Þessi dagur en að lokum góður

Í dag kvöddum við í vinnunni þær Lindu Ósk, Herdísi og Jóhönnu svæðisfulltrúa á Vesturlandi.  Þetta var frekar skrítinn dagur.  Ég var búin að vinna með þeim Lindu og Herdísi frá því að ég byrjaði hjá RKÍ í árslok 1997.  Okkar vinnustaður hjá Rk er oft eins og ein fjölskylda og örugglega öðruvísi en á öðrum vinnustöðum. Smile    En svona eru sumir dagar og það er ekki alltaf jólin. 

Linda Ósk fer ekki langt í burtu, sem betur fer, svo við fáum að njóta hennar krafta miklu lengur. Kannski fer maður bara að venja komu sínar í morgunkaffi í Hamraborg á leið í vinnu.   Svona til að taka púlsinn á deildarstarfi Kópavogsdeildar.  Cool Herdís lofaði að sækja um starf aftur síðar sem sendifulltrúi.  Það er eins gott að hún standi við það.  Wink

En hvað um það.  Eftir vinnu fór ég í bókabúð að kaupa skóladót handa krökkunum. Skólinn er að byrja á morgun.  Það var brjálað að gera og það virtist vera að allir væru seinir fyrir eins og ég. Náði að eyða 12 þúsund krónum í bækur, möppur, liti, skriffæri og fleira. Sjá fólk, það var eins og einhver væri týndur undir bókastöflunum. Allir tættu og boruðu sig niður á neðstu bók.  Af hverju er ekki hægt að fá tilbúinn innkaupapakka fyrir hvern bekk?  Grin  

En þetta er ekki allt búið. Skólatöskurnar eru eftir. Whistling  Ég ætla a bíða eftir krökkunum til að leyfa þeim velja töskur en þau koma á morgun úr sumarbústað með mömmu sinni.  Vonandi finnum við töskur sem henta.  Það væri nú gaman að hafa þær  með innbyggðum tékklista fyrir hvern dag og ekki væri verra að hafa þær með einhverju gönguhvetjandi á brekkuna.  Whistling hehe  Ég er viss um að strákurinn vill hafa festingu á töskunni fyrir hjólabrettið sitt. Hann var að reyna að sannfæra mig um að það væru til flottar skólatöskur í hjólabrettabúð.  Hjólabrettabúð LoL 

Hvað verður það á næsta ári?  Fjórhjól Grin  

Jæja  þetta mun allt ganga upp eins og venjulega.

Skellti mér íí sund og svamlaði 15 metra og lá smá tíma í pottinum. Cool  

Endaði daginn hjá mágkonu minni og elsta bróður í frábærri kjötsúpuveislu .   "Íslensk kjötsúpa, það langbesta sem ég fæ".

 

 

.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vertu ávallt velkominn í Hamraborgina.....stundum heitt á könnunni en annars bara kalt vatn í krananum

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 16:59

2 identicon

Er nú orðin Reykvíkingur en ætla líka að stefna á tíðum heimsóknum í Hamraborgina  :)    Marinó það er örstutt í dalinn úr hólmanum  :))))

Anna Beee (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 17:26

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Marinó Marinó Marinó, þú kaupir auðvitað tösku handa stráknum í hjólabrettabúð og engar refjar. Ég fór í Brim í dag og keypti eina Billabong  ..

En að hinu með Rauða kross fjölskylduna Marinó minn ... við erum svona eins og fjölskylda og því er ekkert hægt að hætta memm... þú situr uppi með okkur Lindu Ósk, Önnu Inga, Jóhönnu Ólafs, Guggu, Ingibjörgu Gunnars, Helgu Maríu, Hólmfríði, Ingu Snævarr, Þórunni, Vildísi, Vigdísi, Rúnu, Hannes, Þóri, Svönu, Njörð, Elínu Jónasar, Svein, Halldóru og og og og og það sem eftir er .

Herdís Sigurjónsdóttir, 22.8.2007 kl. 20:03

4 Smámynd: arnar valgeirsson

...og mig líka hehe. en ef þú ert á blús eftir tólfþúsundkall þá skaltu draga djúpt andann kæri vin.

2 töskur eru tuttugukall. jebbs, bara að fara í símasölu á kvöldin eða eitthvað....

annars óska ég stelputríóinu sem var að róa á önnur mið gæfu í framtíðinni.

arnar valgeirsson, 22.8.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband