Vinnuferð til Svíþjóðar

Kom heim frá Svíþjóð á miðvikudag.   Því miður gleymdi ég myndavélinni en fæ kannski lánaðar myndir, til að setja inn.

Erindið var að heimsækja frændur okkar í Svíþjóð og skoða sjúkrabíla og búnað.  Allt það nýjasta;  Leiktæki. leiktæki leiktæki.

Þetta var hin besta ferð.  Alltaf gaman að koma til Svíþjóðar.  Flugum í gegnum Kaupmannahöfn og ókum yfir nýju stóru brúna sem tengir Danmörk og Svíþjóð.

Eyrarsundsbrúin sem vegtengir Danmörku og Svíþjóð.

 

Þess má geta að brúin hefur blásið nýju lífi í Málmeyjarborg sem áður fyrr var mikil skipasmíðaborg en hefur ekki verið beint lífleg síðan skipasmíðarnar lögðust af. Nú aukast umsvif enn í borginni því að Honda í Japan hefur gert Málmey að meginbækistöð sinni og innflutningshöfn fyrir Skandinavíu- og Eystrasaltslöndin.   Lengi lifa! brýr og jarðgöng.

Hvað um það, vorum að sækja sýningu og ráðstefnu um sjúkrabíla og búnað tengdum þeim í bænum Karlskrona.  Hvað annað.   Þetta var 2ja daga sýning.

Fyrri daginn fórum við að sjá björgunarsýningu

Smá úr Karlskronablaðinu:

Rök vällde ut från skolfaartyget Wartena och två besåttningsman räddade sig ner i en flotte.   Hjälp kom fran alla håll - både från land, vattnet och luften.  I går var det sjöraddningsuppvisning utanför Kungsbron.

Kannski á ég eftir að setja inn myndir hér úr ferðinni ef einhver hefur áhuga.  Woundering

 

Eitt var skrítið!   Hvar sem við komum þá sást enginn feitur maður eða þybbin kona.  Kannski voru þeir bara í felum?  Wink  Við vorum að tala um það á leiðinni að trúlega væru Svíar bara svona heilsusamlegir. Kál og ávextir í öll mál.  Við Íslendingar erum jú að drukkna í mjólkurvörum með miklum sykri.  Tala nú ekki um sælgætisátið á okkur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband