Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Eitt mesta klúður

Ég veit ekki hvað menn voru að hugsa þegar fjölbýlishúsinu við Lundarbraut 1 var troðið niður þar sem það sendur í dag?

Það má kannski líka spyrja sig hvað Vegagerðarmenn voru að spá í þegar þeir færðu Nýbýlaveginn norðar en hann var áður og þar að leiðandi ofan í íbúðahverfið?  En kannski er þetta eins og með eggið og hænuna. Hvort kom á undan? Vegagerðin eða byggingaverktakarnir?  

Svo finnst mér eins og að Nýbýlavegurinn hafi verið hækkaður upp óþarflega mikið, miðað við gamla veginn.  Virkar eins og byggðin norðan megin við Nýbýlaveginn sé ofan í lægð eftir þessar framkvæmdir.

Til að komast af Nýbýlaveginnum inná Kringlumýrarbrautina, á móts við Skeljabraut, þarf núna að aka yfir malbikaðan hól sem þarna er kominn og þar að leiðandi niður brekku til að halda áfram í vesturbæ Kópavogs, en kannski eiga þeir eftir að breyta þessu!

En fyrirtækin sem eru sunnan við Nýbýlaveginn mega una glöð við sitt. Mér sýnist að nú séu allt í einu komin stór bílastæði þar.  

En hvað um það, mér finnst þetta eitt stórt klúður eins og þetta lítur út í dag.   Vonandi læra bæjaryfirvöld af þessum mistökum og láti ekki framkvæmdaaðila valtra yfir allt og alla, bara af því að þeir eru að byggja upp hverfin. 


mbl.is Kópavogur bregst við óánægju íbúa við Lundarbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærsti þjóðgarður Evrópu stofnaður

„Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs styrkir byggð allt í kringum þjóðgarðinn...." segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra þegar stofnun Vatnajökulsþjóðgarðar fór fram við formlega athöfn í Skaftafelli í dag. Errm  Gott mál, en ég spyr: er landið allt umhverfis þjóðgarðinn?  

Á svo að láta landann og aðra ferðamenn vaða yfir þjóðgarðinn á skítugum skónum?  Whistling Smile

Ég sé reyndar ekki alveg hvað þessi þjóðgarður gerir mikið gagn?   FootinMouth  Það er búið að virkja fyrir austan og byggðin sunnan jökla breytist ekkert úr þessu. 

Er þá ekki næsta skref að gera Ísland að einum stórum þjóðgarði og fá svo undanþágu til að búa hér?  Wink


mbl.is „Stór áfangi í náttúruvernd"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært hjá Jóhönnu Sigurðar

Ég tek ofan af fyrir Jóhönnu félags- og tryggingamálaráðherra en hún setti í gær að tillögu stjórnar Íbúðalánasjóðs reglur til að aðstoða þolendur náttúruhamfara með frestun eða skuldbreytingu á lánum sjóðsins.
Mér finnst hún bera af ef ég á að gefa ráðherrum prik.    Hún er sú eina sem virkilega hefur brugðist við ef einhver hópur hefur þurft virkilega á hjálp  að halda.  Lætur verkin tala.       Vonandi geta þolendur skjálftasvæðanna nýtt sér þessar reglur.   
mbl.is Aðstoð við þolendur náttúruhamfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fossvogstúnin slegin og mófuglum fækkar!

Nú er ég fúll.    Í morgun voru túnin í Fossvogsdalnum slegin.  Þar hafa trúlega starfsmenn Kópavogsbæjar verið líklega að framfylgja skipunum um að halda bænum "hreinum".   Þar með hafa þeir líklega mokað upp þeim fáu ungum sem voru komnir á legg, á svæðinu. Angry     Ég þykist vita að grasið verði ekki notað sem fóður, þar sem það var slegið í helli rigningu og mokað upp í kerru jafnóðum.   

Sama gerðist í fyrra og eftir að þeir höfðu slegið túnin sást varla mófugl í dalnum það sem eftir var af sumri.   Devil

Hræddur er ég um að sama hafi gerst núna!  

Af hverju þarf endilega að slá grasið svona snemma? 

Má ekki bíða fram í júlí, svona til að vera viss um að ungarnir séu flognir úr hreiðrum?


Hvað ef?

Það er alltaf gott að vera gáfaður eftir á.  En það er líka gott að vera skynsamur.  Hvað ef þeir hefðu misst sjónar af bangsa?  

Ekki veit ég hvað þokan var mikil þar sem ísbjörnin var en ég hefði ekki viljað mæta honum ef ég hefði verið þarna í fjallgöngu. Það er sko á hreinu.

Kannski hefði mátt doka smá og meta hvort skynsamlegast væri að reyna að svæfa hann með agni eða byssu.   Alltaf sorglegt að þurfa að drepa dýr sem eru í útrýmingarhættu.

En ég skil þessa menn sem felldu dýrið í gær.   Var ekki hálfur bærinn mættur á svæðið til að horfa á?   Það segir mér svo hugur að ísbjörninn hafi verið langsoltinn, nema það hafi drepið hesta þarna í nágrenninu?  Það mun koma í ljós við krufningu.

Mér skilst að fólk hafi verið búið að vera á þessum slóðum við að veiða silung í vatni ekki langt frá þeim stað þar sem dýrið var drepið í gær.   

En það er gott til þess að vita að nú sé ljóst að dýraverndunarsamtök séu tilbúin að kosta til nokkrum milljónum til að flytja Ísbjörn til norður Grænlands eða Svalbarða ef svona gerist aftur.  Sem er bara fínt.    En þá verða að vera til græjur til að svæfa dýrin um leið og vart verður við þau.

En ég hefði ekki tekið sjensinn á að láta dýrið fara úr augsýn ef ég hefði stjórnað aðgerðum.    Þeir voru ekki með nein deyfilyf á staðnum og því ekki margt í stöðunni.   Ef svona dýr gengur á land hér á landi þá má og á að skjóta hann en ef það er á ís við landið þá er það friðað.  Ísbirnir hafa alltaf verið álitnir hættulegir mönnum og það hefur ekkert breyst.  Íslendingar kunna ekki að umgangast þessi dýr og því eru þau hættuleg okkur.


mbl.is „Harma ísbjarnardrápið"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slapp í gegnum síu Moggans

Ég er ekki viss um að nýji ritstjórinn á Morgunblaðinu hafi verið mjög kátur í dag þegar hann uppgötvaði að umrædd mynd hafi ratað á útsíðu Moggans í dag.  Devil   Blaðinu barst nefnilega mynd Þar sem kría sat á kollinum á álft einni.  Ég hafði meira segja aldrei séð svona áður. Whistling  Smile   Kannski var þetta fyrsta ákvörðun ritstjórans unga varðandi mynd á forsíðu blaðsins?   Whistling


mbl.is Plastálftir vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðskjálftinn

Ég er einn af þeim sem reynt hefur að koma að gagni við að hjálpa öllum íbúum fyrir austan fjall sem lentu jarðskjálftunum sl. fimmtudag.   Skrítið að upplifa þetta svona aftur eftir það sem ég sá árið 2000, en ég held að það geti engan sett sig í spor þeirra sem voru núna á staðnum þar sem höggbylgjan var hörðust; á Selfossi, í Hveragerði og nágrenni.  

Ég var staddur í vinnunni minni í Efstaleiti þegar jarðskálftinn reið yfir og ég fann vel fyrir högginu. Krakkarnir mínir hringdu óttaslegin í mig en þau voru ein heima.  Auðvitað fór ég heim til að róa þau. Sem betur fór var ekkert að en hver verður ekki óttasleginn við að upplifa jarðskjálfta?   En ég var ekki búin að vera lengi heima þegar það var hringt og ég beðin um að koma strax aftur í vinnuna því það væri búið að setja allt neyðarvarnakerfið í gang.   Því var ekki annað um að gera en að koma krökkunum fyrir því ég þóttist vita að þetta yrði langur vinnudagur.  

Það er gaman að sjá hvað allir eru boðnir og búnir að leggja fram hjálp þegar svona ósköp dynja yfir. Margir af mínum vinnufélögum hafa varla litið upp frá því á fimmtudaginn.  Við sem höfum ekki upplifað svona harðan jarðskjálfta getum ekki sett okkur í spor þeirra sem voru á staðnum fyrir austan fjall.  Held að fréttamyndirnar sem sýndu brot úröryggismyndavélunum, hafi sýnt vel hversu mikil hætta var á ferðum.  Jörðin undir öllum húsunum var trúlega að færast til, fram og til baka, um heilann metra ef ekki meira og húsin færðust með. 

Það mun taka íbúanna langan tíma að jafna sig eftir svona áfall og vonandi fá allir sem á þurfa að halda sálræna hjálp hjá vinnufélaga mínum, honum Jóhanni Th. sálfræðingi Rauða krossins og hópnum hans, því það ætti engin að reyna að leika hetju og byrgja inni svona áfall.    


Vantar lítið upp á

Í fréttinni kemur fram að Clinton hefur nú tryggt sér stuðning 1.780 fulltrúa á landsfundi Demókrataflokksins, en Obama 1.970, og vantar Obama lítið upp á til að hafa tryggt sér þá 2.026 sem þarf til sigurs.

Mér finnst hálf skondið að sjá fréttina svona uppsetta. Whistling  Úr því að maðurinn er með 1.970 fulltrúa á bak við sig núna, þá hlýtur honum að vanta 56.    Mér finnst 56 bara þó mikið úr því að Clinton ætlar að ekki að játa ósigur fyrir Barack. Grin

 


mbl.is Clinton berst til síðasta atkvæðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vikan og tilveran

Jæja þá er þessi vinnuvika liðin og helgin framundan.   Það hefur verið mikið að gera hjá mér í vinnunni.   Svo var stór stund hjá Guðbjörgu Arney dóttur minni en hún er stödd í Danmörku í skólaferðalagi. Vikuferð.  Mikið rosalega var daman spennt rétt áður en hún lagði af stað.  úff held að ég hafi verið farin að taka þátt í spenningnum með henni.  Smile En það gengur vel hjá henni en smá heimþrá rétt svona þegar hún er að fara að sofa en þetta er heilmikið ævintýri og krakkarnir í bekknum hennar alltaf að verða meiri og meiri vinir enda er sagt að þau fari út sem krakkar og komi heim sem heimsborgarar.   Smile   

Aðalfundur Rauða kross Íslands er á morgun og ég verð auðvitað þar (til að þvælast fyrir),  tölvumál og önnur tæknimál.   Enda var mikið að gera í dag við undirbúning og þess háttar enda er sumt sem þarf að gera strax svo allt gangi upp.  

Við feðgarnir erum heima og það er voðalega rólegt og fínt hjá okkur.  Ekki það að Guðbjörg sé einhver ólátabelgur þegar hún er heima.  Bara eitthvað svo rólegra þegar það vantar einhvern á heimilið.  Grin  Tala nú ekki um þegar ég er ekki heima, þá hafa þau það rosalega gott eða þannig.  Whistling  Tja........ rífast af og til en er það ekki háttur systkina? En geta svo ekki án hvors annars verið þess á milli?   Smile 

Vinnufélagar mínir hafa verið rosalega dugleg að hjóla í vinnunna þessa vikuna en ég reyni að sýna viðlit og tek allar beygjur á tveimur hjólum  á bílnum mínum;  alla veganna segi ég þeim það þegar þau eru að stríða mér á hjólaleysinu og leti.   Ekki skrítið að þau striði mér enda var ég manna roggnastur að plana hjólakaup í vor en keyri bara Passat ennþá. FootinMouth   Svona er þetta bara. Blush  Þykist vera voða snjall þegar ég segi þeim að það sé nú betra að hjóla í heilt ár en nokkra daga á ári.  Whistling


Will Ferrell sem Bush

Snilldarmyndband með leikaranum Will Ferrell sem Bush í umhverfismálum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband