Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Tapsár sjómaður!
18.3.2008 | 08:42
Ég hef alltaf verið tregur að fara í sjómann. Kannski er ég bara svona tapsár eða ég get ekkert í sjómanni eða hvort tveggja sé.
Nú eða kannski hræddur við að fá einn á kjaftinn ef ég hefði slysast til að leggja einn eða tvo.
Nei, eina sem ég stundaði að viti til að kanna krafta mína, var glíma.
Þegar ég var yngri þá stundaði ég glímu af kappi og hafði gaman af. Keppti meira segja nokkrum sinnum. Held meira segja að engin beri nafnbótina Fegurðarkóngur Austurlands (í glímu) nema ég.
(Það hefur bara verið keppt í þeim flokki einu sinni og síðan ekki söguna meir). Enda er nóg að hafa einn fegurðarkóng.
Kannski ættu menn að taka glímuna sér til fyrirmyndar og keppa í fegurðarsjómanni? Það mætti sjá hvernig þeir bera sig að, hversu vöðvastórir þeir eru nú eða þá snöggir að leggja andstæðinginn. Líka gefa stig fyrir hversu hljóðir þeir eru í sjómanninum.
Nei, Glíman er betri íþrótt. Að stunda sjómennsku er kannski annað mál.
![]() |
Þoldi ekki að tapa í sjómanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Einkennilegur dómur
17.3.2008 | 15:49
Mér finnst dómur, þar sem móðir ungrar stúlku var dæmd til að greiða kennara tæpar 10 milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd dóttur sinnar, hálf einkennilegur. Ekki misskilja. Að sjálfsögðu á að bæta kennaranum tjónið, engin spurning.
En er ekki skólaskylda í landinu? Eftir því sem ég skil, þá mega börn ekki fara af skólalóðinni á skólatíma nema með leyfi og eru þau þá ekki á ábyrgð skólans á þessum tíma?
Mun heimilistrygging fjölskyldunnar greiða þessa upphæð, ef fjölskyldan er svo heppin að vera með heimilistryggingu? Spyr sá sem ekki veit.
Svona mál verður að vera á hreinu.
![]() |
Spurning um hvort ábyrgðartryggja eigi börn í skólastarfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Smiður um helgar
16.3.2008 | 22:59
Jæja, nú er ég voða duglegur. En þessa daganna er ég að (reyna) hjálpa litla bróður og hans fjölskyldu að smíða viðbygginguna sem þau hafa verið að láta smíða hjá sér. Síðustu smiðir sem komu til hans voru hreint ótrúlegir, þannig að við bræður höfum eytt helginni í að smíða mest allt upp á nýtt það sem "snillingarnir" gerðu í vikunni.
En mikið voðalega er nú gott að standa upp frá skrifborðinu og breyta til. Þá meina ég að taka almennilega á.
Næstu helgar eru því vel skipulagðar.
Vinir og fjölskylda | Breytt 17.3.2008 kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skólahreysti er frábært framtak
8.3.2008 | 18:08
Var að horfa á Skólahreysti sem nú er verið að sýna á Skjá einum. Andrés Guðmundsson aflraunakappi og skólahreystifrumkvöðull og Lára kona hans eru að gera frábæra hluti með þessari hugmynd og eiga heiður skilið. Ekki skemmir að hafa Jónsa sem kynni en þeir virka mjög jákvæðir út í alla keppendur en greinilegt á þeim að sigur er ekki aðalmálið. Flest allir grunnskólar hafa tekið þátt í þessari keppni. Flottir krakkar og hraustir.
Strákurinn minn situr límdur fyrir framan skjáinn og horfir á og hann segist ætla sko að vera með þegar hann hefur aldur til.
Vinir og fjölskylda | Breytt 12.3.2008 kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kaupa sigur!
8.3.2008 | 17:27


![]() |
Rándýrt mark hjá Torres í stórsigri Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Undarlegt mál.
8.3.2008 | 16:07
Af hverju fór Watson ekki úr að ofan til að sýna marblettinn? Ég tel að þá hefði ekki farið á milli mála hvort hann hafi verið í vestinu þegar skotið var í vestið. Það ætti að vera mikið mar á honum eftir höggið. Fannst skrítið að sjá þá plokka kúluna svona fljótt úr vestinu.
En þetta er orðinn hálfgerður skrípaleikur, bæði hjá friðarsinnum og hvalveiðimönnum og endar því miður ekki fyrr en einhver drepst, þar sem átökin hafa stigmagnast á undanförum mánuðum.
![]() |
Varð Paul Watson fyrir skoti? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvar varstu áður?
4.3.2008 | 23:17
Hafið þið ekki einhvern tíma fundið fyrir þeirri tilfinningu þegar þið hafið komið t.d. á nýjan stað, að ykkur finnist eins og þið hafið komið þangað áður?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyrirsögn hálf skondin
4.3.2008 | 19:31
Var að lesa fréttna "Sekt fyrir að keyra ölvaður á brunahana" hér á mbl.is
Maður veltir því fyrir sér hvort viðkomandi hefði hugsanlega sloppið við sektina ef hann hefði ekki ekið á?
![]() |
Sekt fyrir að keyra ölvaður á brunahana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stöðugleikastýring
4.3.2008 | 13:16
Hver kannast ekki við vandamál að halda sjónauka stöðugum þegar horft er fríhendis úr honum.
Rakst á þessa síðu. www.skyandtelescope.com/howto/diy
Flott fyrir mig.
Afmælisdagur
3.3.2008 | 00:45
Aftur skrifa ég um afmæli.
Í dag (3. mars) á pabbi minn Marinó Ó. Sigurbjörnsson afmæli en hann er fæddur 3. mars 1923 og er því 85 ára. Ekki er ég nú viss um að hann verði kátur ef hann fréttir af þessu pári mínu hér. En hann hefur alltaf verið mín fyrirmynd svo ég verð að minnast aðeins á afmælisdaginn.
Pabbi er eldhress þótt aldurinn sé farinn að færast yfir. Hann er eins og fjallageit upp um öll fjöll, og hefur skotið rjúpur ofan í mannskapinn undanfarin ár en hann skildi samt ekkert í mér núna fyrir síðustu jól þegar ég sagði honum að ég væri búin að kaupa mér skoskar rjúpur og hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af mér. En hann var fljótur að gera gott úr þessu og sagði að þær væru alveg eins góðar og íslenskar rjúpur, en vantaði bara rjúpnalaufið í sósuna.
Einu atviki man ég vel eftir þegar ég var ungur en þá vorum við strákarnir í fótbolta á lóðinni heima eins og gengur og gerist. Malarvellir voru í drullu langt fram á sumar á þessum tíma og Leiran innst í firðinum (Reyðarfjörður) var því oft notuð sem fótboltavöllur.
Þess vegna var stundum stolist til að leika fótbolta í lóðum hér og þar í þorpinu og var lóðin heima vinsæl, þar sem pabbi var duglegur að slá grasið og hún var líka stór og slétt. Á þessum tíma var trjárækt að verða vinsæl en kannski ekki endilega markviss. Pabbi hafði nefnilega sett niður grenitré á miðri lóðinni þar sem við lékum okkur oft og þar með var ævintýrið um góðan fótboltavöll úti en við reyndum þó að notast við völlinn þó svo að grenitrén væru að þvælast fyrir okkur. Svo var það einn daginn að pabbi kom heim í hádegismat og sá okkur í fótbolta. Hann varð auðvitað að skella sér með í boltann eins og hann gerði oft og gaf okkur sko ekkert eftir. En helvítis grenitrén voru alltaf að þvælast fyrir. Hann var fljótur að "snagga" sér inn í bílskúr til að sækja stóru sögina og sagaði öll trén í burtu sem hann hann hafði gróðursett árið áður. Mamma var sko ekki parhrifin af þessu uppátæki hans en hann sagði að við yrðum nú að aðstöðu til að spila fótbolta.
Svona er pabbi; alltaf tilbúin að redda öllu.
Til hamingju með daginn.
Vinir og fjölskylda | Breytt 7.3.2008 kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)