Æfingasvæði fyrir bílstjóra

Því miður þá liggur við að maður lesi á hverjum degi fréttir af slysum í umferðinni.   Eitt sem er áberandi yfir sumartímann eru óhöppin sem verða við akstur á malarvegi.    Þegar fólk flykkist í sumarfrí velur það sér oft leiðir sem ekki eru malbikaðir vegir.   Að aka á þannig vegum er ekki það sama og á bundnu slitlagi. Vegir eru oft mjóir og stundum hefur skolast undan malbikinu í vegkantinum.  Víða í USA eru vörubílstjórar sem sérhæfa sig í akstri með stóra tengivagna á malarvegum.   

Mér finnst vera kominn tími á virkilega góða akstursbraut fyrir óvana bílstjóra.   Ég vil sjá braut þar sem hægt er að líkja eftir öllum aðstæðum sem skapast í umferðinni hvort sem það er á malbikaðri braut, malarbraut og framkalla vetraraðstæður.  Samhliða svæðinu mætti byggja aðstöðu fyrir aðrar akstursíþróttir.    Um leið ættu að vera einir 10 bílar til afnota á svæðinu með tilheyrandi öryggisbúnaði.   Ég efa það ekki að bifreiðaframleiðendur myndu vilja bjóða bíla í svona dæmi.

skidmonster

Vatn á vegum 

 

 

 

 

 

Til að svona megi verða að veruleika þá verður ríkið að koma að þessu í byrjun og ætti Vegagerðin að vera þar í forystu og byggja upp svæðið.  Vegagerðin gæti nýtt sér svona svæði til að fá fram aðstæður sem gæti nýst við rannsóknir í vegagerð.  Ökukennarar myndu örugglega notfæra sér aðstæður og fullt af bílstjórum sem vildu fá að prófa akstur við erfiðar aðstæður. 

 

Það er aldrei of varlega farið og aðstæður geta breyst skyndilega. 

vetur

þokaVetraraðstæður

Lélegt skyggni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta er alveg rétt hjá þér. ekki veitti af.

hinsvegar eru það ansi oft erlendir ferðamenn sem klikka á mölinni. skilst að bílaleigurnar séu með bækling eða eitthvað til varnar en það virkar ekki nógu vel. fólk kann einfaldlega ekki að keyra á möl og síst þegar skiptir úr malbiki og í malarveginn.

þá er bara bremsað og vúbbs... út í móa.

arnar valgeirsson, 20.7.2008 kl. 18:04

2 Smámynd: gudni.is

Góð grein Marinó og gott að þú bryddar upp á þessu. Þetta er alls ekkert nýtt mál og hefur oft verið rætt. Alveg má telja með ólíkindum að ekkert ökugerði eða æfingasvæði sé til staðar á Íslandi! Það gerir það bara að verkum að því miður þá fá alltof margir ungir og gamlir ökumenn útrás á götum borgarinnar með tilheyrandi slysahættu. Svo ekki sé talað um hversu margir ungir ökumenn fá ökuréttindi án þess að hafa nokkurntíman ekið bíl við erfiðar og hættulegar aðstæður til að læra viðbrögð.

Ég þekki málstaðinn og þessi mál býsna vel. Ég keppti sjálfur um árabil í ýmsum akstursíþróttum í um 10 ár, frá 15 ára aldri til 25. Einnig var ég bæði formaður Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur og sat í stjórn Landsambands Íslenskra akstursfélaga um sinn. Akstursíþróttafólk beitti sér mjög mikið í þessum málum og reyndi að opna augu ráðamanna á því að svona æfingaaðstaða yrði að vera til staðar og mundi án efa geta minnkað slysatíðni. Í kringum árið 1990 gerðist það að úthlutað var stóru landsvæði fyrir bæði akstursíþróttabrautir og aðstöðu sem og undir ökukennslugerði á sama svæði. Þetta svæði var í Krísuvíkurhrauni rétt við hliðina á Rallýkrossbrautinni sem tekin var í notkun árið 1991. Næstu skref áttu að vera að vinna saman að fjármögnun á framkvæmdum. Í stuttu máli þá voru ökukennarar ekki tilbúnir til að stunda ökukennslu inn á sama svæði og "brjálað" akstursíþróttafólk var að stunda ofsaakstur á....  Þetta atriði dó drottni sínum hægt og rólega amk. Og það er algjör synd þar sem góðir menn voru búnir að leggja sig í þetta af lífi og sál.

Sá maður sem ég held að hafi unnið harðast að því í gegnum árin að koma svona aðstöðu á koppinn á Íslandi ásamt fleiru í umferðaröriggismálum er Ólafur Guðmundsson Formúlu 1 dómari með meiru. Ólafur er í dag varaformaður FÍB. Hann var um árabil forseti Landsambands Íslenskra akstursfélaga og sat t.d. í stjórn umferðarráðs á sínum tíma. Og nú síðustu ár hefur Ólafur Guðmundsson margoft unnið sem einn þriggja dómara á Formúlu 1 keppnum sem og í GP2 mótaröðinni og fleiri mótaröðum. Þessi dómarastörf vinnur hann fyrir alþjóða bílaíþróttasambandið FIA og þessi störf eru mjög svo virt á heimsvísu.

En nóg um þetta að sinni.  Vonandi rætist úr þessum málum í framtíðinni á Íslandi..!!

gudni.is, 22.7.2008 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband