Færsluflokkur: Spaugilegt

Will Ferrell sem Bush

Snilldarmyndband með leikaranum Will Ferrell sem Bush í umhverfismálum.


GúrbangúlíjMalíkgúlíjevítsjBerdímúkhammedov

Nú skil ég af hverju það eru nánast aldrei sagðar fréttir frá Túrkmenistan.  Smile  Það er ekki nokkur leið fyrir fréttamenn að segja t.d. nafnið á forsetanum þeirra:    Gúrbangúlíj Malíkgúlíjevítsj Berdímúkhammedov.     Whistling

Prófið bara að láta vefþuluna segja nafnið.   Vefþulan.  


mbl.is Tímatalinu breytt í Túrkmenistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jeppadella

Hef stundum látið hugann reika og spáð í jeppakaup.  Smile En auðvitað er það bara tóm tjara nú á dögum, þar að auki búandi í Kópavogi, þar sem aldrei festir snjó.  Whistling  Ferðast í mesta lagi í vinnunna á bíl.  Grin

Þannig að ég lét bara breyta litla nýja bílnum mínum og ek nú á hálfjeppa-hálf-sparibauk.   

Get kannski sýnt þessum trukkatöffurum að ég sit jafn hátt uppi og þeir.      

monster-smart-car


Hver ræður núna?

Búrið

Fyndið en kannski ekki?

Þótt það sé aðchristmas_funny_pictures_17 komið vor þá get ég ekki stillt mig og sett hér inn skondna mynd sem ég fann á netinu.   Smile

En ég er næstum viss um að flest öll börn sem flugu með þessari vél, hafi því miður farið að hágráta þegar þau gengu út úr henni og sáu hvernig komið var fyrir sveinka.   Whistling

Hlýtur að hafa eyðilagt spennandi flug hjá þeim svona rétt fyrir jólin.


Geymsluþol á eggjum

Fór út í búð áðan.  Hljómar eins og ég hafi aldrei farið áður þangað.  Blush  jú, að vísu fór ég fótgangandi. 

Hvað um það.  Eitt af því sem ég verslaði, voru hænuegg (aldrei séð hanaegg). Smile  Auðvitað fór ég að gramsa í hillunni eftir pakka sem hefði lengstu geymsluþolsdagsetninguna.  Tók eftir því að 6 stk. í pakka höfðu dagsetninguna til 4. apríl en 10 stk. höfðu geymsluþol til 11. apríl en voru pökkuð á sama degi.    Merkilegt. (Lesist ekki sem sex egg í pakka).Whistling 

Geymast þá egg lengur eftir því sem þau eru fleiri saman eða er það bara af því að maður er lengur að klára úr stærri pakkningunni en þeim minni?   nei, bara spyr.  Whistling


Rólegheit yfir hátíðarnar

Smá dagbókarfærsla 

Tók mér frí tvo daga fyrir páska;  hjálpaði litla bróðir að smíða. Sat upp á þaki í þessu fína sólbaðsveðri á Föstudaginn langa við að negla niður þakplötur.  Ég þykist vera voða góður að smíða enda tala bræður mínir um "YFIRSMIÐINN" þegar verið er að vitna í mig. Devil    ÚFFF og ég kann ekkert að smíða en reyni bara að flækjast mikið ekki fyrir. Whistling

Hélt áfram að smíða á laugardeginum en svo þegar ég kom heim síðar um daginn til að gera mig kláran fyrir tónleikanna þá varð maður auðvitað að "sjæna" sig til. Cool Ætlaði að laga aðeins þessi fáu hár sem eftir eru á kollinum en það stóðu 3 af 25 hárum út í loftið en valdi óvart ranga hæð á klippurnar svo það endaði með því að hárið fékk að fjúka.    Grin  Nú er bara ekkert eftir.  Núna lít ég út eins og alvöru skallapoppari Cool eða páskaegg nema bara aðeins sætari en unginn.  Tounge   Spara sjampó alla veganna.  Bandit  Svei mér þá ef ég lít ekki út fyrir að vera tíu árum yngri núna. Whistling

Eftir umrædda tónleika var stefnan tekin austur fyrir fjall.  En elsti bróðir minn og fjölskylda buðu okkur í bústaðinn.   Komum þangað á laugardagskvöldinu og auðvitað var farið beint í pottinn.  Krakkarnir nutu sín í botn þarna.     

Sá mjög frumlega leið til að opna páskaegg.  Frændi minn (og jafnaldri Guðbjargar),  setti sitt egg á mitt gólfið. Hann var í gönguskóm svo ég hélt að hann ætlaði að trampa ofan á eggið.  Nei nei, hann tók tilhlaup og sparkaði í eggið eins fast og hann gat svo pokinn utan af egginu sprakk og það splundarðist út um allt. LoL  Ég stóð í dyragættinni inn af ganginum og súkkulaðið gekk yfir mig.  Eins gott að pokinn sprakk því annars hefði mér liðið eins og markvörður við að reyna að verja páskaegg.   Krakkarnir sátu í sófanum og opnunin var tekin upp á myndband. Whistling Það var ekkert annað að gera en að taka fram ryksuguna og hreinsa upp súkkulaði.  Það þurfti að gera alhreingerningu á bústaðnum. Grin    Þessir krakkar.  LoL Ég ætla nú ekkert að fara að rifja upp mín uppátæki þegar ég var yngri. 

Maður hljómar eins og miðbæjarrotta en mikið voðalega er nú alltaf gott að komast út fyrir bæjarmörkin.  Svo var auðvitað skimað eftir gæsum.   En mér finnst alltaf svo notalegt að komast á Suðurlandsundirlendið á vorin og horfa eftir farfuglum.  Sá ekkert ennþá en veit að það eru komnar stöku fuglar á svæðið.    En mikið voðalega er nú sinan brún svona á vorin en það sést best þegar komið er austur fyrir fjall.   

Hvað um það, helgin er bara búin að vera fín. Vonandi hjá ykkur líka sem lesið þetta.     


Tapsár sjómaður!

Ég hef alltaf verið tregur að fara í sjómann. Blush Kannski er ég bara svona tapsár eða ég get ekkert í sjómanni eða hvort tveggja sé. FootinMouth Whistling Nú eða kannski hræddur við að fá einn á kjaftinn ef ég hefði slysast til að leggja einn eða tvo. Pinch 

Nei, eina sem ég stundaði að viti til að kanna krafta mína, var glíma.

Þegar ég var yngri þá stundaði ég glímu af kappi og hafði gaman af. Keppti meira segja nokkrum sinnum.  Held meira segja að engin beri nafnbótina Fegurðarkóngur Austurlands (í glímu) nema ég. Cool LoLLoL   (Það hefur bara verið keppt í þeim flokki einu sinni og síðan ekki söguna meir).   Enda er nóg að hafa einn fegurðarkóng. Whistling  Kannski ættu menn að taka glímuna sér til fyrirmyndar og keppa í fegurðarsjómanni? Það mætti sjá hvernig þeir bera sig að, hversu vöðvastórir þeir eru nú eða þá snöggir að leggja andstæðinginn. Líka gefa stig fyrir hversu hljóðir þeir eru í sjómanninum. Wink

Nei, Glíman er betri íþrótt.  Að stunda sjómennsku er kannski annað mál.  Whistling


mbl.is Þoldi ekki að tapa í sjómanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðugleikastýring

Hver kannast ekki við vandamál að halda sjónauka stöðugum þegar horft er fríhendis úr honum.  Whistling

Rakst á þessa síðu.  www.skyandtelescope.com/howto/diy  

Bino-Frame-pivoting

Flott fyrir mig.  Grin


Veraldleg gæði umfram allt eða hvað?

Heyrði um daginn góða sögu af háöldruðum hjónum sem höfðu gaman að ferðast um á bílnum sínum þó aldurinn væri farin að færast yfir þau.    Gamli maðurinn var ennþá með bílpróf og hafði mjög gaman að keyra. Hann vildi endilega drífa sig í, að endurnýja bílinn sem þau áttu.  Gamla konan skildi nú ekkert í þessari vitleysu í honum; að láta sér detta í hug að fara að eyða peningum í svona bruðl og þau komin nánast á grafarbakkann.  Sá gamli hélt nú ekki.  "Við skiljum bílinn bara eftir."

-------------------------------------------

Svo var það sölumaðurinn í landbúnaðardeildinni sem hafði frétt af háöldruðum bónda út á landi sem var sagður moldríkur. Sölumanninum hafði verið bent á, af sveitunga bóndans, að sá gamli myndi örugglega kaupa af sölumanninum landbúnaðartæki.   Sölumaðurinn ákafi, dreif sig í að hringja í bóndann og vildi endilega selja honum skítadreifara enda hefði hann frétt að bóndinn væri ríkur og sagði honum að það væri sko ekkert vit í að taka með sér alla þessa peninga sem hann ætti ofan í gröfina.  Því væri tilvalið fyrir hann að láta drauminn rætast og kaupa nýjustu gerð af svona tæki,  sá gamli var nú ekki á því að láta selja sér skítadreifara.

"Nei ég held að það sé ekkert auðveldara að taka með sér skítadreifara í gröfina".   

-------------------------------------------

Það sem gefur þessum sögum gildi er, að þær eru sannar og menn kunna sko að svara fyrir sig á spaugilegan hátt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband