Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fossvogstúnin slegin og mófuglum fækkar!
7.6.2008 | 12:58
Nú er ég fúll. Í morgun voru túnin í Fossvogsdalnum slegin. Þar hafa trúlega starfsmenn Kópavogsbæjar verið líklega að framfylgja skipunum um að halda bænum "hreinum". Þar með hafa þeir líklega mokað upp þeim fáu ungum sem voru komnir á legg, á svæðinu. Ég þykist vita að grasið verði ekki notað sem fóður, þar sem það var slegið í helli rigningu og mokað upp í kerru jafnóðum.
Sama gerðist í fyrra og eftir að þeir höfðu slegið túnin sást varla mófugl í dalnum það sem eftir var af sumri.
Hræddur er ég um að sama hafi gerst núna!
Af hverju þarf endilega að slá grasið svona snemma?
Má ekki bíða fram í júlí, svona til að vera viss um að ungarnir séu flognir úr hreiðrum?
Hvað ef?
4.6.2008 | 11:37
Það er alltaf gott að vera gáfaður eftir á. En það er líka gott að vera skynsamur. Hvað ef þeir hefðu misst sjónar af bangsa?
Ekki veit ég hvað þokan var mikil þar sem ísbjörnin var en ég hefði ekki viljað mæta honum ef ég hefði verið þarna í fjallgöngu. Það er sko á hreinu.
Kannski hefði mátt doka smá og meta hvort skynsamlegast væri að reyna að svæfa hann með agni eða byssu. Alltaf sorglegt að þurfa að drepa dýr sem eru í útrýmingarhættu.
En ég skil þessa menn sem felldu dýrið í gær. Var ekki hálfur bærinn mættur á svæðið til að horfa á? Það segir mér svo hugur að ísbjörninn hafi verið langsoltinn, nema það hafi drepið hesta þarna í nágrenninu? Það mun koma í ljós við krufningu.
Mér skilst að fólk hafi verið búið að vera á þessum slóðum við að veiða silung í vatni ekki langt frá þeim stað þar sem dýrið var drepið í gær.
En það er gott til þess að vita að nú sé ljóst að dýraverndunarsamtök séu tilbúin að kosta til nokkrum milljónum til að flytja Ísbjörn til norður Grænlands eða Svalbarða ef svona gerist aftur. Sem er bara fínt. En þá verða að vera til græjur til að svæfa dýrin um leið og vart verður við þau.
En ég hefði ekki tekið sjensinn á að láta dýrið fara úr augsýn ef ég hefði stjórnað aðgerðum. Þeir voru ekki með nein deyfilyf á staðnum og því ekki margt í stöðunni. Ef svona dýr gengur á land hér á landi þá má og á að skjóta hann en ef það er á ís við landið þá er það friðað. Ísbirnir hafa alltaf verið álitnir hættulegir mönnum og það hefur ekkert breyst. Íslendingar kunna ekki að umgangast þessi dýr og því eru þau hættuleg okkur.
![]() |
Harma ísbjarnardrápið" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.6.2008 kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jarðskjálftinn
2.6.2008 | 00:07
Ég er einn af þeim sem reynt hefur að koma að gagni við að hjálpa öllum íbúum fyrir austan fjall sem lentu jarðskjálftunum sl. fimmtudag. Skrítið að upplifa þetta svona aftur eftir það sem ég sá árið 2000, en ég held að það geti engan sett sig í spor þeirra sem voru núna á staðnum þar sem höggbylgjan var hörðust; á Selfossi, í Hveragerði og nágrenni.
Ég var staddur í vinnunni minni í Efstaleiti þegar jarðskálftinn reið yfir og ég fann vel fyrir högginu. Krakkarnir mínir hringdu óttaslegin í mig en þau voru ein heima. Auðvitað fór ég heim til að róa þau. Sem betur fór var ekkert að en hver verður ekki óttasleginn við að upplifa jarðskjálfta? En ég var ekki búin að vera lengi heima þegar það var hringt og ég beðin um að koma strax aftur í vinnuna því það væri búið að setja allt neyðarvarnakerfið í gang. Því var ekki annað um að gera en að koma krökkunum fyrir því ég þóttist vita að þetta yrði langur vinnudagur.
Það er gaman að sjá hvað allir eru boðnir og búnir að leggja fram hjálp þegar svona ósköp dynja yfir. Margir af mínum vinnufélögum hafa varla litið upp frá því á fimmtudaginn. Við sem höfum ekki upplifað svona harðan jarðskjálfta getum ekki sett okkur í spor þeirra sem voru á staðnum fyrir austan fjall. Held að fréttamyndirnar sem sýndu brot úröryggismyndavélunum, hafi sýnt vel hversu mikil hætta var á ferðum. Jörðin undir öllum húsunum var trúlega að færast til, fram og til baka, um heilann metra ef ekki meira og húsin færðust með.
Það mun taka íbúanna langan tíma að jafna sig eftir svona áfall og vonandi fá allir sem á þurfa að halda sálræna hjálp hjá vinnufélaga mínum, honum Jóhanni Th. sálfræðingi Rauða krossins og hópnum hans, því það ætti engin að reyna að leika hetju og byrgja inni svona áfall.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Vantar lítið upp á
25.5.2008 | 23:54
Í fréttinni kemur fram að Clinton hefur nú tryggt sér stuðning 1.780 fulltrúa á landsfundi Demókrataflokksins, en Obama 1.970, og vantar Obama lítið upp á til að hafa tryggt sér þá 2.026 sem þarf til sigurs.
Mér finnst hálf skondið að sjá fréttina svona uppsetta. Úr því að maðurinn er með 1.970 fulltrúa á bak við sig núna, þá hlýtur honum að vanta 56. Mér finnst 56 bara þó mikið úr því að Clinton ætlar að ekki að játa ósigur fyrir Barack.
![]() |
Clinton berst til síðasta atkvæðis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vil ekki fjölpóst
7.5.2008 | 12:43
Nei nei! Þórunn er fylgjandi því að sett verði lög sem tryggja almenningi rétt á að hafna fjölpósti!
Það yrði nú frábært ef hún kæmi þessu litla máli í gegn en mér hefur fundist hingað til að hún hafi verið ofurliði borin í umhverfismálum, eins og t.d. málin í kringum fyrirhugað álveri í Helguvík. En hvað um það. Ég vil ekki sjá neinn ruslpóst í mínum póstkassa.
Nógu mikið samt. Vil helst banna hann með öllu eða það ætti að fá leyfi til að setja svo póst í póstlúgurnar.
Ég vil senda öll þessi fríblöð og auglýsingapésa til baka þaðan sem þetta kom (helst í ábyrgðarpósti). Senda að auki reikning, því það kostar að aka þessu rusli í gámanna.
![]() |
Hægt verði að hafna fjölpósti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Greinilega ekki sama hver er!
5.5.2008 | 22:59
Þetta er nú bara fyndið.
Mynd af leikkonunni Lindsay Lohan, sem lögreglan tók af henni þegar hún var tekin fyrir ölvun við akstur í Los Angeles í fyrra, var birt í heilsíðuauglýsingu í bandarísku dagblaði fyrir helgina. já já Víti til varnaðar,
nema hvað það voru samtök veitingamann og áfengissala sem kostuðu auglýsinguna. En þau berjast gegn lögleiðingu nýrrar tækni sem ætlað er að koma í veg fyrir að ölvað fólki geti startað bílum. (líklega verða farþegar að standa úti á meðan allsgáður ökumaður startar bílnum!!) Samtökin vilja meina að þetta geti komið í veg fyrir að fólk geti neytt áfengis í hófi, t.d. með mat.
Ég segi bara: Hvað er að þessum mönnum?
Í auglýsingunni er texti sem segir að þessi tækni væri góð fyrir Lohan, en slæm fyrir flesta aðra.
Lohan hefur sennilega aldrei keypt mat né vín hjá þessum mönnum og því sé þetta gott fyrir hana en aðrir sem ráfa inná veitingastaði og sötra rautt eða bjór mega keyra heim eftir matinn.
Þetta er nú meiri tvískinnungshátturinn.
![]() |
Lögreglumynd af Lohan notuð í auglýsingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.5.2008 kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver á stærstu flautuna?
22.4.2008 | 21:23
Eitthvað hefur túrinn kostað út á Álftanes. Hvað hefur Abbas svo sem gert þeim? Kannski verður þetta það eina sem hann talar um úr Íslandsferð sinni; hundfúlir trukkabílstjórar með mikla flautuþörf.
![]() |
Ósáttir við myndatöku lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Flott mamma
22.4.2008 | 12:55
Það mættu fleiri taka sér þessa mömmu á Akranesi til fyrirmyndar. Lögreglan lét foreldra ökumanns vita að kvartað hefði verið ítrekað undan hraðakstri ökumannsins en hann neitaði skargiftum í viðræðum við lögreglu. Mamma hans gerði sér lítið fyrir og tók bílinn af kappanum. Flott hjá lögreglunni að láta foreldranna vita.
Því miður alltof mikið af spyrnugaurum í umferðinni.
![]() |
Tók bílinn af syninum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um hvíldarstaði bílstjóra
15.4.2008 | 11:21
Var að lesa frétt um undanþágutillögur samgönguráðherra um hvíldarstaði bílstjóra. Gott að skæruverkföll og verkleg-mótmæli skuli vera það eina sem virkar hér á landi, eða þannig.
Hnaut um eina setningu í tillögunni: "..... Þá er einnig farið fram á að almennur aksturstími fram að vinnuhvíld verði 5 klukkustundir á akstursleiðinni milli Reykjavíkur og Freysness á Austurlandi, en ekki er um aðra fýsilega hvíldarstaði fyrir bílstjóra að ræða á þeirri leið." Ekki vissi ég að það væri ekki fýsilegt að gista t.d. í Vík eða á Kirkjubæjarklaustri, nú eða á Hvolsvelli en það er kannski komin í bílstjóranna spenningur að komast heim t.d. þegar þeir nálgast Reykjavík? Það er gott að gista í Vík.
Menn eru kannski svo hressir þegar þeir leggja af stað suðurleiðina, austur á land að þeir geta alveg keyrt í einum spretti austur í Freysnes?
Nei, bara segi svona. Auðvitað er gott að fá svona reglur lagaðar svo þær hennta okkur hér á Fróni.
![]() |
Sótt um undanþágu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Byggjum brú yfir Sundahöfn
1.4.2008 | 16:01

![]() |
Ólíklegt að Sundabraut fari í útboð í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |