Færsluflokkur: Lífstíll
Vikan og tilveran
16.5.2008 | 22:44
Jæja þá er þessi vinnuvika liðin og helgin framundan. Það hefur verið mikið að gera hjá mér í vinnunni. Svo var stór stund hjá Guðbjörgu Arney dóttur minni en hún er stödd í Danmörku í skólaferðalagi. Vikuferð. Mikið rosalega var daman spennt rétt áður en hún lagði af stað. úff held að ég hafi verið farin að taka þátt í spenningnum með henni. En það gengur vel hjá henni en smá heimþrá rétt svona þegar hún er að fara að sofa en þetta er heilmikið ævintýri og krakkarnir í bekknum hennar alltaf að verða meiri og meiri vinir enda er sagt að þau fari út sem krakkar og komi heim sem heimsborgarar.
Aðalfundur Rauða kross Íslands er á morgun og ég verð auðvitað þar (til að þvælast fyrir), tölvumál og önnur tæknimál. Enda var mikið að gera í dag við undirbúning og þess háttar enda er sumt sem þarf að gera strax svo allt gangi upp.
Við feðgarnir erum heima og það er voðalega rólegt og fínt hjá okkur. Ekki það að Guðbjörg sé einhver ólátabelgur þegar hún er heima. Bara eitthvað svo rólegra þegar það vantar einhvern á heimilið. Tala nú ekki um þegar ég er ekki heima, þá hafa þau það rosalega gott eða þannig. Tja........ rífast af og til en er það ekki háttur systkina? En geta svo ekki án hvors annars verið þess á milli?
Vinnufélagar mínir hafa verið rosalega dugleg að hjóla í vinnunna þessa vikuna en ég reyni að sýna viðlit og tek allar beygjur á tveimur hjólum á bílnum mínum; alla veganna segi ég þeim það þegar þau eru að stríða mér á hjólaleysinu og leti. Ekki skrítið að þau striði mér enda var ég manna roggnastur að plana hjólakaup í vor en keyri bara Passat ennþá. Svona er þetta bara. Þykist vera voða snjall þegar ég segi þeim að það sé nú betra að hjóla í heilt ár en nokkra daga á ári.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Byggingavinna í hjáverkum
28.4.2008 | 00:07
Hef áður sagt frá smíðavinnunni sem ég er í hjá bróður mínum. Í dag var stór dagur hjá okkur, því við brutum niður vegginn sem skildi að nýbygginguna og íbúðina. Heilmikið puð en við nutum aðstoðar frá mági okkar enda sá fílefldur. Svo nú erum við farnir að sjá fyrir endan á þessu. Næst er að klára að mála. tengja rafmangið og leggja parketið. Jú svo er smávinna eftir í bárujárninu en sú vinna er nánast búin líka.
Ég hef reyndar ekkert komið nálægt málningunni eða rafmagninu.
Svo það hefur verið nóg að gera, en maður má nú ekki gleyma uppeldinu á börnunum mínum tveimur en þau hafa verið ótrúlega þolinmóð á þessum þvælingi hjá mér. En mikið er nú gott að geta hjálpað öðrum.
Þar sem ég er svona upptekinn út í bæ þá þyrfti ég eiginlega að kaupa mér svona eina ryksugu sem er eins og gæludýr: Hún hreinsar húsið á meðan ég er vinnunni og fer í hleðsludallinn sinn þegar hún er svöng; nei ég meina þegar hún er að verða rafhlöðulaus. Vandamálið er að hún kostar mange penge (að mér skilst) eða í kringum 50 þúsund krónur. En hvað er það ef hún stendur sig vel. Hún er líka klók sem köttur því hún lærir víst hvar mestu óhreinindin voru síðast þegar hún fór yfir svæðið og hvar er óþarfi að hreinsa. Erum við ekki eins? Erum ekkert að hreinsa aftur og aftur þar sem er aldrei skítur. Svo held ég líka að hún sé finn félagi fyrir köttinn. Þannig að...........
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Að hafa valkost
1.4.2008 | 14:46
Rakst á heimasíðu með lista um það sem hefur mest áhrif á líf okkar. Major Life Changes
Auðvitað kostar þetta allt.
http://www.higherawareness.com/lists/major-life-changes.html
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)