höfuðborgarsvæðinu hvort eð er.

 

En flottur er hann.     Sennilegast væri best að bíða eftir útgáfu no 2 en þá verður búið að laga galla sem alltaf fylgja fyrstu útgáfu.    Byrjaður að safna fyrir einum. Cool 


Vinnuferð til Svíþjóðar

Kom heim frá Svíþjóð á miðvikudag.   Því miður gleymdi ég myndavélinni en fæ kannski lánaðar myndir, til að setja inn.

Erindið var að heimsækja frændur okkar í Svíþjóð og skoða sjúkrabíla og búnað.  Allt það nýjasta;  Leiktæki. leiktæki leiktæki.

Þetta var hin besta ferð.  Alltaf gaman að koma til Svíþjóðar.  Flugum í gegnum Kaupmannahöfn og ókum yfir nýju stóru brúna sem tengir Danmörk og Svíþjóð.

Eyrarsundsbrúin sem vegtengir Danmörku og Svíþjóð.

 

Þess má geta að brúin hefur blásið nýju lífi í Málmeyjarborg sem áður fyrr var mikil skipasmíðaborg en hefur ekki verið beint lífleg síðan skipasmíðarnar lögðust af. Nú aukast umsvif enn í borginni því að Honda í Japan hefur gert Málmey að meginbækistöð sinni og innflutningshöfn fyrir Skandinavíu- og Eystrasaltslöndin.   Lengi lifa! brýr og jarðgöng.

Hvað um það, vorum að sækja sýningu og ráðstefnu um sjúkrabíla og búnað tengdum þeim í bænum Karlskrona.  Hvað annað.   Þetta var 2ja daga sýning.

Fyrri daginn fórum við að sjá björgunarsýningu

Smá úr Karlskronablaðinu:

Rök vällde ut från skolfaartyget Wartena och två besåttningsman räddade sig ner i en flotte.   Hjälp kom fran alla håll - både från land, vattnet och luften.  I går var det sjöraddningsuppvisning utanför Kungsbron.

Kannski á ég eftir að setja inn myndir hér úr ferðinni ef einhver hefur áhuga.  Woundering

 

Eitt var skrítið!   Hvar sem við komum þá sást enginn feitur maður eða þybbin kona.  Kannski voru þeir bara í felum?  Wink  Við vorum að tala um það á leiðinni að trúlega væru Svíar bara svona heilsusamlegir. Kál og ávextir í öll mál.  Við Íslendingar erum jú að drukkna í mjólkurvörum með miklum sykri.  Tala nú ekki um sælgætisátið á okkur.

 


Haustið og Hrærekur konungur

Skrapp norður til Ólafsfjarðar í dag.  Flugvélin hoppaði og skoppaði bæði á leiðinni norður og eins þegar ég kom suður.  Það er greinilegt að haustið er komið þó svo að nánast ekkert næturfrost sé komið að sögn þeirra sem hafa legið í berjamó. Rigning og kuldi og græni liturinn farin af gróðri.

 Alltaf gaman að koma til "Akureyris" sagði einhver.   Whistling

Keyrði fram hjá sveitabæ sem heitir Kálfskinni er rétt innan við Dalvík. Sagt er að þar hvíli eini konungurinn á Íslandi, Hrærekur konungur. Alltaf þegar ég hef sagt frá þessu við ferðafélaga mína þegar við eigum leið þarna um þá virðist þetta koma mörgum óvart. Cool

....Tók Guðmundur vel við Hræreki fyrir sakir konungs orðsendingar og var hann með Guðmundi vetur annan. Þá undi hann þar eigi lengur. Þá fékk Guðmundur honum vist á litlum bæ er heitir á Kálfskinni og var þar fátt hjóna. Þar var Hrærekur hinn þriðja vetur og sagði hann svo að síðan er hann lét af konungdómi, að hann hefði þar verið svo að honum hafði best þótt því að þar var hann af öllum mest metinn. Eftir um sumarið fékk Hrærekur sótt þá er hann leiddi til bana. Svo er sagt að sá einn konungur hvílir á Íslandi.  

Heimskringla eða Sögur Noregs Konunga Snorra Sturlusonar

http://lind.no/nor/index.asp?lang=&emne=&vis=s_i_olav_haraldsson3

Ekki það að ég hafi verið neitt sérstakur í sögu hér áður fyrr en það verður nú að nefna eitthvað og bæta smá við.   Smile


Frábært hjá lögreglunni

Rosalega er ég ánægður með lögregluna þessa daganna.  Police Ég bloggaði fyrir nokkru um slæmt ástand í miðbæ Reykjavíkur.  Sumir voru nú ekki par hrifnir af þessari skoðun minni; GrinWhistling að lögreglan ætti að mæta þessu ástandi í miðbænum með hörku. Cool Vildu meina að ég hefði nú ekki mikið vit á þessu. Grin

Ég heyrði í heita pottinum í gærkvöldi á tali manna þar að þeir væru rosalega ánægðir með lögguna.  Höfðu á orði að nú væri lag og Ingibjörg Sólrún ætti að senda herinn sinn, sem hún var að kalla heim frá Írak, beint niður í miðbæ í fullum skrúða. Smile(Að vísu er þetta bara ein ung kona sem gengdi stöðu upplýsingafulltrúa eða eitthvað svoleiðis).   Police

Hvað um það. Stoppum ofbeldi og flöskukast.  


Golfkennsla!

Jæja. Við feðgarnir skruppum í kvöld upp í Bása til að skjóta nokkrum boltum.  tjaaaa Það var reyndar prinsinn sem sá um að skjóta. Halo En ekki stóð á mér að gefa góð ráð. Cool Enda frægur fyrir slíkt, svo sumum finnst nóg um.  Devil hehe    Hvað?  Ég hélt að ég gæti nú sýnt honum ný trix sérstaklega eftir golfnámskeiðið sem ég fór á í síðustu viku.   Fékk bara föst skot frá honum. "pabbi heldur þú að þú kunnir allt þó svo að þú hafir fengið smá leiðsögn?  Prófaðu sjálfur"   Ég varð auðvitað að sýna honum eitt skot.  Það varð nú ekki glæsilegra en svo að blotinn rúllaði út fyrir öryggisnetið á pallinum. Blush Ég sá skítaglottið á hjónum sem höfðu fylgst með í laumi en þau voru að æfa sig á næsta bás.  Blush LoL Það var ekki mikið um leiðsögn hjá pabba eftir þetta.  En við skemmtum okkur vel. Smile Svo var veðrið mjög gott.  


Vinnuferð

Í gær fórum við starfsfélagarnir saman uppí Borgarfjörð í vinnuferð til að þjappa okkur saman og undirbúa vetrarstarfið.

Þetta var fín ferð.  Fórum á stað sem kallast Fossatún sem Steinar Berg rekur.   http://www.steinsnar.is/  Flottur matur og fín aðstaða til fundahalds. Að vísu full mikið bergmál í matsalnum.   Geggjað að hafa svona veitingastað við árbakkann og horfa á laxanna stökkva í fossinum.

Þess má geta að Kristján stjóri fór að sjálfsögðu með okkur í skoðunarferð í Norðurál mörgum til gleði en hef grun um að ansi margir hafi gerst umhverfissinnar eftir þessa ferð. GrinGrin Fróðlegt samt.  Hrikalega stór vinnustaður. 

Eftir daginn var brunað í Hvanneyri og hlustað á frábæran gestgjafa lýsa staðnum og safngripum og ljúga uppá framsóknarmenn.  T.d. var öllum kúm forðað í burtu í fyrra þegar verið var að taka nýtt fjós í notkun því von var á f.v. landbúnaðarráðherra í heimsókn.   Þessir sunnlendingar kyssa víst allar kýr.  Tounge Verst hvað lopapeysurnar voru dýrar í ullarbúðinni því ég ætlaði að kaupa eina rennda handa stelpunni. Eitt stykki verðlagt á kr. 23 þús.  Hvað er að fólki.  Grin  Svo var farið í smá sveitakeppni milli karla og kvenna.  Konurnar rúlluðu okkur upp.   En það skal tekið fram að það tók sig upp gamalt hæsi og því gat undirritaður ekki tekið þátt í aflraunum þessum.  Held að sumir hafi verið hálf tapsárir he he. Grin  Allir sælir og þreyttir er heim var komið um miðnætti.

Skrifað í miklum flýti til að halda pennanum við og bregðast ekki lesendum. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband