Forsetaframboð

Ég er að hugsa um að bjóða mig fram í embætti forseta Íslands.  Cool Grin GetLost

Ég heyrði í sjónvarpinu í kvöld að það þyrfti að endurskoða lögin til að koma í veg fyrir að ákveðnir menn í þjóðfélaginu geti boðið sig fram til embættis forseta Íslands. 

Hvað er fólki?   Á nú allt í einu að búa til reglur sem koma í veg fyrir að hver sem er geti boðið sig fram!  Ekki það að ég myndi aldrei kjósa Ástþór. GetLost   Er þá bara ekki best að banna öðrum að bjóða sig fram ef sitjandi forseti vill halda áfram? 

Ekkert að því að endurskoða lögin um framboðsmálin.   Ekki bara allt í einu núna af því að Ástþór ætlar að bjóða sig fram.   Það hafa áður komið fram kandídatar sem ætluðu að velta úr stalli kjörnum forseta sem kaus að bjóða sig fram aftur. 

Við hvað eru menn hræddir.  Er bara ekki fínt að fá úr því skorið hvað þorri manna vill, þegar endurnýja þarf persónu í embættið. 

Mér finnst að það eigi að breyta svona lögum á miðju tímabili svo það halli ekki á neinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið sammála þér.

Ef þú ferð í framboð og vantar kosningastjóra þá veist þú hvar mig er að finna

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 20:35

2 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

Marinó

Ég skal skrifa á stuðningsmannalistann þinn, get líka gerst kosningasmali fyrir þig, láttu mig vita

kv. Rúna 

Guðrún Indriðadóttir, 8.1.2008 kl. 20:34

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

hmmm??     Við skulum ekki flækja þetta neitt.    Takk fyrir þetta  en ég held að ég myndi aldrei standa mig vel í embættinu, enda heimakær með eindæmum.    Svo þar fyrir utan finnst mér nú hálf dónalegt að bjóða sig gegn sitjandi forseta.    Ég ber mikla virðingu fyrir forseta Íslands þó svo að ég sé ekki hrifinn hversu pólitískur hann í dag.  Mín skoðun er sú að forsetinn á að vera yfir pólitík hafinn, svo allir séu sáttir.

Marinó Már Marinósson, 9.1.2008 kl. 00:20

4 identicon

En það var tilkynnt um áramótin að búið væri að reka Dorit úr forseta-hjónunum, þannig að kannski sú staða sé laus  , Óli og Marinó hljómar samt ekki eins vel og Óli og Dorit.

Gulla (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 10:51

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Marinó Már Marinósson, 9.1.2008 kl. 13:00

6 identicon

Gulla...það eru nú takmörk fyrir því sem við leggjum á Marinó, halló kona!

Ég ber líka virðingu fyrir þessu embætti, ég vil ekki að forsetinn sé pólitískur leiðtogi, hann á að vera þessi hlutlausi aðili..... með skoðanir en ekki nein puntudúkka, mér finnst engin dónaskapur að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, síður en svo en bara EF mönnum er þá alvara með framboði sínu´= bara sátt við Óla

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 20:19

7 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

Mér finnst nú forsetinn ekkert sérstaklega pólitískur, hann má alveg hafa skoðanir.  Stundum skiptir líka máli hvað maður heldur að hann hafi ætlað að segja, hvað gerir maður ráð fyrir að hann meini það heyrir maður svo út úr orðum hans

Guðrún Indriðadóttir, 9.1.2008 kl. 22:49

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þó ekkert tilefni sé til vil ég taka skýrt fram að ég gef ekki kost á mér í forval til forsetakjörs að þessu sinni.

Þessi yfirlýsing er ekki bindandi fyrir sjálft forsetakjörið ef þið skiljið hvað ég meina.

Ekki geri ég það.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.1.2008 kl. 17:08

9 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Heimir!  Ég bíð þá spenntur eftir mótframboði frá þér.  

Marinó Már Marinósson, 12.1.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband