Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Skordýr

Já haldið að það sé.. Ætli tollayfirvöld viti af þessum nýju gestum?

Í raun arfavitlaust að flytja mold til landsins.   Er ekki til nóg af henni hér?  


mbl.is Fiðrildalirfur, þúsundfætlur og garðaklaufhali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný sjófuglategund fundin

Var að skoða heimasíðu Wildlife Extra og rakst þar á frétt sem segir frá nýrri fuglategund sem fannst út af ströndum Chile í lok febrúar, en það eru 55 ár eru síðan ný sjófuglategund fannst síðast.  Um er að ræða stormsvölutegund. 

 

birds/2011/harrison_petrel 

This tiny black and white seabird is believed to be new to science. Photo credit Peter Harrison. 

Heimild:  http://www.wildlifeextra.com/go/news/harrison-petrel.html 


Ekki gott ef býflugum fækkar

Engin ein orsök hefur fundist fyrir mikilli fækkun býflugna sem hefur orðið vart víða um heim. Í Bandaríkjunum hefur býflugum til að mynda fækkað um þriðjung á hverju ári síðustu þrjú ár, sem veldur áhyggjum af uppskeru sem veltur á því að flugurnar beri frjókorn á milli plantna. (mbl).

 

 Þetta eru ekki góðar fréttir.  Ég hef verið einn af þeim sem vilja kenna GSM símum um þetta.   Bylgjur frá þeim trufla flugurnar og þær rata ekki til baka í búin sín.   En þetta eru getgátur eins og hvað annað.  

Ef býflugur hverfa þá deyja blómin sem þurfa á þeim að halda til að fjölga sér.  Ekki gott mál.  


mbl.is Hafa áhyggjur af fækkun býflugna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með allt sitt á hreinu

Gaman af þessu enda er þessi snaggaralegi fugl mjög skemmtilegur.

Hef horft á sama parið mæta á svæðið í Fossvoginum ár eftir ár og sé að flugsvæðið hjá karlfuglinum er svipað ár eftir ár. Nánast sami flughringurinn floginn aftur og aftur.    Smile

 

 


mbl.is Hrossagaukurinn flaggar til að sýna ást sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta gos á sama stað og sigketillinn sem fannst árið 1999?

Árið 1999 var frétt hérna á mbl.is um að sigketill hafi fundist á Fimmvörðuhálsi.

 

Sigketill finnst á Fimmvörðuhálsi

"Sigketill hefur fundist á Fimmvörðuhálsi en talið er líklegt að jarðhiti hafi myndast þar við umbrotin í Kötlu í sumar og að þau hafi náð yfir stærra svæði en í fyrstu var talið.Ketillinn er 200 til 300 metrar í þvermál og 10-20 metra djúpur. Hann er einum kílómetra vestan við gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls, sem liggur á milli Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökuls, og norðan til í hálsinum. Kemur vatn undan honum og rennur í Hvanná og þaðan í Krossá. 

Enginn kannast við jarðhita þar og sigketillinn sést ekki á eldri loftmyndum, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands." Mbl.is 14.10.1999

Munið ekki eftir fréttum á sínum tíma af auðu blettunum sem sáust á Fimmvörðuhálsi þegar snjór lá yfir öllu?

Gaman væri að vita hvort eldgosið í dag sé á sama stað?


mbl.is Mældu færslu kvikunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ratsjá á stríðsárum

Þá er komin tími á smá blogg, aðallega til gamans.  Ekkert kreppuhjal hérna.  Smile 

Vissuð þið að þegar Japanir gerðu loftárás á herstöðvar Bandaríkjamanna á Hawaii-eyjum þann 7. desember árið 1941, var 556. ratsjársveit Bandaríska hersins búinn vera með samskonar ratsjá hér á landi í fullri notkun í rúma þrjá mánuði.  

Stöðin á Hawaii var aðeins rekin í tilraunaskyni í nokkrar klukkustundir á dag  þegar japönsku flugvélanna varð vart í ratsjánni. 

Sagt er frá þessu í bókinni Fremsta víglína eftir Friðþór Eydal

Þar segir ennfremur að ratsjársveitin 556. fyrsta bandaríska  loftvarnarsveitin sem tók sér stöðu á ófriðarsvæði í síðari heimstyrjöldinni þegar hún kom hingað til lands og var árangur hennar álitin mjög mikilvægur í stríðinu.     

Með fyrirvara um villur í texta. Blush 


Eldur við Kleifarvatn

"Slökkviliði Grindavíkur barst óvænt hjálp við slökkvistarf á heiðinni austan við Kleifarvatn eftir hádegið. Starfsmenn Þyrluþjónustunnar eru að búa sig undir að fara í loftið og verður sérstök fata notuð til að freista þess að slökkva gróðureldana. Vatn verður sótt í Kleifarvatn og ausið yfir eldinn".   .... 

og Gæslan búin að eyða öllum peningum. Ekkert þyrluflug að óþörfu.   

Eru þetta kannski ekki stórtíðindin sem sjáandinn sá fyrir að yrðu við Kleifarvatn? Eitthvað stórmerkilegt myndi gerast á þessu svæði.   Spyr sá sem ekki veit.  Whistling


mbl.is Þyrluþjónustan til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég spái

Ég spái því að það verði engin stór jarðskjálfti í kvöld. Wizard  En ég spái því að það verði nokkrir litlir, svona innan við 2 á Richter, eins og verið hefur undanfarin misseri.   Whistling   En samt ....    Ég hefði aldrei getað spáð fyrir litla skjálftanum sem mældist rétt norðan við Fjarðarheiði í síðustu viku.  LoL  

Hvar var blessuð konan rétt áður en hrunið mikla varð í október í fyrra?   Hefði betur varað við þeirri vá. 

 

 


mbl.is Spurt um jarðskjálftaspádóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvaglegt próf!

Ja hérna.   Allt er nú hægt að mæla.   Nú er það plastflöskurnar.   Nýjasta rannsóknin sýnir að þeir sem drekka úr flöskum úr pólýkarbónatplasti hafa mun hærri styrk af Bisfenól-A (BPA) í þvagi en þeir sem ekki drekka úr slíkum flöskum.   Það sem ég segi.  Lítil Kók og "pilli í brán" eru alltaf bestir.  

Er þá glerið ekki grænna en plast?


mbl.is Plastefni mælist í þvagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farfuglar koma

Nú eru farfuglarnir farnir að sjást við suðurströnd landsins.

Í vetur voru 40 álftir merktar í Bretlandi og er hægt að fylgjast með þeim hér.

Þegar eru nokkrar álftir komnar yfir hafið en ein þeirra lagði af stað um daginn en snéri við vegna veðurs en kláraði svo flugið stuttu síðar.  

Einnig er gaman að fylgjast með komu annarra fugla inn á síðunni fuglar.is 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband