Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Ég segi líka: Hvað dettur þeim í hug næst

Sjaldan hef ég heyrt aðra eins vitleysu.  Þó svo að Fischer hafi verið einn mesti skáksnillingur sem upp hefur verið, þá er ég nokkurn veginn viss um að honum hefði aldrei langað að búa hér ef allt hefði verið með feldu.

Íslendingar mega vera stoltir af því að hafa boðið Bobby Fischer að gerast íslendingur og það má líka þakka Davíð Oddssyni að það skyldi gerast, þegar allt var komið í hnút á sínum tíma.  Það var mikil mannúð að hjálpa blessuðum fársjúkum manninum að losna úr fangelsinu í Japan.   Ég var alla veganna stoltur af því. 

Ég man að þegar Bobby var að koma til landsins þá spurði ég sjálfan mig; En hvað með alla hina sem eru í svipaðri stöðu? Á bara að hjálpa þeim sem eru frægir og láta hina eiga sig.  

En hvað um það.

Það á að jarða manninn með látlausri en virðulegri athöfn og leyfa manninum að verða að ósk sinni að hafa þetta einfalt.  Þannig var Bobby Fischer.  

Verum stolt að því að bjóða landflótta fólki ný tækifæri hér á landi eins og t.d. Bobby og látum þar við sitja. 


mbl.is Ekki rætt um að fleiri verði jarðsettir á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um snillinga í umferðinni

Þegar ég var að fara í vinnuna á föstudagsmorguninn þá ók einn voða góður bílstjóri fram úr mér á Nýbýlaveginum og gerði það með stæl.  Tróð sér inn í röðina með frekju.  Devil Ég sá hann svo taka Hafnafjarðarveginn í stjórasvigi á fullri ferð. Hann fór lengst til vinstri og sveigði svo síðan alveg til hægri sitt og hvað á milli bíla til að komast  sem fyrst.  Sá að hann skellti sér síðan upp brekkuna í áttina að Bústaðaveginum.  En þegar ég kom upp í brekkuna þá beið greyið þar ennþá á rauðu ljósi.   Grin

Mér varð hugsað til þekktrar persónu hér í bæ sem var mikill bílaáhugamaður. 

Hann átti að hafa sagt að það skipti sig engu hvort hann legði af stað í vinnuna klukkan tíu mínútur í átta eða tíu yfir átta. Hann væri alltaf komin í vinnuna klukkan átta.  Cool Þess bera að geta að þessi maður átti bara BMW bíla að dýrari gerðinni.  Í þá daga var að vísu annað viðhorf til hraðaksturs en nú er og minni umferð.

Þetta eru snillingar.


Jóla.... hvað?

Sit hér við tölvuna eftir gott spjall við góðan vin í kvöld.  Er að spá í "Jóla-afvötnun"  eða fráhvarfseinkenni,  Pinch  tja.... ég meina hvort ég eigi að klára að taka niður jóladótið eða leyfa því að vera uppi svona fram að þorranum.  Undecided

Eða bara taka eina og eina kúlu niður af og til.    Þá verður verður tiltektin minna áberandi.  Kemur allt í ljós á morgun.  Whistling   Ekki það, að tiltektin hafi þvælst mikið fyrir mér.  FootinMouth

Annars hef ég verið voðalega duglegur að fara í ræktina að undanförnu með dóttur minni. Cool  Frábært að geta farið saman.  Smile  Hún gefur mér sko ekkert eftir.  Blush  Erfiðast var að byrja, en núna er þetta bara gaman.


Er það nú

Hringtorg fyrir Sprengisand?  Til hvers?
mbl.is Vilja aukaakrein meðfram Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetaframboð

Ég er að hugsa um að bjóða mig fram í embætti forseta Íslands.  Cool Grin GetLost

Ég heyrði í sjónvarpinu í kvöld að það þyrfti að endurskoða lögin til að koma í veg fyrir að ákveðnir menn í þjóðfélaginu geti boðið sig fram til embættis forseta Íslands. 

Hvað er fólki?   Á nú allt í einu að búa til reglur sem koma í veg fyrir að hver sem er geti boðið sig fram!  Ekki það að ég myndi aldrei kjósa Ástþór. GetLost   Er þá bara ekki best að banna öðrum að bjóða sig fram ef sitjandi forseti vill halda áfram? 

Ekkert að því að endurskoða lögin um framboðsmálin.   Ekki bara allt í einu núna af því að Ástþór ætlar að bjóða sig fram.   Það hafa áður komið fram kandídatar sem ætluðu að velta úr stalli kjörnum forseta sem kaus að bjóða sig fram aftur. 

Við hvað eru menn hræddir.  Er bara ekki fínt að fá úr því skorið hvað þorri manna vill, þegar endurnýja þarf persónu í embættið. 

Mér finnst að það eigi að breyta svona lögum á miðju tímabili svo það halli ekki á neinn. 


Áramótakveðjur

Hér er ég á fullu að steikja rjúpur og alles.   Skooo mig. Cool     

Sendi ykkur öllum innilegar áramótakveðjur,  bloggvinum, vinnufélögum og vinum mínum svo og þeim sem hafa nennt að lesa þessi fálátlegu orð hér á þessu ári sem er að líða.  Líka áramótakveðjur austur á Reyðarfjörð, Danmörk,  Húsavík, Akureyri, Hollands og Nýja Sjálands.   Wizard

Þetta hljómar svo áramótalegt í ríkisútvarpinu.  Whistling

Gleðilegt ár öll sömul. 


Litli handrukkarinn

Guðbjörg sendi mér þetta myndbrot.   Alveg frábært.  Á ekki við skrif mín hér á undan. Talandi að byrja að drekka snemma.   Whistling

 

http://youtube.com/watch?v=MClLhxqVMxQ


Kvíði, vín og unglingar

Nú hugsar einhver,  hvaða bull er þetta!      

Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir að unglingar byrja að drekka?  Auðvitað eru margar leiðir til en með því að byggja upp góða sjálfsímynd hjá viðkomandi er ein leið til að koma í veg fyrir drykkju.   

Það væri hægt að einbeita sér að þeim krökkum sem eru haldin kvíða eða hafa litið sjálfstraust.

En ég held einmitt að svoleiðis einstaklingur sé líklegri til að leiðast út í drykkju þar sem hann vill t.d. ekki vera minni en hinir sem eru byrjaðir að smakka vín og leiðist þar að leiðandi út í drykkju til að passa inn í hópinn. 

Því held ég að skólinn sé einmitt kjörinn vettvangur til að byggja upp góðan grunn og aðstoða við að finna út hvaða unglingar eru t.d. með kvíðaeinkenni eða eru útundan og hjálpa þeim að fá rétta aðstoð.    Þegar upp er staðið þá njóta allir góðs af.   

 


Jólakveðja

 

Óska öllum gleðilegra jóla

http://www.youtube.com/watch?v=u4uvua9cDXM


Flott hjá þér Erla Ósk

Til hamingju með niðurstöðuna.   Bara frábært ef starfsreglum verður breytt þarna vestur frá.
mbl.is Erla Ósk fagnar niðurstöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband