Kvíði, vín og unglingar

Nú hugsar einhver,  hvaða bull er þetta!      

Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir að unglingar byrja að drekka?  Auðvitað eru margar leiðir til en með því að byggja upp góða sjálfsímynd hjá viðkomandi er ein leið til að koma í veg fyrir drykkju.   

Það væri hægt að einbeita sér að þeim krökkum sem eru haldin kvíða eða hafa litið sjálfstraust.

En ég held einmitt að svoleiðis einstaklingur sé líklegri til að leiðast út í drykkju þar sem hann vill t.d. ekki vera minni en hinir sem eru byrjaðir að smakka vín og leiðist þar að leiðandi út í drykkju til að passa inn í hópinn. 

Því held ég að skólinn sé einmitt kjörinn vettvangur til að byggja upp góðan grunn og aðstoða við að finna út hvaða unglingar eru t.d. með kvíðaeinkenni eða eru útundan og hjálpa þeim að fá rétta aðstoð.    Þegar upp er staðið þá njóta allir góðs af.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta er alveg rétt hjá þér, skólinn gæti verið mikil stoð í svona málum, foreldrar eru ekki allir endilega hæfastir... Margir foreldrar eru það en alls ekki allir foreldrar.

Marta B Helgadóttir, 30.12.2007 kl. 12:00

2 Smámynd: gudni.is

Þetta er alltaf erfið barátta að koma í veg fyrir að unglingar hefji neyslu áfengis og annarra vímugjafa. Ég er þeirrar skoðunar að því seinna sem unglinga/ungmenni hefji notkun þessara vímugjafa því minni líkur séu á því að viðkomandi lendi í ógöngum fyrir vikið.
Ég held að besta leiðin til að koma í veg fyrir vímuefneneyslu sé að sjá til þess að ungmennin hafi nóg fyrir stafni á öðrum vettvangi. Ég tala af reynslu hvað þetta varðar. Ég er þrítugur í dag og ég smakkaði ekki dropa af áfengi eða öðru slíku fyrr en ég var 23 ára gamall. Í dag drekk ég áfengi og nota kókaín í mjög miklu hófi. Þetta hefur aldrei valdið mér nokkrum vandamálum og hefur ekki stjórnað lífi mínu á nokkurn hátt og um er að ræða neyslu sem á sér stað nokkrum sinnum á ári.

Það sem hinsvegar bjargaði mér frá hinni hefðbundnu unglingadrykkju og rugli var það að hafa nóg fyrir stafni á allt öðrum vettvangi. Frá 13 ára aldri var ég gjörsamlega á bólakafi í mótorhjóla og vélsleðaakstri og keppnismennsku. 15 ára byrjaði ég að keppa í snjókrossi á vélsleðum, 17 ára byrjaði ég að keppa í rallýkrossi á bílum, 18 ára byrjaði ég að keppa í rallakstri sem aðstoðarökumaður, þegar ég varð 20 ára var ég nýbúinn að tryggja mér kærkominn Íslansmeistaratitil í rallakstri sem aðstoðarökumaður.
Þetta allt saman varð til þess að ég var svo upptekinn (passion) af því sem ég hafði fyrir stafni að það hvarflaði ekki að mér að fara að stunda það sem 95% minna jafnaldra stunduðu = Sukk allar helgar

Flestir fá sér áfengi og annað á lífsleiðinni, það er staðreynd. En, því seinna sem menn byrja því betra að mínu mati..!!

gudni.is, 31.12.2007 kl. 15:06

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sæll Guðni.     Ég er hjartanlega sammála þér að ef krakkarnir hafa nóg fyrir stafni þá er minni hætta á að þau leiðist út í drykkju of snemma.   En sjálfstraustið þarf að vera til staðar til að standast freistingarnar.   Leitt að heyra þetta með kókaínið.    Sendi þér áramótakveðjur. 

Marinó Már Marinósson, 31.12.2007 kl. 15:18

4 Smámynd: gudni.is

Takk fyrir það Marinó. Já það er rétt. Ég hef beitt mér í því í nokkrum tilvikum í kringum mig að hjálpa til við að láta krakkana hafa nóg fyrir stafni og að hafa markmið, ástríðu (passion) í lífinu. Það leiðir oft gott af sér. Í mínu tilviki þá er ég nú að horfa upp á nákominn 18 ára pjakk sem er nýorðinn atvinnumaður í sinni ástríðu, sem er mjög gott. Ég hafði stutt hann í sinni ástríðu frá unga aldri og það er að bera góðan ávöxt nú.

Já auðvitað er þetta frekar leitt með kókaínið. Ég lít það semt ekkert hræðilegum augum í mínu tilviki. Kókaín hefur ekki valdið mér meiri skaða á nokkurn hátt heldur en t.d. áfengi, en vissulega er það ólöglegt. En allt er gott í hófi.

"Jóla"-kveðja...Guðni

gudni.is, 31.12.2007 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband