Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Heimilisstörfin bæta geðheilsuna
11.4.2008 | 11:24
"Að taka rækilega til hendinni við heimilisstörfin bætir ekki bara umhverfi fólks það bætir einnig geðheilsuna". Samkvæmt breskri könnun þarf ekki nema 20 mínútur á viku.
Ekki veit ég hvernig komið væri fyrir mér ef ég tæki ekki til af og til. Reyndar sér dóttirin um að halda öllu í röð og reglu á heimilinu enda pabbinn latur með eindæmum.
Kannski ætti ég að taka mig á svo ég fari ekki alveg yfir um. Vera duglegri þegar mesta skammdegið lúrir yfir manni. Þó það sé ekki nema 5 mínútur á dag.
![]() |
Heimilisstörfin bæta geðheilsuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Oddaflug
10.4.2008 | 22:43
Jæja, nú finnst mér vorið vera komið. Sá fyrstu gæsirnar á þessu ári koma í oddaflugi inn yfir Reykjavík núna í kvöld um kl. 21. Þarna var um stóran gæsahóp að ræða. Hafa örugglega verið yfir hundrað gæsir. Þar sem þær komu fljúgandi úr suðri yfir höfuðborgarsvæðið, þá geri ég ráð fyrir að þær hafi komið upp að landinu við Reykjanes. Hafa trúlega eitthvað borið af leið vegna vindátta. Þær flugu hátt yfir og sveigðu svo upp í Mosfellsdalinn. Það má reikna með að þær hafi verið búnar að vera á stanslausu flugi í ca 30- 40 tíma, frá því að þær lögðu af stað frá Bretlandseyjum.
Algengast er að farfuglar komi fyrst upp að landinu á svæðinu frá Lóni og suður í Vík en vindáttir bera þá oft af leið.
John Lennon, Eric Clapton, Keith Richards
7.4.2008 | 18:54
Draumabandið sem spilaði bara eitt lag saman, "Yer Blues".
Tekið sennilega upp 11. desember 1968 fyrir the Rolling Stones Rock n Roll Circus?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fuglalíf í miðbænum
4.4.2008 | 23:01
Ég þurfti að skreppa niður Laugaveginn nú í kvöld en umferðin var óvenjulega mikil og gekk seint. Það kom í ljós af hverju svo var. Neðst á Laugaveginum var ungur smyrill að gæða sér á dauðum fugli á gangstéttinni og það var ekkert sem haggaði honum enda stoppuðu allir til að horfa á aðfarirnar og það í niðamyrki.
Ég hef oft og mörgum sinnum séð bæði smyril og fálka veiða og matast og undrast alltaf hversu gæfir þessir fuglar eru við "matarborðið". Það var engin undantekning á í kvöld. Fólk var alveg ofan í honum en fuglinn hélt áfram að éta eins og ekkert væri.
Ég man alltaf eftir frásögn sem afi minn á Reyðarfirði sagði mér þegar ég var ungur. Afi var einu sinni að vinna við húsbyggingu og sér þá hvar rjúpa kemur svífandi að húsinu og stingur sér inn um kjallaraglugga og rétt á eftir henni kemur fálki. Fálkinn sest í gluggasylluna og starir á rjúpuna sem hnipraði sig saman undir tjörupappa sem var inn í herberginu. Afi sagðist hafa gengið að fálkanum og gripið utan um hann en fálkinn tók varla eftir því, svo fast starði hann á rjúpuna. Svo þegar honum var sleppt stuttu síðar þá ætlaði hann aftur að setjast í gluggann en áttaði sig og flaug í burtu.
Jeppadella
3.4.2008 | 23:56
Hef stundum látið hugann reika og spáð í jeppakaup. En auðvitað er það bara tóm tjara nú á dögum, þar að auki búandi í Kópavogi, þar sem aldrei festir snjó.
Ferðast í mesta lagi í vinnunna á bíl.
Þannig að ég lét bara breyta litla nýja bílnum mínum og ek nú á hálfjeppa-hálf-sparibauk.
Get kannski sýnt þessum trukkatöffurum að ég sit jafn hátt uppi og þeir.
Byggjum brú yfir Sundahöfn
1.4.2008 | 16:01

![]() |
Ólíklegt að Sundabraut fari í útboð í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að hafa valkost
1.4.2008 | 14:46
Rakst á heimasíðu með lista um það sem hefur mest áhrif á líf okkar. Major Life Changes
Auðvitað kostar þetta allt.
http://www.higherawareness.com/lists/major-life-changes.html
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geymsluþol á eggjum
30.3.2008 | 20:36
Fór út í búð áðan. Hljómar eins og ég hafi aldrei farið áður þangað. jú, að vísu fór ég fótgangandi.
Hvað um það. Eitt af því sem ég verslaði, voru hænuegg (aldrei séð hanaegg). Auðvitað fór ég að gramsa í hillunni eftir pakka sem hefði lengstu geymsluþolsdagsetninguna. Tók eftir því að 6 stk. í pakka höfðu dagsetninguna til 4. apríl en 10 stk. höfðu geymsluþol til 11. apríl en voru pökkuð á sama degi. Merkilegt. (Lesist ekki sem sex egg í pakka).
Geymast þá egg lengur eftir því sem þau eru fleiri saman eða er það bara af því að maður er lengur að klára úr stærri pakkningunni en þeim minni? nei, bara spyr.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Neil Aspinall rótari og vinur Bítlanna látinn
24.3.2008 | 17:04
Einn af þeim sem komu hvað mest við sögu hjá Bítlunnum, Neil Aspinall, er látinn. Eins og kemur fram á mbl.is þá var Neil ein aðal gæinn sem hélt Bítlunum saman og einn af þeim fáu sem reyndist vinur þeirra allra sem og auðvitað George Martin og Malcolm 'Mal' Evans (f. 27. maí, 1935 - d. 5. jan. 1976) sem var aðal framkvæmdastjórinn, rótari, lífvörður og vinur þeirra og fylgdi þeim allan ferilinn.
Neil var í sama bekk og Paul McCartney þegar þeir voru 12 ára en það var George sem kom honum að sem starfsmanni (fyrst sem bílstjóri). Neil ætlaði að hætta að vinna með sveitinni þegar Pete Best (trommari) var rekinn úr henni af Brian Epstein og Ringo var ráðinn í staðinn. Ég las einhversstaðar að Pete Best hefði hvatt Neil til að vera áfram með Bítlunum en Neil var mjög ósáttur við þetta. Þess má geta að Neil eignaðist barn með Monu Best, systur Pete. Lítill heimur.
![]() |
Neil Aspinall látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 30.3.2008 kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band tónleikarnir
23.3.2008 | 23:55
Fór með krökkunum á Bítlatónleikanna "Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band" í Háskólabíó á laugardaginn. Þetta var fín skemmtun þó hljómgæðin hafi ekki verið nógu góð. Enda alltaf erfitt að stilla saman poppurum, með sínum hávaða og fiðlum, með sínum fínu tónum. Við vorum svo heppin að sitja fremst, vinstra megin í salnum og sátum því nær strengjasveitinni og heyrðum alltaf í henni en ég er ekki viss um að þeir sem sátu hægra megin hafi heyrt eins vel í fiðluleikurunum.
Ætla svo sem ekkert að gera upp á milli söngvaranna sem stóðu sig vel en voru sumir hverjir lengi í gang. En verð þó að taka fram að það var hrein unun að hlusta á KK og sinfóníuna (Melabandið) taka lagið She's Leaving Home. Ekki oft sem maður heyrir þetta lag flutt á tónleikum og hvað þá með heila sinfóníuhljómsveit við undirleik. Svo má ekki gleyma trompettleiknum í Penny Lane en ég man því miður ekki hvað hljóðfæraleikarinn heitir sem lék en ég get svo svarið það: Hann tók laglínuna nákvæmlega eins og var gert á plötunni.
Sem sagt, frábær skemmtun.
Læt fylgja með umrædd lög sem ég fann á YouTube
Vinir og fjölskylda | Breytt 25.3.2008 kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)