Dapurlegt hlutskipti

Verð nú að segja að mér finnst þetta hálf dapurlegt hlutskipti okkar í þessari deilu.   En líklega varð að semja um þetta en þetta er algjört ippon bretum í vil.   

Fyrir mér er þetta eins og skulda mafíósum og fá lán hjá þeim til að borga þeim til baka með afarkostum.  Að Ingibjörg Sólrún og Geir skuli vera ánægð með þetta,  vitandi ekki einu sinni hve ávísunin er há sem við þurfum að borga, segir bara sitt.   úffffffff


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sammála frændi, þetta lítur út sem fullkomin uppgjöf en ekki samningur! Hafa þau umboð þjóðarinnar til að semja svona af sér? Ég efast um það. Við og börnin okkar eigum svo að borga reikninginn fyrir Geir, Davíð og Sollu!

Hlynur Hallsson, 16.11.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef við fáum besta mögulega dílín og allar eignir Landsbankans ganga upp í skuldir þá er afborgun á mann ekki nema 110.000 kr á mánuði. búinn að setja þetta upp og reikna á blogginu hjá mér.

Fannar frá Rifi, 16.11.2008 kl. 19:01

3 Smámynd: arnar valgeirsson

ingibjörg og geir eru ekki ánægð, ætla ég að vona allavega, en sátt meðan þau halda sínum völdum og hleypa engum að. hvorki þingmönnum né þinginu yfirleitt. ekki fólki úr öðrum flokkum.

þetta er ekki bara eins og að skulda mafíósum, þetta er eins og hjá mafíósum.

arnar valgeirsson, 16.11.2008 kl. 22:09

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það verður fróðlegt að sjá Alþingi fjalla um þennan milliríkja-samning. Hvað er langt síðan þingmenn slógust síðast ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.11.2008 kl. 00:05

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Það verður fjör á Alþingi á næstu dögum.    

Það þarf að fá svör við mörgum spurningum varðandi þennan samning sem og framkomu annarra Evrópuþjóða gagnvart okkur.    Íslendingar eru ekki þjófar.   

Marinó Már Marinósson, 17.11.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband