Vitlaus hugmynd

Að láta sér detta annað eins í hug.   Er sem sagt núna allt í lagi að hver sem er geti orðið lögregluþjónn bara með því að klæða viðkomandi upp í lögreglubúning.  

Hræddur er ég um að álit fólks á störfum björgunarsveitafólks komi til með að skaðast.     


mbl.is Björgunarsveitarmenn í varalið lögreglu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björgunarsveitir eru í rauninni varalið lögreglu, og eru hæfar í því. Hluti af fjáröflunum þeirra eru t.d. gæslustörf fyrir einkaaðila. Dómsmálaráðherra vill einfaldlega lögfesta það svo reglurnar og mörkin verði skýrari og að lögreglan hafi rétt til að þjálfa björgunarmenn.

Lögreglan ber alla ábyrgð á leitar- og björgunaraðgerðum á landi (fyrir utan leitir af flugvélum) og fer öll boðun útkalla á landi fyrir björgunarsveitir í gegn um lögreglu tiltekins svæðis og er það lögreglan sem ber ábyrgð á aðgerðum.

Björn Bjarnason talaði meira að segja um þetta mál í ræðu sinni við 80 ára afmæli Slysavarnafélagsins samhliða því að lögfesta ætti starf samhæfingarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð, þrátt fyrir að það starf hefur verið í gangi í einhver ár.

Í Silfur Egils þættinum tók Björn einnig sem dæmi leiðtogafundinn á níunda áratugnum, að þar hafi björgunarsveitir sinnt gæslustörfum en ekki hafi gefist tími til að setja einkenni á þá, en að þetta yrði betur skipulagt ef lögfest væri varalið.

Það er ekkert endilega verið að koma með eitthvað nýtt, aðeins setja skýrari línur.

Ég er þó engin sérfræðingur í þessu. Þetta er aðeins það sem ég hef heyrt um málið, frá aðilum sem lítast ekkert svo illa á frumvarpið.

Ármann (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: arnar valgeirsson

þar er ég sammála þér kallinn. þó björgunarsveitarmenn séu töffarar (og reddi málunum frítt) þá á sko ekki að dubba þá upp í löggæslu enda vilja þeir það sko ekkert sjálfir.

held að bjössi sé að snappa, og ekki í fyrsta skiptið.

arnar valgeirsson, 3.2.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ármann! Hver sem þú ert.  Eigum við bara ekki að leggja til að björgunarsveitir séu útbúnar handjárnum, kylfum og piparúða? 

Ég vil meina að lögreglan hefur í mörg ár haft heimild til að kalla til hjálp ef á þarf að halda og borgurum ber skylda til að sinna því kalli en sem betur fer hefur ekki þurft að skipa neinum í það hlutverk.  Hræddur um að það færi nú að heyrast í einhverjum ef björgunarsveitir gætu farið að handtaka lögbrjóta.    

Kannski ætti bara að skipa heimilislæknum að vinna við skurðlækningar ef það vantar skurðlækna.     Ég vil meina að björgunarsveitir hafi ekki þekkingu til að gegna löggæslu eins og lögreglan á að hafa.   Eitt er að aðstoða við að leiðbeina og bjarga og annað að hindra eða handtaka.    

Landsbjörg er að gera frábæra hluti og það hafa komið nú þegar fram efasemisraddir þaðan, um þessa hugmynd.  

Það sem ég er í raun að meina er að það á að forðast að blanda hjálparsamtökum við hugtakið varalið lögreglu.   

Marinó Már Marinósson, 4.2.2008 kl. 00:41

4 identicon

Það er ekki verið að tala um að björgunarsveitir séu útbúnar handjárnum, kylfum og piparúða. Það er einfaldlega verið að tala um það að þegar óvenjulegt álag myndast á lögreglu, þá geta þeir sent allan sinn mannskap í að beita handjárnum, kylfum og piparúða meðan björgunarsveitir sjá um allt hitt. Það er ekki verið að koma með eitthvað nýtt, heldur gera skýrari mörk varðandi tryggingar og rétt varaliðs.

Ármann (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 13:35

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já, þetta er örugglega rétt hjá þér en mín skoðun er sú að það á að fara mjög varlega í svona gangvart sjálfboðaliðum.

Eitt er að tala ekki um hvernig menn verði útbúnir.  Annað þegar viðkomandi verða komnir með réttinn, þá er svo auðvelt að útfæra hlutina og menn gætu misst sig í svona valdboði.

Marinó Már Marinósson, 4.2.2008 kl. 14:37

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Er dómsmálaráðherra ekki bara að reyna að finna sér leið til að spara?   Hann ætti frekar að borga lögreglumönnum sómasamleg laun og þá myndi þetta vandamál vera úr sögunni, því flóttinn úr stéttinni hefur verið geigvænlegur. 

Þarna er svipað vandamál uppi og í kannarastéttinni.  Þar er flótti út af launum.

Marinó Már Marinósson, 4.2.2008 kl. 15:33

7 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Sigurgeir formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar svaraði þessu ansi vel, hann taldi það alls ekki við hæfi að sjálfboðaliðar myndu ganga inn í hlutverk lögreglu, þeir gætu hinsvegar aðstoðað lögreglu við ýmis verk t.d. að stýra umferð, passa eignir fólks í óveðrum og annað sem tengist ekki vald beitingu.  En eins og þú segir Ármann að þeir séu varalið lögreglu í dag, þá get ég ekki verið sammála þar, þó svo margir taki þátt í gæslu á mannamótum, þá eru þeir þar ekki merktir sínum sveitum, þeir eru þar sem einstaklingar ekki sem björgunarsveitamenn.  Og eins og Sigurgeir benti á sjálfur, þá geta sjálfboðaliðar Slysavarnarfélagsins gert þetta sem einstaklingur en ekki undir merkjum Slysavarnarfélagsins. 

En Bjössi dómsmála, já sæll, eigum við að ræða það eitthvað !!! :)

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 5.2.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband