Geymsluþol á eggjum

Fór út í búð áðan.  Hljómar eins og ég hafi aldrei farið áður þangað.  Blush  jú, að vísu fór ég fótgangandi. 

Hvað um það.  Eitt af því sem ég verslaði, voru hænuegg (aldrei séð hanaegg). Smile  Auðvitað fór ég að gramsa í hillunni eftir pakka sem hefði lengstu geymsluþolsdagsetninguna.  Tók eftir því að 6 stk. í pakka höfðu dagsetninguna til 4. apríl en 10 stk. höfðu geymsluþol til 11. apríl en voru pökkuð á sama degi.    Merkilegt. (Lesist ekki sem sex egg í pakka).Whistling 

Geymast þá egg lengur eftir því sem þau eru fleiri saman eða er það bara af því að maður er lengur að klára úr stærri pakkningunni en þeim minni?   nei, bara spyr.  Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Nei, þau endast greinilega skemur þeim mun fleiri semþau eru. Ef tíu egg pökkuð 11 apríl endast bara til ellefta apríl. Það þýðir að ef þú kaupir 12 egg í pakka þá verðurðu að borða þau á leiðinni heim því annars verða þau ónýt. Þetta þýðir að annað hvort verðurðu að elda þau á bílvélinni þinni eða borða þau hrá!!!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.3.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Verð að viðurkenna smá fljótfærni og mistök.    Ég sá að pökkunardagurinn á litla bakkanum sem ég keypti, er ekki með dagsetningu svo ég gekk út frá því að öll eggin hefðu komið öll í búðina á sama tíma þar sem ég sá bara tvær dagsetningar (á síðasta söludegi) á öllum bökkunum og þeir voru sko ekki fáir.  

Marinó Már Marinósson, 30.3.2008 kl. 22:36

3 Smámynd: Steini Thorst

Ég er nú reyndar með þá reglu að ef engin augu eru byrjuð að myndast á eggjarauðuna, þá er í lagi með eggin. Sama á við um t.d. mjólk sem margir eru mjög svo viðkvæmir fyrir þegar kemur að dagsetningum. Ef mjólkin lítur rétt út, lyktar rétt og smakkast eins og mjólk, þá er mér slétt sama þó síðasti söludagur hafi verið fyrir 2 vikum.

Steini Thorst, 31.3.2008 kl. 09:15

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Einmitt.     Sammála.      Ég var nú mest að brosa yfir því að eggjabakkarnir litu út eins og þeir hefðu meira geymsluþol eftir því sem fleiri egg væru í þeim.    Eitt egg: 1 geymsludagur.  Tíu egg: 10 geymsludagar. 

Marinó Már Marinósson, 31.3.2008 kl. 10:40

5 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

hahaha, áhugaverð pælin, ekki spurning.  En sammála með augun og mjólkina. 

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 31.3.2008 kl. 11:53

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hvað eru augu á eggjarauðunni?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.4.2008 kl. 00:06

7 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Veistu það ekki Kristín?        Hefur þú ekki heyrt talað um stropað egg?

Marinó Már Marinósson, 2.4.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband