Rjúpnaveiðar- of margir samfelldir veiðidagar!

Jæja nú fer að líða að rjúpnaveiðum.  Smile  Margir farnir að skipuleggja veiðidaganna.  Ótrúlegt hvað margir eru skipulagðir þegar kemur að veiði eða íþróttum.   Grin 

Gott að vita til þess að maður getur tekið sér frí frá fimmtudegi til sunnudags og stundað rjúpnaveiðina samfellt þessa fjóra daga í einu. Tounge  En þvi miður þá verður það til þess að atvinnuveiðimenn geta stundað áfram sína veiðihörku þar sem fjórir dagar í einu gefa mun betri árangur á veiði en t.d. tveir dagar. Bandit  

Hví ákvað ráðherra að hafa svona marga veiðidaga samfellt,  úr því að verið er reyna að stýra veiðinni og vernda stofninn? 

Hef grun um að hagsmunasamtök hér á höfuðborgarsvæðinu hafi haft áhrif á ákvörðunartöku ráðherra.  Woundering

Ég held að það hefði verið mun betra að hafa sóknardaganna fleiri og  hafa þá tvo og tvo.

Dæmi: Veiði á laugardögum og sunnudögum.  Þriðjudögum og Miðvikudögum.  

Með því að hafa tvo og tvo daga í veiði þá hefði fengist betri árangur með friðun á rjúpunni og atvinnuveiðimennska heyrt sögunni til.

Meiri sátt um friðun, samhliða því að veiða í jólamatinn fyrir okkur hin sem fara til fjalla ánægjunar vegna en ekki til að selja bráðina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

engin jól án rjúpna.

kíki um jólin og fæ bita. svo til jóns brynjars og fæ ís.

þetta verða hin huggulegustu jól hehe

arnar valgeirsson, 24.9.2007 kl. 20:30

2 identicon

Já, þú segir nokkuð.....

Rjúpan er góð en er ekki jólamatur á mínu heimili.....þær sem veiðast eru líka hvað oftast gefnar góðum vinum sem ekki veiða sjálfir 

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 20:45

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Veit ekki hvað ég myndi gera ef ég hefði ekki rjúpu á jólum.  Ísinn og heimatilbúin sósa nauðsynleg.

Marinó Már Marinósson, 24.9.2007 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband