Færsluflokkur: Spaugilegt
Snjór
20.10.2008 | 18:51
Var að horfa á fréttir á Stöð 2 rétt áðan. Sá að snjóélin sem eru hér á höfuðborgarsvæðinu eru greinilega tilkomin vegna snjóframleiðsluvélarinnar norður í Hlíðarfjalli. Ég er að viss um það.
Prófum að slökkva á henni og athugum hvort veðrið lagist ekki?
Frábært myndband
6.9.2008 | 22:30
Varð að setja þetta hér inn en Herdís vinkona mín sendi mér þetta frábæra myndband.
Varð að blogga um þetta
4.9.2008 | 12:28
Þetta er með því betra sem ég hef lesið lengi. Oft hefur verið talað um að það geti verið betra að vera kvenmaður þegar kemur að bílum; hvort sem það er að heimsækja bílaverkstæði, skipta um dekk eða fara með bílinn í skoðun.
Þarna virtist virka að líkja eftir karlmannsrödd til að lokka viðgerðarmanninn í heimsókn en Carol þessi Sinclair var búin að hringja 20 sinnum eftir tölvuviðgerðarmanni án árangurs með sinni eigin rödd. Ég ætla ekkert að réttlæta eftirmálin hjá henni þar sem hún hélt aumingja manninum í gíslingu þar til að hann kláraði að koma nettengingunni í lag. Jæja, nú er ég hættur.
Hélt tölvuviðgerðarmanni í gíslingu til að geta tengst netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ekki skemmtilegur
23.7.2008 | 12:54
Pæling dagsins
Ég er búin að komast að því að ég er ekkert skemmtilegur. Skooh....... Þegar maður getur ekki einu sinni hlegið af vitleysunni í sjálfum sér, þá er full langt gengið.
Gjörsamlega límdur við hann
23.7.2008 | 12:27
Þetta kallar maður að vera límdur við eitthvað. En baráttumaður andvígur þriðju flugbrautinni við Heathrow flugvöll límdi sjálfan sig við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í móttöku í Downing Street í gær. Hefur örugglega notað Grettislím. Þetta er alveg ferlega skondið.
Þarna er komið nýtt baráttutæki við yfirvöld. Kannski geta krakkarnir límt sig við virkjanir og orkuver hér á landi? Ætli forsætisráðherra Íslands þurfi að fara að hugsa sig um í hvaða hönd hann ætlar að taka í þegar verið er að heilsa honum á förum vegi?
Límdi sig við forsætisráðherrann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjörnuspáin mín
22.7.2008 | 19:26
Ég les yfirleitt ekki stjörnuspár en í dag rak ég að sjálfsögðu augun í mína spá í dag. Hvað annað.
Vatnsberi: Það er góður dagur þegar hlutirnir eru þér í hag vegna dugnaðar. Og þar sem þú ert svo vitur, geturðu jafnvel íhugað möguleikann að þannig verði það alltaf.
Svei mér þá, ég held að ég fari eftir þessu. Er að vísu ekkert duglegur í dag en.................
Konur v Karlar
21.7.2008 | 11:08
Mátti til með að setja inn þessa teiknimynd sem fjallar á spaugilegan hátt hvernig karlar og konur framkvæma hlutina á sinn hátt. Bara brosa og hafa gaman af.
Snjall dómari?
30.6.2008 | 22:59
Hvað ef nemandinn hefði skrifað önnur tvö orð? Mér finnst þessi dómari klókur, enda gott að einblína ekki of á það neikvæða. Um að gera að draga fram það jákvæða í öllum.
En stráksi klaufi að gleyma punktinum, úr því að hann vandaði sig svona mikið að setja tvö orð á blað.
Skildi hann hafa setið allan tímann inni í stofunni á meðan aðrir voru að klára sínar ritgerðir? neeeee
Fékk einkunn fyrir tveggja blótsyrða ritgerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Að rekja slóð eða fela
20.6.2008 | 11:21
Ja hérna. Það væri nú eftir öðru. Slóðameistarar á ferð. Nú væri gott að hafa Crocodile Dundie með í för.
Hérna er myndband sem náðist af ísbirninum í gær, þar sem hann var að fela förin eftir sig við Hveravelli, þegar hann frétti að verið væri að leita af sér.
Leit að hálendisbirni heldur áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Slapp í gegnum síu Moggans
3.6.2008 | 13:27
Ég er ekki viss um að nýji ritstjórinn á Morgunblaðinu hafi verið mjög kátur í dag þegar hann uppgötvaði að umrædd mynd hafi ratað á útsíðu Moggans í dag. Blaðinu barst nefnilega mynd Þar sem kría sat á kollinum á álft einni. Ég hafði meira segja aldrei séð svona áður. Kannski var þetta fyrsta ákvörðun ritstjórans unga varðandi mynd á forsíðu blaðsins?
Plastálftir vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |