Er pirraður á þér Darling

Að hlusta á Alistair Darling og Gordon Brown er útrúlegt og að Darling skuli halda áfram þessum árásum á okkur er með eindæmum.   Ekki hefði hann hagað sér svona gangvart t.d. Þjóðverjum.

Ætli bretar átti sig á hvað þeir eru búnir að gera okkur mikinn skaða og hversu hlutfallslega mikið tjónið er fyrir Íslendinga hér heima?

Ég er að vísu búin að lesa commetin á netblöðum þar í landi og er því frekar rólegur gangvart fólkinu þar en auðvitað er búið að skemma rosalega fyrir okkur.  Flestum þar í landi finnst okkur hafa verið sýndur rakinn dónaskapur og svívirða.      

Það skildi þó ekki vera að það ætti eftir að koma í ljós að sumir af þessum sparifjáreigendum í Bretlandi hafi ekki átt neitt inni hjá íslensku bönkunum í upptalningunni yfir þau stofnanir og sveitafélög?  Svo munu eignir bankanna ganga upp í þessar skildir og vel það.

Að lokum verð ég nú að segja að mér finnst ótrúlegur undirlægjuháttur breskra fjölmiðla að trúa endalaust bullinu frá Darling og Brown án þess að kanna málin gagnrýnilaust. 

Þeir hugsa: Hvað er eitt lítið land norður í Atlandshafi?

 Förum í mál við þessa kappa.

Ég var búinn að segja að ég ætlaði ekki að skrifa um fréttir á mbl. Reyni bara að muna það næst. Blush


mbl.is Heitir sparifjáreigendum aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmm... hver er buin ad gera hverjum skada? Og hverjir hafa truad øllu sem okkar menn hafa gert undanfarin ar an thess ad kynna okkur malin? Eg spyr bara :-)

Thor Svensson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 13:33

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Við erum bara eins og eitt stykki fyrirtæki í stærri kantinum, fyrir þessum mönnum - 300.000 manns. Þeim finnst við væntanlega ekki skipta miklu máli svona á heimsvísu.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.10.2008 kl. 12:18

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Thor     Ég er ekkert að verja útrásina, hún er örugglega gagnrýniverð.

Jóna.   Já það held ég líka.    Alla veganna hafi menn ekki hugsað hvað orðin sem viðhöfð voru til að nota í pólitískum tilgangi, gætu haft mikil áhrif á Íslandi.

Marinó Már Marinósson, 14.10.2008 kl. 12:28

4 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

Það er betra að tala varlega og það hefði Oddson átt að gera líka.  Hinir eru bara að slá sig til riddara.

Guðrún Indriðadóttir, 14.10.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband