Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Til hamingju stelpur

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið á EM 2009 með því að sigra Íra 3-0 í kvöld.

Ég hef alltaf sagt að það eigi að setja peninga í uppbyggingu á kvennaknattspyrnunni  og segi:  Nú er lag.   


mbl.is Ísland á EM 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt dagsins

Þetta er nú besta umfjöllun á frétt sem ég hef séð lengi.    Tja .... Ekkifréttdagsins?

Miklu betra fyrir MBL að taka þessa frétt út, nú eða skrifa upp á nýtt svo skilningslaus lesandi eins og ég skilji þessa frétt.   Whistling


mbl.is Meiðyrðamáli vísað frá dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Stefánsson

Var að hlusta á viðtalið við Ólaf Stefánsson handboltamann og heimspeking í þættinum Sunnudagskvöld með Evu Maríu áðan.   Þetta var hreint út sagt frábært viðtal.  Þessi maður er bara einstakur karakter og fær mann virkilega til að hugsa.   Það ætti að ráða hann á stundinni hingað heim til að stappa jákvæðum hugsunum í þjóðarsálina.  Smile  Tala nú ekki um hugmyndir hans um skólamál.  

Það er allt hægt. 


Trúðurinn alltaf jafn góður

Ætla að horfa á Trúðinn í kvöld.  Alltaf jafn uppátækjasamur og skemmtilegur. 

 

 


Snjór

Var að horfa á fréttir á Stöð 2 rétt áðan.  Sá að snjóélin sem eru hér á höfuðborgarsvæðinu eru greinilega tilkomin vegna snjóframleiðsluvélarinnar norður í Hlíðarfjalli. Whistling  Ég er að viss um það.   FootinMouth

Prófum að slökkva á henni og athugum hvort veðrið lagist ekki?   LoL


Veljum íslenskt

Hafi einhvern tíma verið nauðsynlegt að velja íslenskt, þá á það svo sannarlega við í dag.    Ég hvet alla sem lesa þetta blogg að velja nær eingöngu íslenskar vörur, hvort sem þær eru af náttúru hendi eða unnar vörur.   Allt skiptir máli ef það er hægt að velja á milli.   Veljum íslenskt grænmeti, mjólkurvörur ofl.   Þannig hjálpum við hvort öðru upp úr þessum öldudal.     Verum meira saman og sinnum börnunum.  Svo kostar ekkert að brosa.  

Meira hvað maður er hátíðlegur.    Smile


Er pirraður á þér Darling

Að hlusta á Alistair Darling og Gordon Brown er útrúlegt og að Darling skuli halda áfram þessum árásum á okkur er með eindæmum.   Ekki hefði hann hagað sér svona gangvart t.d. Þjóðverjum.

Ætli bretar átti sig á hvað þeir eru búnir að gera okkur mikinn skaða og hversu hlutfallslega mikið tjónið er fyrir Íslendinga hér heima?

Ég er að vísu búin að lesa commetin á netblöðum þar í landi og er því frekar rólegur gangvart fólkinu þar en auðvitað er búið að skemma rosalega fyrir okkur.  Flestum þar í landi finnst okkur hafa verið sýndur rakinn dónaskapur og svívirða.      

Það skildi þó ekki vera að það ætti eftir að koma í ljós að sumir af þessum sparifjáreigendum í Bretlandi hafi ekki átt neitt inni hjá íslensku bönkunum í upptalningunni yfir þau stofnanir og sveitafélög?  Svo munu eignir bankanna ganga upp í þessar skildir og vel það.

Að lokum verð ég nú að segja að mér finnst ótrúlegur undirlægjuháttur breskra fjölmiðla að trúa endalaust bullinu frá Darling og Brown án þess að kanna málin gagnrýnilaust. 

Þeir hugsa: Hvað er eitt lítið land norður í Atlandshafi?

 Förum í mál við þessa kappa.

Ég var búinn að segja að ég ætlaði ekki að skrifa um fréttir á mbl. Reyni bara að muna það næst. Blush


mbl.is Heitir sparifjáreigendum aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú meira!!!!

Maður má ekki bregða sér af bæ og þá er allt komið í kalda kol í efnahagsmálum.    Frown 

Svo missti ég líka af snjókomunni í síðustu viku.  Var að skoða myndir hjá prinsessunni og sá að það hafði snjóað.    Whistling  Smile

 Verum sterk og hugsum jákvætt til allra.  Þetta kemur allt.    Heart


Ástæðan fyrir bloggleti mínu

Sko kæru bloggvinir.

Það er ekki svo að ég sé neitt að fara langt eða þannig en ástæðan fyrir pásunni minni, fyrir þau sem ekki vita, er sú að ég þarf að fara í smá aðgerð og verð frá í smá tíma á meðan.  Hjartað að mótmæla eðlilegum gangi.   Whistling Kannski kem ég endurnærður fyrr en mig og ykkur grunar en held að það sé bara gott að taka smá pásu á meðan.   

Alltaf gaman að skrifa eitthvað hér en ég ætla að einsetja mér að skrifa meira sjálfur og hætta að commeta á fréttir á mbl.is.  Enda skiptir það ekki öllu þó maður röfli um fréttir.   Þó svo að ég hafi verið valinn nokkrum sinnum í Moggann fyrir snilldar skrif.  Grin

Næst verður þetta meira á persónulegu nótum og eitthvað nógu jákvætt og nógu kjánalegt um mig og allt sem drífur á mína daga.    Það er ekki hægt að hætta að blogga en samt er það gott að taka góða pásu.   Ég eignaðist meira segja nýjan vin í dag hér á blogginu.  InLove En hvað um það, hafið það gott á meðan.  Kem öflugur til baka.  Cool


Þá er það helgin

Jæja, nú er helgin að renna í hlað með sinni yndislegri rigningu Happy en rokið er hundleiðinlegt.  Angry

Af persónulegum ástæðum ætla ég gera hlé á blogginu eftir helgi og koma frekar endurnýjaður til baka seinna, ef GUÐ lofar, eins og gamla fólkið segir stundum.  Smile Smile

Ég er búin að hóta mér svo oft að hætta þessu bloggi en þetta er eitthvað svo ávanabindandi að maður verður bara að hundskast í afbloggun. Whistling   

Hafið það gott yfir helgina. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband