Tröllvaxnar byggingar!
14.2.2008 | 11:12
Hvers á maður að gjalda.
Mér finnst alltaf að það sé verið að koma aftan að íbúum, sem búa á svæðinu, með því að koma með svona turna eftir á.
![]() |
Gunnar Birgisson: Höldum okkar striki" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver kannast ekki við þetta
12.2.2008 | 14:36
Er þetta ekki eitthvað sem þið kannist við þegar þið eruð að fara í flug?
- Ekkert flugfélag er á réttum tíma nema þegar þú sért of sein og þarft á seinkun að halda.
- Ef þú ert oft seinn í flug, þá þarf flugið endilega að vera við brottarhliðið sem er lengst í burtu í flugstöðinni.
- Ef þú mætir tímalega, þá bregst það ekki, að fluginu hefur verið er seinkað.
- Hvenær hefur þú séð flug fara frá í hliði 1 (Gate #1) í flugstöðvarbyggingum?
- Ef þú þarft að vinna eitthvað á meðan flugi stendur t.d. að skrifa á blað, þá upplifir þú fljótt ókyrrð. Líka þegar þú færð þér kaffi.
- Ef þú færð miðjusæti, þá getur þú bókað, að þeir sem koma til með að sitja við gluggann eða við ganginn eru ókomnir. Líttu bara eftir tveimur stærstu mönnunum í röðinni.
- Sá sem situr við gluggann þarf alltaf að skreppa á snyrtinguna.
- Öskrandi börn virðast alltaf sitja mjög nálægt þér.
- Fallegasta konan/karlmaðurinn situr aldrei nálægt þér.
- Eftir því sem plássið er minna í flugvélinni til að koma fyrir handfarangri, þá koma farþegar alltaf með meira og meira með sér um borð.
- Þegar flugfreyjan kynnir öryggisatriði í upphafi flugs þá þykist þú kunna þetta allt og lest í dagblaði á meðan.
- Eftir að karlmenn hafa farið á snyrtinguna þá er ekki hægt að fara þangað á sokkunum.
sótt héðan og þaðan af netinu en sumt samið.
Reykjanesbrautin dauðagildra!
11.2.2008 | 21:49
Mér finnst að Vegagerðin ætti að skammast sín fyrir hörmulegan frágang á vegamerkingum á Reykjanesbrautinni þar sem vegaframkvæmdir hafa staðið yfir en liggja núna niðri.
Að þeir skuli leyfa sér að vera með lágmarksmerkingar þarna á brautinni, er í raun fyrir neðan allar hellur. Við erum jú að tala um mjög umferðamikla götu.
Ég átti einu sinni leið þarna um eftir að dimma tók og mér fannst mjög erfitt að aka þarna í gegn. Umferðin sem kom á móti, blindaði útsýnið í beygjunum, þannig á ég átti í miklum erfiðileikum að sjá beygjurnar sem búið er að "setja upp". Þarna hefði átt að vera búð að setja upp vegrið á milli akstursstefnu bíla til að koma í veg fyrir að bílljós blindi ökumenn sem mætast þarna.
Kannski ætti Vegagerðin að skoða þessar aðstæður í myrkri til að átta sig betur á hversu hættulegt þetta er! Eitt er að fara þarna um að degi til og annað í myrkri; hvað þá í rigningu eða snjóbyl. Það er eins og þeir sem settu upp merkingarnar, hafi unnið sína vinnu að degi til.
Það virðist vera "lenska" hér á landi að þumbast með gamaldags merkingar í vegavinnu. Í dag er ekki hægt að ætlast til að allir þekki aðstæður. Svoleiðis merking slapp kannski hér áður fyrr.
Brautin er allmennt vel upplýst nema þar sem vegaframkvæmdir hafa staðið yfir. Þar er allt í myrkri.
Það þarf að hafa merkingar þannig að bílar aki inn í einskonar trekt sem leiði þá áfram í gegnum hættusvæðið.
Vegamerkingar á Nýbílavegi eru til fyrirmyndar og gott dæmi um góða merkingu þó þar sé mjög þröngt. Þar hafa starfsmenn verktakafyrirtækisins þurrkað af öllum keilum og glitmerkjum á hverjum einasta degi allt frá því að vinna hófst þar í haust.
Kisumyndir
9.2.2008 | 17:35
Takið eftir þegar kötturinn hleypur yfir vatnið.
I Want You síðasta lag Bítlanna!
8.2.2008 | 18:37
Sumir halda að Let it Be sé síðasta platan sem Bítlarnir hljóðrituðu en það er ekki svo. Það var Abbey Road sem var síðust en hún var hljóðrituð sumarið 1969. Lögin á Let it Be plötunni höfðu verið tekin upp á undan.
Eftir því sem ég hef lesið mér til þá spiluðu þeir fjórir saman í síðasta sinn í upptökusal 20. ágúst það sumar, þegar þeir tóku upp lagið "I Want You (She's So Heavy) sem er á Abbey Road plötunni.
En síðasta nýja lagið sem kom út, var lagið "I Me Mine" eftir Harrison en það var tekið upp af þeim George, Paul og Ringo þann 3. janúar 1970 og sett á Let it Beplötuna. John Lennon var ekki með á þessu lagi þar sem hann var staddur í Danmörku á sama tíma.
En eins og fyrr segir þá kom Let it Be ekki út fyrr en nokkrum mánuðum á eftir Abbey Road. Flókið?
"I me Mine" var því sett á Le it Be plötuna. Það hefur væntanlega ekki verið búið að fjöldaframleiða lögin (þrykkja á vinyl (CD í dag).
John hafði í raun hætt með hljómsveitinni 20. september 1969 en samþykkt að láta ekki vita að hljómsveitin væri í raun hætt fyrr en búið væri að ganga frá ýmsum málum.
Það var svo Paul sem stal senunni af Lennon þegar hann tilkynnti nokkru seinna að sveitin væri hætt störfum.
Sem sagt; síðasta lagið: "I Want You (She's So Heavy) sem fullskipuð hljómsveit. "I Me Mine" án Johns.
Með fyrirvara um villur.
Vinir og fjölskylda | Breytt 9.2.2008 kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Á söguslóðum Bítlanna II
7.2.2008 | 23:46
Langar þig ekki að skoða þá staði þar sem Bítlarnir héltu til í London hér áður fyrr? Er ekki hægt nú þegar að fara í pílagrímsför í miðbæ Reykjavíkur til að sjá hvar Björk hélt til áður en hún varð fræg?
Til dæmis var upphafsatriðið í Can't Buy Me Love í myndinni A Hard Day's Night tekið í Hammersmith Odeon (Hammersmith Apollo), London.
Fann þessa slóð http://www.beatlesmapped.com/london.php þar sem hægt er að smella á merkta staði á kortinu þar sem Bítlarnir koma við sögu í London. Veljið svo Show All Locations til að sjá alla merkta staði.
Primrose Hill, London Þar sem myndbandið við lagið The Fool on the Hill var tekið árið 1967.
Vinir og fjölskylda | Breytt 9.2.2008 kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á söguslóðum Bítlanna í London
7.2.2008 | 01:03
Nú verður maður að ljóstra upp smá leyndarmáli. Hef aldrei komið til Englands.
En það breytir því ekki að ég hef reynt að lesa sem mest um allt sem tilheyrir Bítlunum,
eins þið hafið kannski orðið vör við sem lesið bloggið.
Netið getur verið frábært tæki til að fræðast um það sem maður hefur áhuga á. Ligg oft yfir þessu sem og myndlist.
Hér er smá upplýsingar fyrir ykkur sem viljið fara á bítlaslóðir í London.
Byrja á þeim tíma þegar hljómsveitin var að hætta. Þegar Bítlarnir spiluðu í síðasta sinn saman opinberlega þá komu þeir saman uppá þakinu á Apple fyrirtækinu við 3 Savile Row (map) í janúar 1969.
Eins og ég segi þá var þetta í síðasta sinn sem þeir héldu tónleika þó svo að leyfi fyrir tónleikunum hafi ekki verið til staðar. Þetta óvænta útspil þeirra var í tengslum við heimildarmyndina Let It Be.
Ég hefði alveg viljað vera þarna á þessum tíma.
Í upphafi bíómyndarinnar "A Hard Day's Night" er hægt að sjá strákanna hlaupa á undan stelpunum niður Boston Place (map) og inn á Marylebone Station. sjá mynd hér hægra megin.
Svo er það auðvitað Abbey Road platan sem kennd er við samnefnda götu og þar sem EMI's Abbey Road hljóðverið er.
Ef þið eigið leið þarna um þá er um að gera að standa fyrir framan vefmyndavélina sem er staðsett við gangbrautina og hringja heim svo allir geti séð ykkur á þessum sögufrægu slóðum.
Hér er slóðin á vefmyndavélina við Abbey Road. http://www.abbeyroad.com/virtual_visit/webcam
Linkur á heimasiðu um bítlaferðir í London. http://www.beatlesinlondon.com/
Kannski kemur meira síðar?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Julian Lennon
6.2.2008 | 01:48
Var að flækjast um á netinu í kvöld og var að skoða myndbönd með Bítlunum. Hvað annað.
Þar fann ég ný lög sem Julian eldri sons Johns heitins Lennons er að klára þessa daganna. En hann hætti fyrir einum 10 árum síðan að koma fram sem tónlistarmaður.
Þó vissi ég að hann hafði sungið inn á bítlalagið When I'm Sixty-Four árið 2002.
En viti menn. Julian er að klára nýjan disk, ef hann er ekki nú þegar komin út.
Hér er linkur þar getið þið hlustað á nokkur demo. Flott lög.
http://collect.myspace.com/music/popup.cfm?num=0&time=undefined&fid=48906808&uid=1&t=mJil/EQ5ohnr/IB73T7xzuF7umHLEMbq0JJg8qyy/7cxi3h8/fTdeqPI4JZQ94E LuktwE35uXv0d3YuMTp4yQ==d=NDg5MDY4MDheMTIwMjIyODA3OQ==
(Afsakið stafaruglið. Fyrsta lagið er stundum lengi að koma inn.)
Það er erfitt að vera sífellt í skugganum á frægum foreldrum. Julian er með frekar svipaða rödd og karl faðir hans hafði á fyrstu árum bítlanna. Mér skilst að hann hafi búið undanfarið á norðanverðri Ítalíu ásamt konu sinni og lifað þar látlausu lifi.
En hvað um það. Þetta er flott og hugljúf tónlist.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vitlaus hugmynd
3.2.2008 | 19:51
Að láta sér detta annað eins í hug. Er sem sagt núna allt í lagi að hver sem er geti orðið lögregluþjónn bara með því að klæða viðkomandi upp í lögreglubúning.
Hræddur er ég um að álit fólks á störfum björgunarsveitafólks komi til með að skaðast.
![]() |
Björgunarsveitarmenn í varalið lögreglu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hvenær eru börn fullorðin?
2.2.2008 | 23:01
Hafið þið velt fyrir ykkur hvenær börn teljast fullorðin? Þegar á að græða á þeim þá er kjörin að hafa viðmiðin nógu neðarlega.
Ég var að skoða ónefnt flugfélag til að kanna tilboð á flugi. Eru ekki allir að ferðast nú til dags? Það vill svo til að drengurinn minn er 11 ára og telst því til fullorðinna samkvæmt skilmálum flugfélagsins. Alla veganna eru skilgreiningin þannig á heimasíðu flugfélagsins.
Tveir flokkar: Börn 2 til 11 ára. Fullorðin
Eru þá börn sem eru orðin 11 ára og eldri, fullorðin? Já það virðist vera samkvæmt verðskalanum. jahérna.