Ekki gott ef býflugum fækkar

Engin ein orsök hefur fundist fyrir mikilli fækkun býflugna sem hefur orðið vart víða um heim. Í Bandaríkjunum hefur býflugum til að mynda fækkað um þriðjung á hverju ári síðustu þrjú ár, sem veldur áhyggjum af uppskeru sem veltur á því að flugurnar beri frjókorn á milli plantna. (mbl).

 

 Þetta eru ekki góðar fréttir.  Ég hef verið einn af þeim sem vilja kenna GSM símum um þetta.   Bylgjur frá þeim trufla flugurnar og þær rata ekki til baka í búin sín.   En þetta eru getgátur eins og hvað annað.  

Ef býflugur hverfa þá deyja blómin sem þurfa á þeim að halda til að fjölga sér.  Ekki gott mál.  


mbl.is Hafa áhyggjur af fækkun býflugna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ekki bara blómin heldur þær plöntur er fjölga sér með þessum frjóberum.

Þetta veltur síðan uppskerubresti og hungursneyðum.

Óskar Guðmundsson, 29.4.2010 kl. 14:08

2 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Eflaust hafa vísindamenn lokað öllum vitum fyrir þeim möguleika að mannkynið sé búið að nota svo mikið af skordýraeitri að þær eru að drepast núna, eða kannski öllu heldur einfaldlega ekki að fjölga sér eins og áður.

Tómas Waagfjörð, 29.4.2010 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband