Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Gaman af þessu hjá áhöfninni
11.7.2008 | 11:38
Gaman að heyra af þessu. Kannski ættum við að fá dátanna til að laga fleiri staði? En áhöfn breska tundurspillisins HMS Exeter gerði upp og lagfærði minnismerki um samvinnu Íslands og Bretlands í seinni heimsstyrjöldinni í Fossvoginum í gær.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á seinni heimsstyrjöldinni og sögunni hér á landi tengd henni enda urðu æskustöðvar mínar, Reyðarfjörður, heldur betur fyrir þeim tíma.
![]() |
Floti hennar hátignar til bjargar í Fossvogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gott framtak
10.7.2008 | 12:16
Það pirrar mig oft að sjá bifreiðar loka gangstéttum. Þetta er mjög áberandi á gangstéttum hér þar sem ég bý, t.d. í Ástúni. Ætli Gunnar bæjarstjóri (hinn mikli) láti ekki útbúa svona miða fyrir Kópavogsbæ til að líma á bíla sem er lagt ólöglega? Ekki nema hann láti útbúa fleiri bílastæði, í stað göngustíga?
Það er hvort er er svo dýrt að moka snjó af göngustigum.
En þetta er gott framtak og verður gaman að sjá hvernig viðbrögðin verða.
![]() |
Gangstéttir eru ekki ætlaðar fyrir bíla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mynd frumleg fyrirsögn
7.7.2008 | 23:16
Hér er svo mynd sem ég var að klára í dag. Alltaf gott að mála út í sólinni og hlusta á nýjasta diskinn hjá Sigurrós. Mæli með disknum þeirra.
Þessi mynd er 20x40 og er málaðuð með spaða og í acryl eins og hinar tvær hér fyrir neðan.
Tvær myndir
6.7.2008 | 01:05
Datt í hug að sýna ykkur tvær myndir sem ég var að mála í dag.
Kannski set ég fleiri myndir inn ef ég verð duglegur en það verður að koma í ljós síðar.
10x15 cm
10x10 cm
Ath. Þetta eru litlar myndir.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Pása
3.7.2008 | 22:17

Snjall dómari?
30.6.2008 | 22:59
Hvað ef nemandinn hefði skrifað önnur tvö orð? Mér finnst þessi dómari klókur, enda gott að einblína ekki of á það neikvæða. Um að gera að draga fram það jákvæða í öllum.
En stráksi klaufi að gleyma punktinum, úr því að hann vandaði sig svona mikið að setja tvö orð á blað.
Skildi hann hafa setið allan tímann inni í stofunni á meðan aðrir voru að klára sínar ritgerðir? neeeee
![]() |
Fékk einkunn fyrir tveggja blótsyrða ritgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Að rekja slóð eða fela
20.6.2008 | 11:21
Ja hérna. Það væri nú eftir öðru. Slóðameistarar á ferð. Nú væri gott að hafa Crocodile Dundie með í för.
Hérna er myndband sem náðist af ísbirninum í gær, þar sem hann var að fela förin eftir sig við Hveravelli, þegar hann frétti að verið væri að leita af sér.
![]() |
Leit að hálendisbirni heldur áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eru fleiri dýr á lífi?
17.6.2008 | 23:24
Nú er spurningin hvort ekki fleiri dýr einhversstaðar á vappi þarna fyrir norðan?
Leitt hvernig þetta fór í dag og eitthvað hefur þetta kostað. En ég segi bara: Eins gott að ekki varð stórslys áður en dýrið fannst. En hvernig komu dýrin til landsins og hve lengi ætli þau séu búin að vera hér á landi? Hvenær var ísinn síðast hér við land?
Hvað ætli Árni Finns og félagar segi við þessu núna?
![]() |
Ísbjörninn að Hrauni dauður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig er heyið verkað?
13.6.2008 | 13:55
Var að horfa á og lesa fréttina um bændur í Eyjafirði sem hafa tekið upp nýstárlegar, en jafnframt gamaldags, aðferðir við að verka hey. (Hefði alltaf átt að gerast bóndi því ég hef svo gaman af öllu þessu tengt).
Annað hvort er ég svona utan við mig varðandi þessa frétt eða það hefur gleymst að taka fram tilganginn með fréttinni; ég sá aldrei nákvæmlega hver breytingin var í fréttinni varðandi verkunina?
Jú... þeir saxa heyið og keyra því í hauga en hvernig geyma þeir það ef rúlluplastið heyrir brátt sögunni til? Vissulega frábært að menn leiti leiða til að gera reksturinn hagkvæmari.
![]() |
Nýjungagjarnir bændur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |