Frábært hjá lögreglunni

Rosalega er ég ánægður með lögregluna þessa daganna.  Police Ég bloggaði fyrir nokkru um slæmt ástand í miðbæ Reykjavíkur.  Sumir voru nú ekki par hrifnir af þessari skoðun minni; GrinWhistling að lögreglan ætti að mæta þessu ástandi í miðbænum með hörku. Cool Vildu meina að ég hefði nú ekki mikið vit á þessu. Grin

Ég heyrði í heita pottinum í gærkvöldi á tali manna þar að þeir væru rosalega ánægðir með lögguna.  Höfðu á orði að nú væri lag og Ingibjörg Sólrún ætti að senda herinn sinn, sem hún var að kalla heim frá Írak, beint niður í miðbæ í fullum skrúða. Smile(Að vísu er þetta bara ein ung kona sem gengdi stöðu upplýsingafulltrúa eða eitthvað svoleiðis).   Police

Hvað um það. Stoppum ofbeldi og flöskukast.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, flott framtak og þörf !!!

Ég ætla bara rétt að vona að þetta sé ekki einhver bóla og það verði einhver eftirfylgni.....finnst alltaf samt svo spúkí þegar æðstu yfirmenn æða af stað út fyrir sitt starfssvið sbr. útvarpsstjóra RÚV sem les fréttir og .....en ég ætla þeim allt gott enda flottir kallar á ferð

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 22:45

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já já þetta er óttlegt mont eða kannski eru þeir ekki með fleiri tiltæka og þurfa að hlaupa í skarið. 

Marinó Már Marinósson, 9.9.2007 kl. 23:30

3 Smámynd: Jón Brynjar Birgisson

Látið þið ekki svona. Það er náttúrulega p.r. mál hjá Stefáni Eiríkssyni að vera á staðnum þegar ,,zero tolerance" átakinu er hleypt af stokkunum.

 Þeir eiga stuðning minn allan í því að sætta sig ekki við hvers kyns subbuskap og dólgshátt og taka almennilega á því fólki sem viðhefur slíkt hátterni.

Jón Brynjar Birgisson, 10.9.2007 kl. 01:55

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

já það verður greinilega einhver að taka að sér að "aga" mannskapinn sem gengur um borg og bý... migandi og hendandi rusli....allveg með ólíkindum hvernig fólk hagar sér.........

Fanney Björg Karlsdóttir, 10.9.2007 kl. 11:31

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Svona er þetta.   Já eitt.    Ég er líka búin að heyra að það sé ekki eins mikið af rusli í miðbænum núna eftir þetta. 

Marinó Már Marinósson, 10.9.2007 kl. 17:16

6 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

...ekki skrítið... það kostar mann tíu þúsund kall ef maður hendir frá sér rusli eða kastar af sér vatni.... maður er sko ekki lengi að vinna  sér inn fyrir leðurstígvélum með því að henda rusli í þar til gerðar tunnur...

Fanney Björg Karlsdóttir, 10.9.2007 kl. 17:53

7 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já hvernig væri nú að dulbúast sem   og mæta á Svörtu Maríu  og fara um bæinn og innheimta 10 þús. hjá saklausum miðbæjarskemmtikröftum í hvert sinn sem þeir hegðar sér öðruvísi en eðlilegt getur talist á almannafæri.  

Dreifa leiðbeiningum til þeirra sem eru í spreng, hvar næsta náhús er.    

Miðað við ástand þá gæti komið inn góð summa.

Marinó Már Marinósson, 10.9.2007 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband