Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Niðurdrepandi yfirmaður?

Eftir höfðinu dansa limirnir, stendur einhversstaðar.   Þetta er annars merkilegt og örugglega gott fyrir alla að lesa og skoða sína stöðu.  Ætla að verða mér út um þessa bók.
mbl.is Slæmur yfirmaður gerir starfið niðurdrepandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvíblöðungur og múrbrot.

 Múrvinna og ryk í dag.  Jæja ég hélt áfram að hamast í nýja eldhúsinu hjá bro...  eftir vinnu.  Nú var sko lamið og barið. Bandit Það var ekki þurr þráður á mér eftir þetta puð. Cool Leigðum okkur tvíblöðung (sög með tveimur blöðum) og ég óð upp veggina með sögina og bjó til djúpa skurði fyrir raflagnir.  Rykið maður minn.  Ég var svartur í framan. Þurfti að fá lánaðan bol til skiptana áður en ég hélt heim í kvöld.   Auðvitað þurfti að hann endilega að lána mér Liverpool bol og sá ástæðu til að mynda mig í honum hehe.   GetLost 

Fór í sund með Einari G í kvöld. Voða gott að að skella sér í pottinn og gufu eftir svona ryk og átök.   sundið. Aldrei þessu vant þá hitti ég fullt af fólki í lauginni sem ég þekkti.

En mikið er nú gott að hamast svona af og til.


Helgin á enda

Jæja þá er helgin að klárast.  Búin að hjálpa litla bróður að breyta húsinu þeirra og ætla að halda því áfram í vikunni.  Ótrúlegt hvað það er mikið sem þarf að gera þegar verið er að færa til eitt stykki eldhús á milli herbergja og hvað maður kann mikið hehe, eða þannig. Cool

Endaði svo kvöldið með krökkunum í ísbúðarferð. 


Með báðar hendur á stýri

Voðalega var nú gaman á leiðinni í vinnuna í morgun (föstudag).   Eins og sum ykkar kannski vitið þá var Nýbýlavegurinn lokaður fyrir framan Toyota umboðið vegna færslu á háspennustreng. 

Ég var heldur betur búin að hugsa mér í gær að fara hinn hringinn í vinnunna í morgun þ.e.  Nýbýlaveginn til austurs og Smiðjuveginn til að losna við þetta vesen.   En viti menn.  Heldur var ég utan við mig þegar ég kom uppá Nýbýlaveginn og þó með báðar hendur á stýri. Halo  Hef greinilega gleymt að taka sjálfstýringuna af áður en ég lagði af stað. Blush því ég ók eins og venjulega vestur Nýbýlaveginn.  Allt í einu blöstu við mér fullt af vegamerkingum og ég skildi ekki neitt í neinu.  Hugsaði rétt snöggvast:  "Geta þessir andskotar ekki auglýst þetta betur". Angry  En þá mundi ég auðvitað að ég var búin að lesa um þetta, heyra þetta í fréttum og ég veit ekki hvað. 

Því varð ég að gjöra svo vel og þræða mig eftir krókastígum inná Hafnarfjarðarveginn til að komast í vinnunna.  Hver var að tala um að Kópavogurinn væri rólegur bær?   

Var fastur í umferðaþunga í 15 mínútur í nágrenni við Hamraborg. En það voru allir voða afslappaðir eins og Kópavogsbúum sæmir.  LoL 

Segjum bara að ég hafi verið með hugann við aksturinn.  Whistling


Hvernig kaffikall er ég?

 Tók kaffiprófið góða Grin

Það eru svo margir að prófa þetta svo ég varð líka.  

  

Þú ert svo mikið sem...

Latte!

Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli.

Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.

Hér fylgir vottorð sem staðfestir að þú hefur tekið og staðist kaffiprófið. Til að sýna vottorðið á vefsíðunni þinni getur þú afritað HTML kóðann úr boxinu fyrir neðan.

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Þetta hljómar eins og versti kallfuskur hehe.   Íhaldssamur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Er það nú furða.  Grin  Latte=latur Smile   og ég sem merkti við allt rétt.    
Allir að prófa. 

Í lok skóladags

Jæja,  Þá er fyrsta skóladeginum lokið og allir ánægðir og allt eins og það á að vera.  Svo sér maður að takturinn breytist líka heima.   Það sást greinilega þegar ég kom heim í dag eftir vinnu. Wink  Krakkarnir komnir heim fyrir löngu úr skólanum og farnir aftur út að hitta vini sína. 

En heima.... hmmmm    Ég held að það hafi jarðskjálfti eða mjög mikið fjör. Smile  Úlpur, peysur, diskar og glös hér og þar.  Brauð og mjólk uppá borðum og engin tími að ganga frá neinu.

Sumir hafa verið að sýna færni sína í viðgerðum á hjólabrettum.  Verkfæri, skúfur og boltar út um allt.  Skólatöskur næstum út á miðju gólfi.Halo  Ég er hættur að segja við þau að öllu sé hent út á mitt gólf eftir að Húgó sálfræðingur benti okkur foreldrum á, að það væri mikil alhæfing að segja að krakkar hentu alltaf öllu út á mitt gólf.  "Afhverju hendir þú alltaf fötunum þínum út á mitt gólf krakki?"  Svar: Þau eru ekkert út á miðju gólfi. Ertu kannski með málband til að mæla það? Whistling 

Svo er bara að bíða eftir næsta degi. W00t 


Töskukaup

Þetta með skólatöskuna fyrir strákinn. Cool    Endaði í rosa flottri tösku sem einhver iðjuþjálfi mælti sértaklega með; 11 þúsund krónur takk.  LoL  En prinsessan á heimilinu lét sér nægja látlausa tösku á 5 þúsund en hafði á orði þegar bækurnar voru komnar í töskuna að kannski væru ólarnar á töskunni ekki nógu góðar? Woundering     Sjáum hvað setur.  Maður á bara að hugsa í lausnum en ekki vandamálum.

Þessi dagur en að lokum góður

Í dag kvöddum við í vinnunni þær Lindu Ósk, Herdísi og Jóhönnu svæðisfulltrúa á Vesturlandi.  Þetta var frekar skrítinn dagur.  Ég var búin að vinna með þeim Lindu og Herdísi frá því að ég byrjaði hjá RKÍ í árslok 1997.  Okkar vinnustaður hjá Rk er oft eins og ein fjölskylda og örugglega öðruvísi en á öðrum vinnustöðum. Smile    En svona eru sumir dagar og það er ekki alltaf jólin. 

Linda Ósk fer ekki langt í burtu, sem betur fer, svo við fáum að njóta hennar krafta miklu lengur. Kannski fer maður bara að venja komu sínar í morgunkaffi í Hamraborg á leið í vinnu.   Svona til að taka púlsinn á deildarstarfi Kópavogsdeildar.  Cool Herdís lofaði að sækja um starf aftur síðar sem sendifulltrúi.  Það er eins gott að hún standi við það.  Wink

En hvað um það.  Eftir vinnu fór ég í bókabúð að kaupa skóladót handa krökkunum. Skólinn er að byrja á morgun.  Það var brjálað að gera og það virtist vera að allir væru seinir fyrir eins og ég. Náði að eyða 12 þúsund krónum í bækur, möppur, liti, skriffæri og fleira. Sjá fólk, það var eins og einhver væri týndur undir bókastöflunum. Allir tættu og boruðu sig niður á neðstu bók.  Af hverju er ekki hægt að fá tilbúinn innkaupapakka fyrir hvern bekk?  Grin  

En þetta er ekki allt búið. Skólatöskurnar eru eftir. Whistling  Ég ætla a bíða eftir krökkunum til að leyfa þeim velja töskur en þau koma á morgun úr sumarbústað með mömmu sinni.  Vonandi finnum við töskur sem henta.  Það væri nú gaman að hafa þær  með innbyggðum tékklista fyrir hvern dag og ekki væri verra að hafa þær með einhverju gönguhvetjandi á brekkuna.  Whistling hehe  Ég er viss um að strákurinn vill hafa festingu á töskunni fyrir hjólabrettið sitt. Hann var að reyna að sannfæra mig um að það væru til flottar skólatöskur í hjólabrettabúð.  Hjólabrettabúð LoL 

Hvað verður það á næsta ári?  Fjórhjól Grin  

Jæja  þetta mun allt ganga upp eins og venjulega.

Skellti mér íí sund og svamlaði 15 metra og lá smá tíma í pottinum. Cool  

Endaði daginn hjá mágkonu minni og elsta bróður í frábærri kjötsúpuveislu .   "Íslensk kjötsúpa, það langbesta sem ég fæ".

 

 

.   


Fallegt kvöld

Kvöldið í kvöld var yndislegt.  Fór í sund, synti smá en var fljótur að koma mér í heitapottinn og gufuna.  Fékk mér smá göngutúr í kvöld í dalnum. Frábært veður.  Síðan var hitað gott te og horft á Tíbet myndina í tv.


Skrif í skjóli veggjar og skokk

Geri smá pásu á bloggið og læsi í smá tíma enda lélegur penni. Opið fyrir þá sem hafa áhuga.

 Ég fór í bæinn eins og flest allir höfuðborgarbúar og landsbyggðafólk sem sá sér fært að skreppa í bæinn.   Ég veit um nokkra sem komu langt að og smelltu sér í hlaupið.  Þetta eru jú bara hetjur.  Ég var svo slappur að ég nennti ekki einu sinni í 3ja km hlaupið.  Vinnufélagar mínir hlupu fyrir Rauða krossinn. Meira en ég get sagt. Hér með stefni ég að því að hlaupa minnst 3 km á næsta ári.  Eins og einhver sagði: :)  Það er nú eitt ár þangað til. 365 dagar.

Það var mjög gaman í miðbænum í gær, allt svo afslappað og skemmtilegt.  Veðrið hjálpar alltaf til. 

Litli bróðir og co. buðu mér í kvöldmat (stórveisla) og eftir það var rölt niður í fjöru til að sjá áramótaljósin eða þannig.   Sem sagt flottur dagur.

Í dag (sunnudagur) rölti ég úr Kjarrhólmanum niður á Hrísateig til að sækja farskjóann minn.  Ma fékk sér smá gos í gærkvöldi. Smile 65 mínútna ganga.  Svo verður maður að nota nýju gönguskóna Smile Assgoti góðir.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband