Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Norskur bankastjóri
28.2.2009 | 19:58
Jæja! nú er kominn nýr stjóri í Seðlabankann og hann er sko settur en ekki skipaður. Mikill munur segja sumar konur.
Það verður gaman að sjá nýja stefnu af þeim bæ sem á að redda klakanum eða er ekki búið að bjarga öllu úr því að DO er farinn?
Svo kíkti forsætisráðherra Norðmanna á bókhaldið svona upp á grín. he he
Hjólað og hjólað
27.2.2009 | 22:24
Jæja, ég hef verið voða duglegur að hjóla eftir að ég eignaðist nýja hjólið. Keypti mér meira segja hjólabuxur og setti nagladekk undir hjólið svo ég kæmist eitthvað í hálkunni.
Það hefur verið hálf fyndið á læðast í vinnuna í þröngum buxum. Enda tvisvar búið að flauta á mig þegar ég hef verið að læðast yfir gatnamótin svona snemma dags.
Í morgun var snjókoma þegar ég arkaði af stað. Ég hugsaði með mér hvort þetta væri nú ekki full langt gengið? Bíllinn heima í hlaði og ég með vinnufötin í bakpokanum og kappklæddur fyrir vetrarferð. En þegar ég kom í vinnuna, þá var ég voða ánægður með dugnaðinn og meira segja ákveðinn í að hjóla aftur heim að vinnudegi loknum.
Enda lít ég fyrir að vera algjört nörd með hjólagleraugun.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vilhjálmur er bara flottur
15.2.2009 | 13:10
Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur flutti erindi í Hallgrímskirkju undir yfirskriftinni Hrunið og vonin.
Ég hef ekki heyrt í honum en það sem haft er eftir honum hér á mbl er virkilega áhugavert. . Fyrirgefning og kærleikur á alltaf við og sérstaklega á þessari stund sem nú er að líða.
Mjög margir eru bitrir í dag og það er aldrei gott veganesti.
![]() |
Aldrei of blönk til að hugsa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Há upphæð fyrir venjulegt fólk að skilja?
14.2.2009 | 19:44
Hvað ætli loðnuflotinn yrði lengi að veiða upp í svona upphæð sem þarna er nefnd?
Sko! 25 milljónir dollarar, eru í dag í ísk. kr. tveir milljarðar átta hundruð og fimmtíu milljónir eða þar um bil. Engin smá upphæð það.
Var ekki verið að enda við að veiða fiskitegundina Gulldeplu fyrir hálfan milljarð? Bara spyr.
![]() |
Selja íbúð á Manhattan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veðurfræði
14.2.2009 | 19:03
Var að hlusta á veðurþul Stöðvar tvö. Hún var auðvitað að vanda sig voða mikið og gerði þetta skilmerkilega.
"Það eru margar lægðir á leiðinni" sagði hún. Ætli það séu mörg veður eða margar rigningar á veðurkortinu?
Nei bara spyr.
Það er sko ekkert u í orðinu pylsa.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýja hjólið mitt
12.2.2009 | 18:13
Haldið þið ekki að ég hafi keypt mér reiðhjól í dag. Trek 6500 og að sjálfsögðu voru nagladekk sett undir gripinn. Nú skal haldið af stað á hjólastíganna.
Við förum ekkert að minnast á hvað hjólið kostaði.
Það er ekki einu sinni hægt að brosa af þessu
8.2.2009 | 16:19
Ótrúleg vinnubrögð hjá þessari svokallaðri skilanefnd Landsbankans. Hvað ætla Jóhanna "forsætisráðfrú" og Steingrímur J. að gera núna?
Trúlega ekkert, enda eru þau búin að sitja svo lengi á þingi hvort eð er.
Jóhanna í rúmlega 20 ár og Steingrímur í ca. 32 ár. Ekki það, að það komi málinu við.
![]() |
Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Smá fjallganga í kuldanum
5.2.2009 | 20:24
Skellti mér í fjallgöngu í dag. Geggjað veður en hrikalega var nú kalt. Svitinn fraus í augnhárunum og skegginu. Búin að fara á stafagöngunámskeið og nýtti mér auðvitað þá tækni í dag.
Hrikalega var ég nú montinn af þessu öllu enda þolið að koma til baka hjá mér. Nú er bara að bæta við og byggja upp í rólegheitum.
Bjart úti
2.2.2009 | 19:27


