Er þetta löglegt upp- eða niðurhal!
2.2.2008 | 21:20
Gaman að heyra að NASA skuli velja bítlalag til að senda út í heiminn þegar þeir útvarpa laginu "Across The Universe" um vetrarbrautina. Niðurhal eða upphal út í geim. Að mínu mati flottasta hljómsveit heims valin, enda fáir haft eins mikil áhrif á popptónlist og Beatles.
Svo er nú spurningin hvort Ísland hafi ekki forskot á útsendingu út í geimin með Lennon ljósinu í Viðey?
Lagið verður sent í áttina á Polaris (Pólstjarnan), sem var fyrsti áttavitinn sem maðurinn notaði til að rata um jörðina. Nú til dags nota allir GPS.
Polaris er 431 Ljósár í burtu að ég held. Gæti munað um nokkra kilómetra til eða frá. Hvert ljósár er 5,878,625,373,183 mílur. Skilaboðin munu ferðast á 186.000 mílna hraða á sekúndu. Það mun taka lagið að 431 ár að ná á áfangastað sem verður árið 2439.
Það sem fer upp kemur alltaf niður, og því má segja að ef lagið hittir Polaris þá mun endurkastið ná til jarðar aftur árið 2870.
Þess má geta að lagið "Across The Universe" hefur verið flutt af mörgum listamönnum, t.d. Bono, David Bowie, Stevie Wonder, Cyndi Lauper, Norah Jones, Brian Wilson (Beach Boys), Roger Waters (Pink Floyd), Steven Tyler (Aerosmith), Billie Joe Armstrong (Green Day), Robyn Hitchcock, Rufus Wainwright, Sean Lennon, Moby, Tim McGraw, Scott Weiland, Alicia Keys, Alison Krauss, Velvet Revolver, Fiona Apple, 10cc.
Svo er bara að vona að þeir sem koma til að hlusta á lagið þarna uppi eigi MP3.
![]() |
Bítlalagi útvarpað í geimnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spaugstofugrín
2.2.2008 | 20:10
Fordómalaust grín í spaugstofumönnum í kvöld! Eða þannig.
En hvar var Siggi?
Ekkert að segja
1.2.2008 | 11:29
Pása
Vinir og fjölskylda | Breytt 2.2.2008 kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Let it Be
28.1.2008 | 22:10
Þetta er nú bara fyndið. Af hverju ættu þeir að fara núna? Ísraelsk ungmenni hafa trúlega alla tíð hlustað á lög Bítlanna. Líka þeir sem eru við stjórnvölin í dag. Gamlir brottfluttir hippar.
![]() |
Bannfærðum Bítlum boðið til Ísraels |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nota trefil í kuldanum
28.1.2008 | 16:49
![]() |
Kuldatíð framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á að sækja að fuglalífinu?
26.1.2008 | 18:39


![]() |
Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Alfreð hættir með landsliðið - því miður
24.1.2008 | 22:27
Það gekk ekki vel hjá okkar mönnum í handboltanum á EM í Noregi í dag. Verst þótti mér að heyra að Alfreð Gísla skyldi tilkynna að hann væri hættur sem þjálfari landsliðsins. Hann er einn besti þjálfari sem við höfum haft lengi lengi að mínu mati og ég hefði viljað sjá hann áfram sem þjálfara liðsins fram yfir keppnina um sæti á ólympíuleikanna í Kína.
En það kemur svo sem ekki á óvart að hann hafi ákveðið að hætta með liðið enda vinsæll í Þýskalandi. Vonandi fáum við góðan eftirmann og hann hafi reynslu að stjórna stórliðum og um leið að byggja upp gott lið frá byrjun.
Kastljós eins og besta skemmtun í kvöld
23.1.2008 | 22:22
Eftir að hafa horft á strákanna sigra í handboltanum í kvöld þá sit ég hér fyrir framan sjónvarpið og horfi á flottan Kastljósþátt sem er sjónvarpað að þessu sinni frá Vestmannaeyjum í tilefni þess að 35 ár var frá því að gos hófst þar. Vestamannaeyingar eru sko hressir og skemmtilegir.
Ég man mjög vel eftir því þegar gosið hófst þennan þriðjudagsmorgun 1973. Það var skrítin tilfinning að vera vakin upp með þessum fréttum. Það var lítið gert annað í skólanum á Reyðarfirði þennan morgun en að tala um gosið og fólkið sem þurfti að flýja eyjuna.
Smá hlekkur á sögu gossins:
http://www.eyjar.is/eyjar/gos1973.html
Gegn mansali
23.1.2008 | 16:41
Sé að Félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað sérstakan starfshóp sem á að koma með tillögur að heildstæðri áætlun gegn mansali á Íslandi. Flott hjá honum.
Í nefndinni er valin maður í hverju rúmi, t.d. vinnufélagi minn hún, Paola Cardenas, sem var tilnefnd af Rauða krossi Íslands. Hún og Guðrún Arnardóttir bæjarfulltrúi, sem er formaður hópsins, munu eflaust leggja fram góðar tillögur ef ég þekki þær rétt af störfum þeirra.
![]() |
Aðgerðir gegn mansali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hreyfa sig meira
23.1.2008 | 15:23
Allt er nú hægt. Eða.... er ekki allt gott í hófi?
Það er í lagi að leika smá við börnin.
![]() |
Tilfellum Wii heilkennis fjölgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |